Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 8
éinstaka möguleika til að skoða hvort og þá hvernig umbótasinnaður stjórn- málaflokkur getur breytt samfélaginu á þann hátt sem hann telur æskilegt. Ef til vill væri réttara að tala um hreyf- ingu en stjórnmálaflokk þar eð sænski jafnaðarmannaflokkurinn og LO (sænska AS() eru samtengd og verka- lýðshreyfingin þannig sameinuð, bæði faglega og á sviði stjórnmálanna. Slíku rannsóknarefni var reyndar hleypt af stokkunum eftir að jafnaðarmenn töp- uðu kosningunum 1976, en því er enn ólokið og því aðeins hægt að styðjast við bráðabirgðaniðurstöður. Sjálfur taldi Olof Palme að sænsk reynsla sýndi að umbótastefna væri möguleg ef aðstæður væru heppilegar. En hann lagði jafnframt áherslu á að Svíþjóð væri ekki eyland og að mörgu þyrfti að hyggja. í bókinni Medegna ord sem út kom 1977 segir Palme, að ekki sé hægt að líta framhjá því, að ....það hefur að sjálfsögðu hamið okkur að við höfum næstum aldrei haft hreinan meirihluta. Við höfum ætíð ver- ið í erfiðri jafnvægisstöðu. Þar við bæt- ist að við erum háð umheiminum og það takmarkar framkvæmdamöguleika okkar. Hinn sterki sænski kapítalismi hefur haft sömu áhrif." Auk þeirra takmarkana sem Palme benti á þarf að sjálfsögðu að hyggja að sögulegum forsendum, styrk stéttanna og sjálfri samfélagsgerðinni ef unnt á að vera að gera heildarúttekt á gildi sænskrar umbótastefnu. Slíkt er að sjálfsögðu óframkvæmanlegt í þessari stuttu grein. Aðeins verður hér og þar drepið á nokkur slík atriði, sem ætla má að geti skipt máli. I frægri ræðu sem Palme hélt árið 1964 nefndi hann þrjá gundvallarþætti eða hugmyndirsem væru drifkraftur jafnaðarstefnunnar. Ifyrsta lagi: sósíal- ismi snýst um jafnrétti. íöðru lagi: sósí- alisminn er frelsishreyfing. Iþriðja lagi: alþjóðleg samstaða. Hér á eftir verður lagt nokkurt mat á hvernig hinum sænsku jafnaðarmönnum hefurgengið framkvæmd þessara hugmynda. Palme viðurkenndi fúslega í áður- nefndri ræðu að því færi fjarri að stétta- mismun hefði verið útrýmt, en markmið jafnaðarmanna væri þó enn að vinna að því að allir hafi jöfn tækifæri til lífs og þroska á sínum eigin forsendum. Engar verulega djúpar rannsóknir þarf á sænsku þjóðfélagi til að sjá að slíkt jafnrétti á langt í land. Þó mun það svo að um miðjan síðasta áratug var jöfnust tekjuskipting í Svíþjóð af öllum vestrænum löndum, sérstaklega eftir að skattur hafði verið greiddur. Ekki hef ég séð nýrri tölur, en lítil ástæða ertil að ætla að þetta hafi breyst verulega. Að sjálfsögðu er munur á tekjum t.d. forstjóra og verkamanna, en athuganir benda til að sá munur sé mun minni en í öðrum löndum. í þeirri rannsókn sem hér er stuðst við (Arkiv förstudieri arbetárrörelsens historia nr. 15-16) er talið, að þótt sömu hreyfiöfl í átt til ójafnréttis séu að verki í Svíþjóð og í öðrum kapítalískum löndum hafi þing- styrkur verkalýðsflokkanna haft í för með sér endurdreifingu teknanna í gegnum skattakerfið. Þeirri gagnrýni má að sjálfsögðu hreyfa að skattskyldar tekjur forstjóra og eigenda fyrirtækja segi ekki nema hálfa söguna, þar eð þeir njóti ýmiss konarfríðinda og hafi margvíslega tekjumöguleika sem ekki séu gefnir upp. En þó svo þetta sé vafalaust rétt- mæt gagnrýni er engin ástæða til að ætla að þetta eigi frekar við Svíðþjóð en önnur lönd, þannig að þótt þessi þáttur auki bilið milli forstjóra og verka- manna í Svíþjóð, gerir hann það einnig annars staðar (og jafnvel í enn ríkari mæli). Hlutfallsleg staða Svíþjóðar breytist því ekki. Raunar er það mtn skoðun, einvörðungu byggð á þeirri reynslu að búa í Svíþjóð, að full ástæða sé til að ætla að skattfrjáls fríðindi og skattsvik séu minni hér en víða annars staðar. Annar