Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 69

Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 69
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2015 | LÍFIÐ | 49 ONE DIRECTION 2010-enn starfandi Þeir Harry Styles, Louis Tomlinson, Niall Horan, Liam Payne og Zayn Malik fóru allir í áheyrnarpruf-ur fyrir X-Factor í byrjun árs 2010. Allir komust þeir áfram, en í lokaútslættinum ákvað Simon Cowell að setja þá saman í strákaband. Þeir enduðu í þriðja sæti, en þrátt fyrir það höfðu aðrar eins vinsældir aldrei sést í X-Fac- tor. Þeir voru eltir á röndum og má segja að aðdáendur hafi gert þá heimsfræga í gegnum samfélagsmiðla, áður en fyrsta platan þeirra, Up All Night, kom út árið 2011. Í kjölfarið héldu þeir í tónleikaferðalag. Í nóvember 2012 kom Take Me Home út og henni fylgdi annað tónleika- ferðalag, Where We Are Tour með 134 tónleikum. Sama ár, 2013, kom út myndin This Is Us og í nóvember 2013 kom þriðja platan út, Midnight Memories. Á henni höfðu þeir tekið þátt í að semja flest laganna. Í apríl 2014 héldu þeir í annað tónleikaferðalag um heiminn sem lauk um haustið. Í nóvember 2014 kom út fjórða platan, FOUR, sem þeir sömdu að mestu leyti sjálfir. Í febrúar 2015 héldu þeir í einn eitt tónleikaferðalagið, On the Road Again. 25. mars 2015 kom tilkynning frá þeim um að Zayn Malik hefði ákveðið að hætta í miðju tónleikaferðalagi. Ástæðurnar voru óljósar, meðal annars kvíði, álag og mikil pressa frá umboðsfyrirtæki þeirra, Modest Management. Ekki var vitað hvað tæki við hjá Malik, en 31. mars gaf hann út demó af fyrsta sólólaginu sínu með tónlistarmannin- um Naughty Boy. Ætla hinir fjórir sem eftir eru að halda áfram, en tónleikaferðalagi þeirra lýkur þann 31. október 2015. Þeir hafa einnig sagt að fimmta platan sé í vinnslu, enda virðast vinsældir þeirra ekki enn hafa dvínað þrátt fyrir áföllin. NSYNC 1995-2002 Bandaríska sveitin NSync var stofn-uð árið 1995 í Flórída og voru meðlimir hennar Justin Timber- lake, JC Chasez, Chris Kirkpatrick, Joey Fatone og Lance Bass. Fyrsta plat- an kom út árið 1998 og naut ekki mik- illa vinsælda. Það var ekki fyrr en þeir komu fram á Disney Channel sem hjól- in fóru að snúast og í janúar 2000 kom slagarinn Bye, Bye, Bye þeim á kort- ið. Önnur platan, No Strings Attached, kom út í mars 2000 og það ár fóru þeir í tónleikaferðalag um heiminn. Þriðja platan, Celebrity, kom út árið 2001 en á henni höfðu Timberlake og Chasez tekið þátt í að semja stóran hluta tónlistarinnar. Þeirri plötu fylgdu þeir eftir með tón- leikaferð, en í apríl 2002 tóku þeir sér hvíld, sem varð til þess að sveitin hætti, en engin formleg yfirlýsing kom þó frá bandinu. Timberlake hefur síðan þá átt farsælan sólóferil og er einn vinsælasti söngvari heims í dag. BACKSTREET BOYS 1993-enn starfandi Sveitin var stofnuð í Orlando í Flórída árið 1993. Þeir A.J. McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richard son og Brian Littrell gáfu út sína fyrstu plötu árið 1996, sem eingöngu var gefin út í Bandaríkjun- um og þá næstu árið 1997 sem var gefin út um allan heim. Sú plata var að mestu leyti unnin með Max Martin, en hann hefur einnig samið fyrir Britney Spears. Plötunni fylgdu þeir eftir með tónleikaferðalagi um heiminn, og nutu gríðarlegra vinsælda í Evrópu og þá sérstaklega í Þýskalandi. Littrell, einn með- lima Backstreet Boys, var með hjartasjúk- dóm, en hann frestaði því að fara í aðgerð margsinnis vegna tónleikaferðalaga. Þriðja platan þeirra, Millennium, kom út árið 1999 og fylgdu þeir henni eftir með tónleikaferða- lagi um allan heim og spiluðu á 115 tónleik- um í 84 löndum. Tvær aðrar plötur fylgdu í kjölfarið og árið 2002 óskuðu þeir eftir því að fá að fara frá umboðsfyrirtæki sínu, The Firm. Carter kaus hins vegar að fara ekki frá fyrirtækinu þar sem hann ætlaði að vinna að sólóferli sínum meðfram hljómsveitinni. 2003 kom McLean fram í þætti Oprah Win- frey þar sem hann sagði henni frá eiturlyfja- fíkn sinni. Í júní 2006 tilkynnti hljómsveit- in að Richardson að væri hættur í bandinu, en hann væri alltaf velkominn aftur. Eng- inn þeirra hefur náð flugi með sólóferli sínum og er bandið enn starfandi í dag. Í j a nú - ar 2015 kom svo út heim- ildar- mynd um þá: Show ’Em What You’re Made Of. ● Þeir Jonathan Knight og Zayn Malik hættu báðir vegna kvíðaröskunar. ● Lance Bass og Stephen Gately máttu ekki koma út úr skápnum þegar böndin þeirra voru vinsæl og sögur eru um að þetta eigi við um meðlimi fleiri strákabanda. ● Robbie Williams og Justin Timber- lake hafa náð mestum vinsældum af þeim sem hafa hætt. ● Stephen Gately er sá eini sem er látinn af meðlimum strákabanda níunda og tíunda áratugarins. ● Up All Night er nafn á plötu með One Direction og lagi með Take That. ● This Is Us hét sjöunda plata Backstreet Boys og líka myndin um One Direction. ● 26 ár eru á milli yngsta og elsta meðlims strákabandanna sem hér eru talin upp. Harry Styles er fæddur 01.01.1994 og Howard Donald 28.04.1968. STAÐREYNDIR UM STRÁKABÖND Nánar á oryggi.is Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -D 0 9 0 1 4 5 9 -C F 5 4 1 4 5 9 -C E 1 8 1 4 5 9 -C C D C 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.