Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Qupperneq 6
6 ErÉTTIR Fimmtudagur 6. maíl 1999 Vorlistahátíð Landakirkju: Nammi fyrir augu og eyru Þorgerður Sigurðardóttir við eitt verka sinna Vorlistahátíð var lialdin í safnað- arheimili Landakirkju síðastliðinn sunnudag. Var þar mikið um dýrð- ir í söng og sjónlist. Barnakór Flúðaskóla sótti Eyjar heim og söng undir stjórn Edit Molnár við messu í Landakirkju. Mjög góð mæting var á hátíðina og Vestmanna- eyingum til mikils sóma Að lokinni messu sungu Litlu lærisveinarnir í safnaðarheimilinu ásmt Barnakór Flúðaskóla, auk þess léku nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga á hljóðfæri. Með Litlu lærisveinunum lék hljómsveit skipuð Arnóri Hermannsyni á gítar, Brynjólfi Snorrasyni á trommur og Högna Hilmissyni á bassa. Einsöng með Litlu Iærisveinunum söng Sigríður Helga Ástþórsdóttir, sem söng svo eftirminnilega í Söngvakeppni fram- haldskólanna sem fulltrúi FIV á dög- unum. Einnig var opnuð myndlistarsýning Þorgerðar Sigurðardóttur myndlistar- manns á grafíkverkum sem hún byggir á íslensku refilsaumklæði frá miðöldum. Klæðið, sem er altaris- klæði, lýsir atvikum úr ævi dýr- lingsins Marteins frá Tours. Atvikin á klæðinu og grafíkverkum Þorgerðar eru í sömu röð og í Marteins sögu biskups, sem til er í nokkrum gerðum á íslensku frá miðöldum. Þorgerður heldur sig við þann myndstíl sem er á klæðinu og hring- formi sem hver mynd er teiknuð inn í, þó setur hún myndirnar einnig í ferhymingsform í nokkrum mynd- anna. Þannig má segja að myndir Þorgerðar séu endurgerðar myndir klæðisins, að undanskilinni þeirri tækni sem hún beitir, litavali og uppröðun á einstökum myndum. Sögumar er svo brotnar upp af ýmiss konar flúri og rósum, jafnvel tónlistar- táknum (nótum) eftir því sem best varð séð. f samhengi nútíma listsköpunar er Þorgerður á gjörólíku plani, en því sem einkennt hefur myndlist hennar kynslóðar, sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar að segja sögu í mynd sem koma á ákveðnum boðskap til skila, undantekningar eru þó teikni- myndasögur, sem eiga sér þó stutta tíð í íslenskri myndlist og raunsæi sem tók á bágbornum kjörum verkalýðs, eða myndefni sótt í íslenskt bænda- samfélag fyrr á öldinni. Er þó ólíku saman að jafna, þar sem myndlýsingar miðalda em kannski fyrst og fremst upphafningarboðskapur, fram settur í átrúnaðarskyni og ekki síður til upp- lýsingar þeim sem til kirkju mæta. Myndir vom oft á tíðum eini möguleikinn til upplýsingar á efni kristinnar kenningar, jjar sem lestrar- kunnátta var ekki almenn og myndir nærtækari til þess að segja frá helgum mönnum og hinum kristilega boðskap og sveipa um leið nokkmm dýrðar- ljóma. Trúarleg list var þess vegna nokkurs konar vídeóskjár þess tíma, til að ná fram áhrifum trúarlegrar upphafningar, ef svo mætti segja. Hver er þá tilgangurinn með þessum endurgerðum Þorgerðar? Kannski í fyrsta lagi að koma þessum menn- ingararfi heim á ný sem hefur verið margt lengi í Louvre-safninu í París. í annan stað kann það að helgast af því að virkja til nýrra vega hinn kaþólska sið, sem myndirnar er upphaflega sprottnar úr. Allt er þetta góðra gjalda vert, því hverjum manni er holt að huga að sinni fortíð. I þriðja lagi er það miðillinn sjálfur, grafíkin og hugsanlega könnun listamannsins á þeirri ólíku aðferð sem felst í refilssaumnum og svo hinu harða efni, trénu sem hún ristir myndir sínar í. Að því leyti eru myndimar stífar og fastar innan þeirra ramma sem afmarka heim þeirra og fer þar saman munur hins trúarlega (mjúka) inntaks refilsaumsins og hins kirkjulega sem er kannski ytri birtingarmyndin sem Þorgerður leggur upp með. Þannig em þessar myndir frekar nammi fyrir augað, þó misjafnlega mikið, frekar en að þær séu guðlegt nammi, fullt með innlifun. Það er mikill fengur að þessari sýningu og ber að þakka séra Kristjáni Bjömssyni fyrir framtakið. Vonandi verður framhald á slíkum fram- kvæmdum á vegum Landakirkju, því aldrei er of mikið af list, hvort heldur í tónum, tali eða myndum. Sýningin mun standa fram í júní og er opin frá 09.00 - 17.00, eða á opnunartíma safnaðarheimilisins. Vestmannaey- ingar