Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 16
5. apríl 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í vikunni lagði fjármálaráðherra fyrir Alþingi frumvarp að einni mestu lagabót síðari ára. Heiti hennar er yfirlætislaust: Frumvarp til laga um opinber fjár- mál. Það fær að sönnu ekki nokk- urn lifandi mann til að hrökkva í kút. En efni þess er ætlað að koma böndum á loforðagjarna þingmenn og ráðherra. Sumir þeirra ættu að hrökkva í kút. Hefði þessi lagabót verið orðin að veruleika fyrir ári hefði loforð um stærstu skuldaniðurfellingu í heimi trúlega fallið um sjálft sig í kosningabaráttunni. Eins og það var fram sett á þeim tíma rúm- aðist það ekki innan þess ramma sem nýja frum- varpið setur. Það getur því orðið að auðnubót í ríkisfjármálum og bragarbót í stjórnmálaum- ræðunni. Ráð er fyrir því gert að sett verði lágt þak á hallarekstur ríkissjóðs. Jafn- framt verða skuldasöfnun ríkisins og sveitarfélaga settar ákveðnar skorður og mjög strangar kröfur gerðar um niðurgreiðslu skulda. Hér er fylgt þeirri ábyrgu línu í ríkisfjármálastjórn sem lögð hefur verið á evrusvæðinu. Vinna við frumvarpsgerðina hófst í tíð vinstri stjórnarinnar og á rætur í samstarfi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um við- brögð við efnahagshruninu. Um þetta stóra framfaraskref ætti því að verða góð eining á Alþingi. Hér er á ferðinni ein mesta aðlögun að evrópsku regluverki eftir að Ísland sótti um aðild. Einnig er rétt að hafa hugfast að ný forysta Framsóknarflokksins lagði til á öndverðu síðasta kjör- tímabili að öllu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði slitið. Í þessu ljósi er stuðningur Framsóknarflokksins við málið áhugaverður. Lagabót Að öllu jöfnu væri rökrétt að geta sér þess til að í stuðn-ingi Framsóknarflokksins sæist vísir að stefnubreytingu. En það er of snemmt að fagna. Loforðaflaumur félagsmálaráð- herrans fellur enn fram eins og stríðasta jökulfljót. Hann er til marks um að ríkisstjórnin hefur ekki öll náð þeirri nýju hugs- un sem boðuð er. Á þeim bæ er greinilega ekki talið að í frum- varpinu felist mikil fyrirstaða. Það veikir tilgátuna um raun- verulega stefnubreytingu. Annað er að ríkisstjórnar- flokkarnir líta alls ekki þannig á að frumvarpið sé aðlögun að regluverki Evrópusambandsins. Þeir kjósa að taka frumvarpið sem dæmi um að án aðildar megi setja sambærilega löggjöf og þar gildir. Það er vitaskuld rétt. En kenningin er sú að við getum gert allt það ein á báti sem aðrar þjóð- ir sjá sér ekki fært nema fleiri leggist saman á árarnar. Meginmálið er að eftir fram- lagningu þessa frumvarps um opinber fjármál verða þau umskipti að enginn ágreining- ur er um að Ísland fylgir sömu stefnu í þeim efnum og Evrópu- sambandið. Aðild leggur því engar nýjar kvaðir á okkur á þessu sviði. Að því leyti markar fram- lagning frumvarpsins tímamót. Fram til þessa hafa andstæð- ingar aðildar haldið því fram að það sé andstætt íslenskum hags- munum að undirgangast þann aukna aga í ríkisfjármálum sem felst í nýjum reglum Evrópusam- bandsins. Nú geta menn aftur á móti ekki lengur borið fyrir sig rök af því tagi að íslensk stjórn- völd þurfi að hafa meira svigrúm í þessum efnum en aðrar þjóðir. Ríkisstjórnin hefur því rutt úr vegi einni af mörgum huglægum hindrunum fyrir framhaldi við- ræðna. Svo er hitt að aginn verð- ur meiri í alþjóðlegu samstarfi um sameiginlega stefnu. Líkurn- ar á árangri eru að sama skapi betri. Huglægri hindrun rutt úr vegi Í þessu samhengi skiptir þó mestu að ríkisfjármálastefn-an og peningastefnan þurfa að virka saman. Sú ríkisfjármála- stefna sem fjármálaráðherra leggur upp með í frumvarpinu er þungt lóð á vogarskálina. Verk- urinn er aftur á móti sá að hún dugar ekki til að breyta krónunni í gjaldgenga stöðuga mynt. Það þarf meira til. Eina færa leiðin í þeim efnum er þátttaka í evrópska mynt- bandalaginu. Sú samvinna hefur reynst þeim þjóðum haldreipi sem sporðreistust með svipuð- um hætti og Ísland. Allir spádóm- ar um að erfiðleikarnir myndu knýja þær úr samstarfinu hafa orðið að engu. Öll rök hníga til þess að