Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 9

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Heilbrigðisþjónusta á tímamótum Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli á fyrstu vikum ársins. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar staðan um síðustu áramót í samningum sérfræðilækna við Tryggingastofnun ríkisins (TR) og samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Hins vegar fjárveitingar 2004 til Landspítala (LSH), sem eru talsvert lægri en það sem stjórnendur LSH töldu að sjúkrahúsið þyrfti til óbreyttrar starf- semi. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þessi tvö mál og þær umræður sem spunnist hafa í þjóðfélag- inu í tengslum við þau. Um áramótin runnu út samningar TR við sér- fræðilækna. TR og samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gáfu út þá yfirlýsingu að þar til samningar næðust myndu sjúklingar ekki fá greitt fyrir þjónustu hjá sérfræðilæknum. Sjúklingar áttu þannig að greiða sjálfir allan kostnaðinn af heimsókn sinni til sérfræðilækninga án nokkurrar greiðsluþátt- töku sjúkratrygginga. Pessi afstaða TR kom á óvart enda var hún á skjön við það sem tíðkast hefur um árabil. Hvergi í lögum er að finna stoð fyrir þessari nýju túlkun. Hvergi er að sjá að löggjafinn hafi gert ráð fyrir að þetta yrði afleiðingin af þeirri breytingu sem gerð var á almannatryggingalögum árið 2001 þegar sérstakri samninganefnd heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra var falið að semja um greiðslur TR fyrir heilbrigðisþjónustu. Það hefur nokkrum sinnum gerst áður að samn- ingar við sérfræðilækna hafa runnið út. Framkvæmd- in hefur þá, eftir því sem næst verður komist, ætíð verið hin sama: Sjúklingur hefur greitt uppsett verð læknis fyrir læknisverk og TR hefur endurgreitt hon- um hlutdeild sjúkratrygginga í heimsókninni í sam- ræmi við gamla samninginn. Gamli samningurinn gildir þannig gagnvart sjúklingnum þangað til nýr er gerður, enda á sjúklingurinn alltaf að vera sjúkra- tryggður uppfylli hann skilyrði laga fyrir því. Með þessari afstöðu TR var sjúkratrygging lands- manna í raun fyrirvaralaust numin úr gildi að því er varðaði greiðsluþátttöku fyrir sérfræðilæknisþjón- ustu. Sem betur fer tókust íljótlega samningar við sérfræðilækna þannig að ekki reyndi alvarlega á þessa afstöðu TR og hvort hún stæðist lög. Samt sem áður er það alvarlegt umhugsunarefni fyrir sjúkra- tryggða að réttarstaða þeirra skuli vera svo óljós og ótrygg sem þetta mál sýndi. Við afgreiðslu fjárlaga 2004 í desember síðastliðn- um kom í Ijós að Alþingi ætlaði ekki að samþykkja fjárbeiðni stjórnenda LSH vegna ársins 2004. I um- ræðum kom fram að fjárveitingavaldið teldi fjárfram- lög til spítalans nægjanleg. Munaði 1,4 milljarði króna á fjárbeiðnum og endanlegri fjárveitingu. í kjölfarið hafa fjölmiðlar flutt fréttir af miklum samdrætti í starfsemi LSH, uppsögnum starfsmanna og sam- drætti í þjónustu, meðal annars mikilvægri bráða- þjónustu. Nýlega var birt skýrsla Ríkisendurskoðunar um mat á árangri á sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Niðurstaðan hlýtur að vera yfirstjórn LSH áhyggjuefni því þar kom fram að fjöldi skurðaðgerða væri svipaður fyrir og eftir sameiningu og að biðlistar hefðu almennt ekki styst. Allur tilkostnaður hefði á hinn bóginn hækkað þannig að minni þjónusta feng- ist eftir sameininguna fyrir hverja krónu og að allur kostnaður hefði hækkað. Fjárveitingavaldið telur greinilega að unnt sé að hagræða í starfsemi LSH án þess að það komi niður á þeirri þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Aðra skýringu er ekki hægt að finna á því að Alþingi skuli veita 1,4 milljarði króna lægri fjárhæð til sjúkrahússins en sjúkrahúsið sjálft telur sig þurfa. Með öðrum orðum eru stjórnendur LSH reknir til baka og sagt að breyta starfseminni þannig að það fáist meira fyrir pening- ana en nú fæst. Viðbrögð stjórnenda LSH birtast í því að lítið virðist fara fyrir hagræðingu og viðleitni til að nýta hverja krónu betur. Gripið er til niðurskurðar og eins og svo oft áður, helst skorin niður sú þjónusta sem búast má við að hart verði brugðist við niður- skurði á, eins og dæmið um bráðaþjónustu sýnir. Pað verður athyglisvert að fylgjast með því eftir því sem líður á árið hvort gefið verður eftir þannig að stjórn- endur LSH nái með fjáraukalögum seinna á árinu fram þeim fjármunum sem þeir telja sig vanta eða hvort aðgerðir þeirra verði látnar fram að ganga. Birgir Jakobsson læknir og forstjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi flutti athyglisvert erindi á ráðstefnu Verslunarráðsins um einkarekstur í heil- brigðisþjónustu 23. janúar síðastliðinn. St. Göran sjúkrahúsið mun vera eina bráðasjúkrahúsið í Sví- þjóð sem rekið er af einkaaðilum. Sjúkrahúsið hefur gert samning við Stokkhólmsborg um heilbrigðis- þjónustu. Markmið starfseminnar er að veita há- gæðaþjónustu á lægra verði og beita til þess nýjum aðferðum. Samkvæmt upplýsingum Birgis fær sjúkrahúsið greitl fyrir þjónustu sína í svokölluðum DRG-einingum, og greiðist ákveðið verð fyrir hverja slíka einingu. Verð á einingu mun vera 10% lægra en það sem önnur sambærileg bráðasjúkrahús fá. Engu að síður fullyrðir Birgir að sjúkrahúsið veiti sambæri- Dögg Pálsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Læknablaðið 2004/90 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.