Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.05.1986, Blaðsíða 20
Caren Pfleger hannaði þennan óvenjulega og glæsilega búning fyrir sumarið 1986, en hér eru afrísk áhrif greinileg. Fatnaður frá Jill Sanders f nýlendu- stílnum. Nýlendudragt frá Chanel. Kvikmyndin OutofAfrica hef- ur einnig afgerandi áhrif á sum- artískuna, jafnt meðal stóru tísk- uhúsanna sem annarra minni spámanna og -kvenna. Hér er reynt að endurvekja klæðnað kvenna á öðrum og þriðja áratug aldarinnar í Afríku, þ.e. hvítra kvenna, eins og þann sem Kar- en Blixen klæddist á búgarði sín- um í Afríku. ítalski tískuhönnuð- urinn Milena Canonero hannaði búninga í kvikmyndina og var út- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir hönnun sína, en verðlaunin hlaut að þessu sinni hönnuður bún- inga f kvikmyndina Ram. Tísku- húsin fóru þegar af stað og nú gefur að líta frá þeim klæðnað úr khaki- og bómullarefnum: stutt- buxur, pils, stutterma blússur og hatta. Rómantískur en þó um leið svolítið harður stíll, ætlaður fólki sem vill gefa þá ímynd að það láti sér fátt fyrir brjósti brenna. Fatnaður Afríkubúa sjálfra kemur lítt við sögu í kvikmynd- inni, en tískuhönnuðir hafa margir hverjir komið með fatnað, sem er undir merkjanlegum áhrifum af litagleði Afríkubúa. Bandaríski hönnuðurinn Willie Smith gengur lengra í þessum efnum en nokkur annar, en hann blandar saman nýlendufatnaði hvítra manna í Afríku og því sem Afríkubúar klæddust sjálfir. Þannig klæðir hann fyrirsætur sínar t.d. í khaki-jakka en innan- undir bera þær litskrúðugan brjóstahaldara og stuttpils sem vafið er um lendarnar. Þannig klæddust afrískar konur, segir hann, og úr varð miklu skemmti- legri klæðnaður en sá er þær hvítu klæddust. Ef til vill eigum við eftir að sjá á götum Reykja- víkur í sumar klæðnað, þar sem hugvit afrískra kvenna á öðrum og þriðja áratug aldarinnar kem- ur við sögu? 20 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.