Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Page 26

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Page 26
26 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 LANDA- KIRKJA Fimmtudagur 6. maí Kl. 17.00 Lokafundur í TTT- starfinu. Kl. 20.30 Opið hús í KFUM&K- húsinu fyrir unglingar.a. Sunnudagur 9. maí Kl. 14.00 Messa á almennum bænadegi kirkjunnar. Barnakór Hallgrímskirkju leiðir sönginn ásamt Kór Landakirkju. Molasopi að messu lokinni. Messunni verður útvarpað sam- dægurs á FM 104 kl. 16.00. Miðvikudagur 12. maí Kl. 10.00 Síðasti foreldramorgun vetrarins. Kl. 12.05 Bæna og kyrrðarstund í hádeginu. Tekið á móti bæna- efnum hjá prestunum. Fimmtudagur 13. maí Uppstigningardagur. Kl. 14.00 Guðsþjónusta, helguð eldri borgurum. Rúta fer frá Hraunbúðum til kirkjunnar. Messukaffi á degi aldraðra í boði Kvenfélags Landakirkju. Símanúmer prestanna. Sameiginlegur sími í safnaðar- heimilinu er 481 2916 og eru símatímar frá þriðjudögum til föstudaga á milli 11 og 11.50. Séra Kristján Bjömsson hefur heimasími 481 1607 og farsíma 893 1606. Séra Bára Friðriksdóttir hefur heimasíma 481 2847 og farsíma 891 9628. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Aðalfundur safnaðarins Föstudagur Kl. 20.30 Unglingasamkoma með heilögum anda og krafti. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma. Beðið sérstaklega fyrir þeim sem munu stjóma landinu næstu íjögur árin. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningasamkoma - Gestir safnaðarins verða Ester og Vörður, forstöðuhjón Ffladelfíu í Reykjavík. Samskot til Lindar- innar. Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlega velkomin! Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 8. maí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Sunnudagur 9. maí Kl. 20.30 Net'98. Allir velkomnir. Handboltinn: NÝKRÝNDIR bikarmeistarar ÍBV í 4. flokki voru heiðraðir sérstaklega í hófi sem haldið var sl. sunnudag. ÍBV bikarmeistari 1999 í fiórða flokki karla BIKARMEISTARAR ÍBV í 4.flokki karla ásamt Mikka og Sigurði Bragasyni, þjálfurum. Davíð Oskarsson, Einar H. Sigurðsson, Kári Kristjánsson, Bjarni Einarsson, Karl Haraldsson, Kristinn Jónatansson, Sindri Olafsson, Sveinbjörn Oðinsson, Sindri Haraldsson, Kristinn Þórsson, Jens Elíasson, Benedikt Steingrímsson, Sigþór Friðriksson og Jóhann Magni Jóhannsson. Á innfelldu myndinni sést hvað fögnuður drengjanna var ósvikinn í leikslok. Sá flokkur sem vakið hefur mesta athygli í handboltanum í vetur er án efa 4. flokkur karla en þeir spiluðu einmitt um miðjan apríl til úrslita um Islandsmeistaratitilinn við KA. Þeim leik töpuðu strák- arnir með einu marki í fram- lengdum leik. Síðasta fimmtudag bættu þeir heldur betur einni skrautfjöðurinni í hattinn er þeir spiluðu til úrslita um bikar- meistaratitilinn við FH. Þar sigruðu þeir 21-17 í framlengdum leik. Okkar strákar komu heldur óklárir í leikinn þar sem allt byrjunarliðið hafði verið í þriggja daga skólaferðalagi. Þeir voru því mjög þreyttir þegar flautað var til leiks í Austurbergi. Þreytan kom strax í Ijós hjá peyjunum og leiddu FH-ingar mest allan leikinn með 2-3 mörkum. Einar Hlöðver Sigurðsson var sá eini sem var með einhverju lífsmarki hjá IBV og þegar hann var tekinn úr umferð af FH-ingum hrundi sóknarleikur ÍBV algjörlega. Þegar tvær mínútur voru svo til leiksloka og IBV þrjú mörk undir 17- 14 var eins og sjóarablóðið kæmi upp í þeim (enda flestir synir manna sem vinna á eða í kringum sjóinn). Þeir byrjuðu að spila eins og þeir eru búnir að vera að spila eftir áramót, Sindri Olafsson, sem var ekki búinn að sjást í leiknum fram að þessu, skoraði tvö glæsileg mörk og það var svo Jóhann Magni Jóhannsson sem jafnaði leikinn þegar 12 sekúndur vom eftir 17 -17. Ekki skemmdi fyrir að þá fóm 80 krakkar, sem vom í fyrmefndu skóla- ferðalagi, í gang og þegar Magni skoraði jöfnunarmarkið ætlaði þak hússins að rifna af. í framlengingunni var aldrei spum- ing hvar sigurinn myndi lenda og á meðan ÍBV skoraði 4 mörk náðu FH- ingar ekki að skora eitt einasta mark. Leikur ÍBV liðsins var stórkostlegur í framlengunni, með sterkri vöm með þá Einar, Sindra og Sigþór Frið- rikssyni sem sterkustu menn og Krist- inn Jónatansson markmaður góður fyrir aftan þá. Það var svo Kristinn sem hampaði bikamum góða í leikslok og mikill fögnuður brast út og stóð veislan lengi yftr. Þetta em allt góðir strákar og ef þeir halda áfram eins og þeir hafa verið í vetur er engin spumig að ÍBV gæti farið að eignast sína fyrstu Islands- meistara í karlaflokki. nýrra og notaðra bíla VOLVO DAIHATSU Tvisturinn Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum • Sími 481 3141,481 3337 brimborg Bíldshöfða 6 • Rvk • Sími 515 7000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.