líta á nýja frumvarpið um reglu og ábyrgð í ríkisfjármálum sem mikilvægt skref í aðlögun að alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Það er ekki efnislegur ágreiningur um markmiðið. Ágreiningurinn snýst um það eitt hvort samvinna við aðrar þjóðir sem einnig nær til sameiginlegs gjaldmiðils auðveldar okkur að ná því. Okkar eigin reynsla sýnir að hvert nýtt skref í alþjóðasam- vinnu hefur styrkt stöðu landsins bæði inn á við og út á við. Grann- þjóðir okkar hafa sömu reynslu. Þegar svo breið samstaða er orðin um opinbera fjármálastefnu sem byggir á sameiginlegri hug- myndafræði Evrópusambands- ríkjanna ætti það að draga úr hræðslu manna við að láta reyna á aðildarsamninga sem einnig ná til gjaldgengrar myntar. Meira þarf til Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777 www.facebook.com/boksala Útsala 30-70% afsláttur A llir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að undanskildum ráðherrunum og forseta Alþingis, eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um að móta viðskiptastefnu Íslands, sem feli í sér lægra vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Með öðrum orðum eigi að lækka tolla, vöru- gjöld og skatta. Í greinargerð með tillögunni er margt sagt af viti. Þar er bent á að íslenzk stjórnvöld hafi fullt forræði á að lækka tolla einhliða. „Fram til þessa hefur stefna stjórnvalda verið að lækka ekki tolla nema á grundvelli gagnkvæmra ívilnana í gegnum Alþjóða- viðskiptastofnunina, EFTA eða með tvíhliða samningum,“ segja sjálfstæðisþingmennirnir. Það þýðir að stjórnvöld hafa ekki viljað fella niður tolla einhliða, heldur viljað fá tollalækkanir í viðskipta- löndum Íslands í staðinn. „Um leið og taka má undir mikilvægi þess að fjölga eigi fríverslunarsamningum og ýta undir fríverslun í heiminum á vettvangi viðeigandi alþjóða- stofnana á sú viðleitni ekki að girða með öllu fyrir að íslensk stjórnvöld lækki álögur einhliða og án gagnkvæmra ívilnana,“ segja sjálfstæðisþingmennirnir tólf. „Það sjá allir fáránleika núverandi ástands,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þar var til umfjöllunar ástandið í tollamálum, þar sem ofurtollar eru lagðir á alls konar innfluttar búvörur, jafnvel þótt engar slíkar vörur séu framleiddar á Íslandi og innflutningurinn því ekki í samkeppni við neina innlenda fram- leiðslu. Þegar Guðlaugur Þór mælti fyrir þingsályktunartillögunni á Alþingi síðastliðið haust, sagði hann að þingmenn ættu að geta sameinazt um nýja stefnu í þessum efnum. „Ég mundi ætla að það eigi að vera forgangsmál hjá okkur að ganga þannig fram að eðlilegar nauðsynjavörur séu á jafnhagkvæmu verði og mögulegt er hér á landi,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Er einhver hér inni á móti þessu? Er einhver á móti þessu?“ Svarið fékkst skýrt og skorinort á Alþingi á mánudaginn, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, um hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi „svona hörmungarumgjörð um frjáls viðskipti og milliríkjaviðskipti í landinu“. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til dæma um ofurtolla sem Félag atvinnurekenda og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt upp á síðkastið. Svar fjármálaráðherrans var skýrt og bergmálaði svör Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra í þinginu viku fyrr: „Stefnan er sú að við gerum minna af því sem hv. þingmaður talar um, þ.e. að fella einhliða niður tolla, og gerum meira af því að gera tvíhliða eða marghliða samninga um að opna markaði fyrir þær afurðir sem við framleiðum í landinu og stóraukin eftirspurn er eftir, ekki bara í Evrópu heldur á mörgum öðrum mörkuðum.“ Stefna formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherrans er með öðrum orðum sú sem meirihluti þingflokks hans telur úrelta. Af hverju ætli neytendasjónarmiðin í Sjálfstæðisflokknum nái ekki inn á borð ríkisstjórnarinnar? Líður sjálfstæðisráðherrunum svona vel í hlýjum faðmi Framsóknar? Neytendasjónarmið ná ekki inn á ríkisstjórnarborðið: Hlýr faðmur Framsóknar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.