mikilvægur þáttur jafnréttis er menntun ogskólamál. Ríkir þar jafnrétti á borði sem í orði? Skólamálin hafa verið sænskum jafnaðarmönnum hug- leikin og enginn vafi leikur á að viljann hafa þeir haft til að auka jafnrétti til menntunar. Sést það af ýmsum tilraun- um þeirra sem og heildaruppbyggingu skólakerfisins í dag. Þannig eru hér engir háskólar öðrum „æðri“ (mont- skólar) í stíl við Ox-bridge í Englandi eða grandes écoles í Frakklandi. Fjár- hagslegir erfiðleikar eiga heldur ekki að vera óyfirstíganleg hindrun á langskóla- námi, enda tíðkast ekki skólagjöld. Nú er til þess að taka, að tiltölulegt jafnrétti til menntunar er gamalt fyrir- bæri í Svíþjóð og ekki bundið við valda- tíma jafnaðarmanna. Bæði var að lestr- arkunnátta var almenn um miðja síð- ustu öld og eins hafði yfirstéttin ekki smíðað sér kerfi langskólanáms sem orð var á gerandi. Jafnaðarmenn byggja þannig á gamalli hefð. Verkefni þeirra hefur því verið að reyna að auka hið raunverulega jafnrétti, því að sjálf- sögðu var það þannig að fyrst og fremst afkvæmi yfirstéttarinnar fóru í langskólanám. Þær athuganir sem mér er kunnugt um benda ekki til þess að verulegur árangur hafi náðst á þessu sviði. Enn er það svo að afkvæmi hinna betur settu í þjóðfélaginu Ijúka langskólanámi í ríkari mæli en afkvæmi verkalýðsins. Svo virðist því sem vilji ráðandi stjórnmálaafla megi sín miður á þessu sviði gagnvart þeim þáttum samfélags- gerðarinnar, sem stuðla að ójafnrétti. Athuganirsýna, að sá (stéttbundni) munur sem er á kunnáttu barna þegar þau hefja nám, helst í gegnum alla skólagönguna. Jafnrétti til náms er þannig engin trygging fyrir raunveru- legu jafnrétti. Vilji menn stefna að slíku þyrfti því að athuga uppbyggingu skóla- kerfisins sjálfs, en þó enn frekar um- breyta atvinnulífinu og stuðla að vald- dreifingu. Að lokum er þó rétt að geta þess að samanburðarrannsóknir skortir, þannig að hugsanlegt er að hin meðvituðu markmiðjafnaðarmanna hafi haft áhrif, þannig að án þeirra væri ástandið enn verra. Að sósíalisminn sé frelsishreyfing hljómar trúlega misjafnlega í eyrum fólks. Þeir sem eru svo ógæfusamir að lesa aðeins Morgunblaðið að staðaldri hafa vafalítið aðrar hugmyndir um Sví- þjóð en að því ríki sé stýrt í frelsisátt. En hér er sem oftar, að orð hafa marga merkingu. Fyrir þá sem telja frelsi felast í alræði fjármagnsins eða í rétti vinnu- kaupenda til að reka starfsmenn án skynsamlegrar ástæðu (t.d. vegna þess að viðkomandi sýni nærföt í frí- stundum!) er Svíþjóð fjarri því að vera draumaland. Hafi fólk á hinn bóginn þær hugmyndir, að frelsi felist m.a. í því að hafa örugga atvinnu, eiga greiðan aðgang að húsnæði, búa við öryggi vegna slysa eða veikinda og almennt séð lausn undan þeim þvingunum sem óheftur kapítalískur markaður hefur í för með sér, þá er full ástæða til að líta til Svía. Trúlega er óvíða, ef nokkurs staðar, í Vesturálfu betur reynt að sinna þessum þáttum frelsisbaráttunnar. Tilraunir eru líka gerðar með visst efnahagslegt lýð- ræði með lögum um samráð (medbest- ámmandelagen, MBL). Lög þessi eru tilraun til að auka áhrif verkalýðssam- takanna á þær ákvarðanir, sem taka þarf í atvinnulífinu. Þannig eru vinnu- kaupendur til að mynda skyldugir til viðræðna við verkalýðsfélögin áður en teknar eru meiriháttar ákvarðanir um breytingu á rekstri fyrirtækja, skipu- lagningu vinnunnar eða önnur vinnu- skilyrði og kjör. Þetta gildir einnig um Sjálfur taldi Olof Palme að sænsk reynsla sýndi að umbótastefna væri möguleg, ef aðstæður væru heppilegar. Palme var þekktur fyrir að vera ófeiminn við að fordæma ofbeldisverk hvar sem þau áttu sér stað í heiminum. 8 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.