eru því hvattir til þess að skoða þessa atyhyglisverðu sýningu. Benedikt Gestsson Kór Barnaskólans á Flúðum ásamt Litlum lærisveinum tóku lagið af mikilli innlifun / Þorsteinn Arnason: Stefna okkar á erindi til Eyja Þorsteinn Árnason er 2. niaður á lista Frjálslynda flokksins í Suður- landskjördæmi sem býður nú í fyrsta sinn fram til Alþingis. Þorsteinn er Vestmannaeyingum að góðu kunnur, því hann bjó í Eyjum ásamt fjölskyldu sinni frá 1983 til 1995 og starfaði sem sjómaður og við skipaskoðun þangað til hann tók við fram- kvæmdastjórn Fiskmarkaðs Vest- mannaeyja. „Eg hafði verið sem unglingur á vertíðum hér 1968 og 1969, en er Mýrdælingur að uppruna. Við bjuggum á ísafirði áður en við komum til Eyja og ég var þar til sjós sem togaravélstjóri, en mér og konu, minni Amdísi Gestsdóttur, leikskóla- kennara, þótti samgöngur erfiðar og of mikil innilokun á Isafirði svo við fluttum Eyja. Við fómm svo í Kópavoginn, þar til við fluttum á Selfoss, þar sem ég starfa í Vélsmiðju KÁ við viðgerðir og viðhald véla í Búrfellsvirkjun. Ég hef alltaf litið á Vestmannaeyjar sem mannlífsvænan stað og í Eyjum áttum við mjög góð ár og ólum upp okkar böm.“ Þorsteinn segir að afskipti hans af stjómmálum hafi ekki verið nein þar til hann tók sæti á lista Frjálslynda flokksins. „Ég hafði reyndar starfað að félagsmálum sem fulltrúi vélstjóra í Farmanna- og fiskimannasamband- inu. I því starfi kynntist ég kvóta- kerfinu og hef verið andstæðingur þess alla tíð. Nú þegar Sverrir flautaði til leiks til stofnunar nýs stjóm- málaafls til alléttingar ánauð kvóta- kerfisins, lýsti ég stuðningi við málið og endaði á lista eftir uppsti 11ingu.“ Hvenig meturðu stöðu Frjálslynda flokksins í Suðurlandskjördæmi? „Mér finnst meðbyr í kjördæminu núna þessa síðustu daga. Ég er búinn að fara nokkuð um sveitimar og strandbyggðimar í Ámessýslu og mér finnst við njóta meðbyrs, þó ekki verði neitt í raun vitað fyrr en 8. maí. Menn em hins vegar reiðubúnir til þess að ræða málin. Hins vegar háir það okkur hversu fjárvana við emm, þannig að okkar barátta fer ekki fram í gegnum auglýsingar í fjölmiðlum. Okkar kynning byggist því á að sýna sig og sjá aðra og að kjósendur sjái að við stöndum fyrir eitlhvað." Þorsteinn segir að atkvæði greitt Frjálslynda flokknum sé ekki ónýtt atkvæði. „Það er illa komið íyrir fólki ef það lætur leiða sig til að trúa því. Þetta er hræðsluáróður af verstu tegund. Það er líka slæmt og ég sakna þess að ekki skuli vera sameiginlegir framboðsfundir flokkanna. Þetta helgast held ég af því að stærri flokkarnir óttast það að frambjóð- endur þeirra tali af sér. Það verður allt að vera slétt og fellt á yfirborðinu, þó að undir niðri kraumi óánægja og sundmng. Ég á von á því að fólk líti raunsætt á málin og láti ekki glepjast af fagurgala og gítarspili einstakra manna.“ Þorsteinn segir og að Frjálslyndi flokkurinn hafni einnig aðild að Evrópusambandinu. „Að óbreyttu höfnum við aðild að Evrópusam- bandinu og persónulega hef ég þá trú að aðild að Évrópusambandinu myndi raska byggð í landinu og ég hef ekki trú á því að hægt sé að halda byggð á jaðarsvæðum með styrkjum." Nú hefur vígi Sjálfstæðisflokksins verið mjög sterkt í Eyjum er ekki borin von að leita hér eftir atkvæðum? „Nei, það held ég ekki, ef fólk sér í gegnum hræðsluáróðurinn. Framsókn á ekki mikið fylgi hér, og sjálf- stæðismenn of mikið og það að ósekju vegna þess að maður kemur ekki auga á hvers vegna. En það er líka sagt að þangað leiti klárinn þar sem hann er kvaldastur og menn kyssi á vöndinn. Þó ég sé ekki búsettur í Eyjum tel ég mig vera heilmikinn Eyjamann og ég tel að stefna okkar eigi erindi til Eyja. Við erum með kosningaskrifstofu að Eyrarvegi 25 Selfossi og síminn er 482-4008 og faxið, 482-4007“ Ný heimasíða Eyverja Eyverjar hafa opnað nýja og endurbætta heimasíðu. Þar er að finna ýmislegt fróðlegt um sögu ungliðastarfs Eyverja í 70 ár, en félagið var stofnað 20. desember 1929. Auk þess er ýmislegt um félagsstarfið á næstunni. Þeir sem eru í kosningaham ættu að kynna sér síðuna, en slóðin er: http://www.simnet.is/eyverjar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.