Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 6. maí 1999 Asókn í að byggja íVestmannaeyjum Um langt árabil hefur tiltölulega lítið verið um nýbyggingar í Vest- mannaeyjum, miðað við ýmsa aðra staði á landinu. En nú er svo að sjá að nýir og betri tímar séu í nánd. Aður hefur verið greint frá rað- húsabyggingu fyrirtækisins 2-Þ ehf við Litlagerði sem er vel á veg komin. En 2-Þ vildu byggja meira við Litlagerði og sendi skipulags- nefnd bæjarins umsókn um að byggja raðhús á lóðum nr. 1-7 við götuna. Þeim lóðum hafði áður ver- ið úthlutað árið 1991 til Hamars- bræðra en engar framkvæmdir átt sér stað og hafði forsvarsmaður fyrir- tækisins afsalað þeim lóðinni form- lega þann 16. mars sl. Skipu- lagsnefnd samþykkti á fundi, þann 22. mars sl., að úthluta fyrirtækinu Steina og Olla ehf. ofangreindum lóðum og var byggingafulltrúa falið að ganga frá lóðarleigusamningi. Var því ljóst að 2-Þ fengju ekki umbeðnar lóðir. Forsvarsmenn 2-Þ óskuðu nánari útskýringa á úthlutun lóðanna og vildu einnig fá upp- lýsingar um hversu langur tími skuli líða frá úthlutun lóðar þar til hún er laus aftur, sé ekki byggt á við- komandi lóð. Skipulagsnefnd hefur svarað þessari beiðni og kemur þar fram að afgreiðsla þessi sé sam- kvæmt skipulags- og bygginga- lögum nr. 73 frá 1997. Guðlaugströppurnar hverfa Samþykkt hefur verið í skipu- lagsnefnd að núverandi göngu- stígur og tröppur á Stakka- gerðistúni verði hvort tveggja lagt af og lagður nýr göngustígur, sam- kvæmt tillögum Kjartans Mogen- sens, arkitekts. Tröppumar á Stakkagerðistúni em nær hálfrar aldar gamlar, vom byggð- ar um miðjan sjötta áratuginn og langt í frá að menn væm sammála um þær. Það var Guðlaugur Gíslason, þá- verandi bæjarstjóri, sem var helsti hvatamaður að því að tröppumar vom byggðar og hafa þær yfirleitt verið nefndar Guðlaugströppur. En nú munu tröppurnar eiga að hverfa og þykir eflaust einhverjum eftirsjá í þeim. Líklega verða þó ekki eftirmál af niðurrifi þeirra þar sem þær flokkast tæplega undir fomminjar ennþá. Lottnet á Utla-Klettsnef Free Willy Keiko stofnunin á ís- landi hefur sótt um leyfi tii að setja upp loftnet á Litla-Klettsnefi við Klettsvík. Umrætt loftnet er diskur, u.þ.b. 60 cm að þvermáli, annaðhvort hvítt eða grænt að lit og er um tímabundna uppsetningu að ræða vegna fyrir- hugaðra sýninga frá kví Keikós í sumar. Einnig er sótt um að setja upp sams konar loftnet á Félags- miðstöðinni við Heiðarveg og á Skátaheimilinu við Faxastíg. Málinu var vísað til umhverfis- og heil- brigðisnefndar og hefur þar verið samþykkt með þeim skilyrðum að ummerki skuli fjarlægð eins og unnt er að notkun lokinni. Fimm spurningartil Sýslumannsins í Vestmannaeyjum 1. Hvað em margir VSK bflar skráðir hér í Eyjum? 2. Hveijar em reglur um notkun VSK bfla? 3. Hvemig er reglum þessum fram- íylgt hér í Eyjum? 4. Hefur einhver eigandi eða öku- maður VSK bfls fengið tiltal vegna ólöglegrar notkunar á síðasta ári og þá hve margir? 5. Hver em viðbrögð við broti á reglum um notkun VSK bfla og hefur þeim verið beitt hér í Eyjum á síðasta ári? Bergur Sigmundsson bakarameistari. Þorsteinn Árnason: Án gríns Nú fækkar dög- unum fram að kosningum, og eitt og annað sækir á hugann, sem betur má fara í þjóðfé- laginu. A síðustu ámm hefur landsbyggðin átt undir högg að sækja, og íbúum víða fækkað. Þetta hefur valdið heilabrotum, hjá þeim sem láta sig þetta einhverju varða. Hver er ástæðan og hvað er til ráða? I kring um útgerðir þrifust áður fyrr alls konar þjónustufyrirtæki sem veittu mörgum vinnu. Nú á dögum hefur skipum fækkað og þau stækkað, og segir sig sjálft að minni þjónusta er í kring um slíkar einingar. Sú spuming læðist stundum að mér, hvort hagræð- ingin sé vinnandi fólki íjandsamleg. Sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar hafa á síðustu ámm mátt sjá á bak umtalsverðum Qölda fólks, sem leitað hefur á þéttbýlissvæðin á suðvestur- hominu. Getur verið að breyttir út- gerðarhættir og hagræðing hverskonar hafi gert þetta fólk óþarft? Síðustu daga hefur komið í ljós hve staða Vinnslustöðvarinnar er alvarleg, þrátt fyrir mikla hagræðingu til efl- ingar fyrirtækinu á undanfömum ámm. Hvað verður um starfsfólkið sem hefur lífsafkomu sína af vinnu hjá fyrirtækinu, ef því verður lokað og veiðiheimildir seldar í burtu? Hvað með eignir þessa fólks, sem stæðu þá eftir verðlausar ? Það má endalaust velta sér upp úr slfkri svartsýni, en málið er grafalvarlegt. Ami Johnsen -sá hinn sami og ræddi um 40-50% launahækkun í Hveragerði á dögunum- gaf í skyn á framboðsfundi í sjónvarpi nýlega, að hugsanlega mætti koma Vinnslustöð- inni til bjargar með ríkisafskiptum. Þetta er alveg ný stefna hjá Sjálf- stæðisflokknum, sem hefur verið að boða einkavæðingu án ríkisafskipta, og lofa stöðugleikann og góðærið. Kannski hefur góðærið ekki náð alla leið til Eyja! FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN boðar breytingar á fískveiðikerfinu. Við viljum að menn geti byrjað útgerð án þess að þurfa að kaupa sér veiðiheimildir fyrir stórfé. Við viljum eðlilega nýliðun í greinina. Við höfum tröllatrú á einstaklingum sem hafa kjark og þor til að takast á við upp- byggingu sinna heimahaga. FRJALSLYNDI FLOKKURINN vill athafnafrelsi fyrir alla landsmenn. Ef jafnræðis hefði gætt milli þegn- anna, þá væri byggðarlag eins og Vestmannaeyjar ekki í slíkri hættu eins og Jrað er núna. FRJALSLYNDI FLOKKURINN er flokkur sem lætur sér annt um alla þegna landsins. Hann vill bæta stöðu aldraðra og örykja. Við leggjum fram metnaðarfulla stefnu í heilbrigðis- og tryggingarmálum og einnig í um- hverfismálum. Látið ekki orðagjálfur og fagurgala villa ykkur sýn! Takið eigin á- kvarðanir á kosningardaginn. Kjósið FRJÁLSLYNDA FLOKKINN til at- hafnafrelsis og jafnræðis allra Islend- inga. Við treystum á þig kjósandi góður að styðja okkur 8.maí. Höfundur er 2. maður á lista Frjálslynda flokksins á Suðurlandi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.