Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. maí 1999 Fréttir 19 Starfið á kjördag ♦ Við ökum þeim sem þess óska á kjörstað, síminn er 481-1344, 481-3636 og 481-3644. ♦ Upplýsingar um kjörskrá í símum 481-1344, 481-3636 og 481- 3644. Fax 481-3640. ♦ Kosningakaffið verður í Kiwanishúsinu við Strandveg. ♦ Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að líta inn. ♦ I þeirri kosningabaráttu sem nú er að ljúka hefur komið fram mikill baráttuhugur hjá stuðningsfólki D-listans. Sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur Eyjanna D-listinn ♦ Á kj ördag verður kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði. ♦ Á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði verða veittar almennar upplýsingar. Bamalæknir Föstudaginn 14. maí verður Þórólfur Guðnason, bamalæknir, til viðtals á Heilbrigðisstofnuninni. Tímapantanir verða föstudaginn 7. maí kl. 9-12. Sími 481-1955 Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum Ársþing ÍBV Ársþing íþróttabandalags Vestmannaeyja verður haldið í Þórsheimilinu þriðjudaginn 11. maí kl. 17.30. Dagskrá samkvæmt lögum. Stjórn ÍBV Atvinna í boði Óskað er eftir matsveini á Guðmund VE 29. Skipið stundar nótaveiðar. Uppl. í síma 488-1120 eða hjá skipstjóra í síma 481-3316 æ STOFNAD 1901 ISFELAG VESTMANMAliYJA HT Simi 488 1100 • Pósthólf 3S0 • 902 VouiMnnav.,,-.. Frá kirkjugarðinum Að gefnu tilefni vil ég benda foreldrum þeirra bama, sem hugsanlega eiga leið um kirkjugarðinn, t.d. til og frá skóla, að velja sér aðrar gönguleiðir því að borið hefur á skemmdum á leiðum og rafljós hafa horfið. Þeir sem sjá börn með hluti, sem gætu verið úr kirkjugarðinum, eru beðnir að hafa samband við kirkjugarðsvörð í safnaðarheimilinu. Kirkjugarðurinn er friðhelgur, þar er bönnuð öll óþarfa umferð, leikir og hvers konar hávaði. Kirkjugarðsvörður Lóa Sigurðardóttir á sýningu sinni í gamla áhaldahúsinu I__________________________________________________________ * I A þessu vori hefur okkur Vest- mannaeyingum staðið til boða að sækja sýningar undir nafninu Myndlistarvor Islandsbanka í Vestmannaeyjum 1999. Hafa þessar sýningar verið mjög áhugaverðar og verið mjög gaman að sækja þær. Mig langar til að nota þetta tækifæri og færa upphafsmanni þessa myndlistarvors, Benedikt Gestssyni mínar innilegustu þakkir fyrir framtakið. Það er ómetanlegt fyrir okkur hér í Eyjum að fá list eins og hér hefur verið í boði í okkar heimabyggð. Vonandi verður framhald á þessu framtaki Benedikts, í hvaða mynd sem það svo verður. Að lokum vil ég nota tækifærið og hvetja Vestmannaeyinga til að sjá síðustu sýningu þessa myndlistar- vors en það er stórskemmtileg sýning Lóu Sigurðardóttur. Kærar þakkir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir ____________________________________I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.