Fréttablaðið - 01.04.2015, Page 32

Fréttablaðið - 01.04.2015, Page 32
 | 2 1. apríl 2015 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 44,8% frá áramótum REGINN 2,0% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGAMIÐST. -14,1% frá áramótum SJÓVÁ -19,9% í síðustu viku 3 10 1 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL Fljótsdalshérað – Áætlun um birtingu ársreiknings ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL Ísland.is – Íslyklar og innskrán- ingarþjónusta VÍB og Opni háskólinn – Atferlis- fjármál MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL Lánamál ríkisins – Gjalddagi RIKB 15 Arion - Kauphallardagar Þjóðskrá - Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum FIMMTUDAGUR 9. APRÍL Hagstofan – Vöruskipti við útlönd Arion - Kauphallardagar Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Þ VÍ HEFUR VERIÐ haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusam- starfi nu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fl jótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fl jótari og öfl ugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfi lega evra hafi keyrt allt á bólakaf. EN ER ÞETTA SVO? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxt- ar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. BÆÐI ÍRLAND og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfi nu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af lands- framleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mæl- ast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú rífl ega 90%. ÍRAR eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfu- hafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. ATVINNULEYSIÐ fór yfi r 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfi ð af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottfl utningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. SKULDIR írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuld- ir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. ENDURREISNIN er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og fl ökku- fi skstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB-aðild og evra eru höfuð- ástæður þess. Er Ísland betur statt en Írland? Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! Í upphafi mánaðar byrja allir viðskiptavinir í 0 mínútum og 0 SMS-um. Það fer síðan eftir notkun í hvaða þrepi hann endar þann mánuðinn. 0 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 60–365 mín. og SMS Endalaust 60 mínútur og 60 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 365 mínútur og 365 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. Endalausar mínútur og SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 0–60mín. og SMS 11.000 kaffihús er starfrækt í 34 löndum og kaupa rösklega þrjár milljónir þar kaffi.. Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Bandaríska kleinuhringja- og kaffi húsafyrirtækið á í viðræð- um við samstarfsaðila hérlend- is um að hefja starfsemi hér. Þetta staðfestir Justin Drake, starfsmaður almannatengsla- skrifstofu Dunkin’Donuts, í tölvupósti til Markaðarins. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins stendur til að opna kaffi hús hér á landi á þessu ári. Ef af verð- ur þá yrði það fyrsta alþjóðlega kaffi húsið á Íslandi. „Eftir að hafa kannað málið hjá alþjóðaskrifstofu okkar þá getum við staðfest að Dunkin’ Donuts hefur verið í viðræðum við fyrirtæki á Íslandi um að selja hágæða kaffi , samlokur og bakkelsi á Íslandi undir merkj- um Dunkin’ Donuts. Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frek- ari upplýsingar á þessum tíma- punkti,“ segir í svari frá Drake. Dunkin’ Donuts er eitt stærsta kaffi hús í heimi og selur meira en einn milljarð kaffibolla árlega. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Canton í Massa- chusetts, var stofnað árið 1950 af William Rosenberg. Keðj- an stækkaði ört og árið 1963 voru komnir 100 veitingastað- ir í Bandaríkjunum. Árið 1965 var svo fyrsti veitingastaðurinn utan Norður-Ameríku opnaður en það var í Japan árið 1970. Fyrsta kaffi húsið á Norðurlönd- unum var opnað í Taby-versl- unarmiðstöðinni í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 5. desember 2014. Nú eru ellefu þúsund kaffi hús víðsvegar í 34 löndum og kaupa rösklega þrjár milljónir manna kaffi þar á hverjum degi. Dunk- in’ Donuts selur alls kyns heita og kalda kaffi drykki, svo og kleinu- hringina frægu, og kökur og rúnnstykki. jonhakon@frettabladid.is Dunkin’ Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsa- keðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. ALÞJÓÐLEGT KAFFIHÚS Almannatengslafulltrúi Dunkin’ Donuts staðfestir að viðræður séu um opnun veitingahúss á Íslandi. NORDICPHOTOS/GETTY Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 115,50 11,1% 0,0% Eimskipafélag Íslands 225,00 -5,1% -1,3% Fjarskipti (Vodafone) 37,60 7,4% -2,0% Hagar 42,25 4,4% -1,7% HB Grandi 37,95 12,3% 0,4% Icelandair Group 21,10 -1,4% -1,9% Marel 152,50 10,5% -1,0% N1 26,83 15,6% -2,4% Nýherji 7,50 44,8% -2,2% Reginn 15,50 14,4% 2,0% Sjóvá 10,69 -10,5% -19,9% Tryggingamiðstöðin 22,60 -14,1% -1,7% Vátryggingafélag Íslands 7,94 -12,3% 1,8% Össur 418,00 15,8% -1,6% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.342,22 2,4% -1,2% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 26,00 15,0% 2,8% Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0% Frosti Sigurjónsson, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþing- is, ætlar að kynna Seðlabankanum og hagfræðingum hugmyndir sínar um endurbætur á peningakerfi nu á næstu dögum. Hann vonast til þess að sérstakar umræður um þær geti farið fram í þinginu á næstunni. Frosti kynnti hugmyndirnar fyrir forsætisráðherra og á blaðamanna- fundi í dag. Niðurstaða skýrslunnar er sú að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið grundvöllur að endurbót- um að peningakerfi nu. Í slíku kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hag- kerfi ð. Jafnframt yrði peningavald- inu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hag- kerfi ð þarf en Alþingi yrði falið að ráðstafa nýjum peningum með fjár- lögum. Frosti segir að hingað til hafi inn- lánsstofnanir aukið peningamagn margfalt hraðar en hagkerfi ð þoldi. Afleiðingar hafi orðið verðbólga, gengisfellingar, eignabóla og banka- kreppa og valdið þjóðinni gríðar- legu tjóni. Frosti telur að með þjóðpeninga- kerfi væri dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af pen- ingamyndun myndu renna til ríkis- ins í stað þess að renna til viðskipta- bankanna. „Hugmyndin er í sjálfu sér raun- hæf en ég held að á þessu stigi yrði ekki raunhæft að fara fram með þingmál. Ég held að umræðan þurfi að dýpka í samfélaginu,“ segir Frosti þegar hann er spurður hvort tillögurnar séu raunhæf leið til að halda sjálfstæðum gjaldmiðli. - jhh Kynnir Seðlabankanum og fræðimönnum tillögur sínar á næstunni og vill umræðu í þinginu um þær: Vill taka upp þjóðpeningakerfi SKÝRSLA Á ENSKU Íslensk málnefnd gerir athugasemdir við það að skýrslan var skrifuð á ensku með íslenskri samantekt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -D A 7 0 1 4 5 9 -D 9 3 4 1 4 5 9 -D 7 F 8 1 4 5 9 -D 6 B C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.