Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 25

Þjóðlíf - 01.02.1988, Qupperneq 25
MENNING Indiana í vetur, þegar hann kom fram í Há- skólabíó á tónleikunum til styrktar byggingu tónlistarhúss sem sjónvarpað var beint. Skúli hefur verið í eitt og hálft ár við nám í hinum virta djassskóla Berklee School of Music í Boston og nemur þar rafbassaleik. Hann sýndi það og sannaði á djasskvöldum í Heita pottinum að hann má telja í hópi bestu rafbassista hérlendis. Skömmu fyrir brottför úr landi lék hann svo á sérstökum tónleikum í Norræna húsinu með sveit sem sett var saman af því tilefni. Eðahvað nefndu þeir bandið sem var skipað ungum og valinkunn- um djassleikurum sem allir eiga það sameig- inlegt að hafa numið við Berklee háskólann. Fyrstu verðlaun í smá spjalli sem Pjóðlíf átti við þá félaga, Sigurð og Skúla, kom fram að sitthvað hefur á daga þeirra drifið vestanhafs. Sigurður greindi frá því að Carmichel keppnin væri tónsmíðakeppni sem haldin er til minningar um tónskáldið fræga frá Indiana, opin öllum íbúum fylkisins og starfsfólki, kennurum og nemendum Bloomington háskólans. „Það var keppt um tónsmíðar í þremur greinum." segir Sigurður, „klassík, djassi og hefðbundinni amerískri skemmtitónlist, og ég slysaðist til að sigra í djassdeildinni. Það kom mér reyndar mjög á óvart," bætir hann við. Verðlaunaafhendingunni var sjónvarpað og þar flutti Sigurður verk sitt ásamt eigin hljómsveit og er verkið samið til minningar um Svein Ólafsson tónlistarmann sem lést á síðasta ári. „Þessi sigur kemur sér vel fyrir mig,“ segir Sigurður. „Ég fékk þarna smá kynningu og svo hjálpar verðlaunaféð, 1000 dollarar, nokkuð upp á framfærslu námsmannsins. Ég hyggst ljúka mastersprófi frá skólanum í vor.“ í tríói með Makoto Ozone Skúli hefur líka átt sínar stóru stundir í Boston og ber þar hæst er hann kom fram á tónleikum fyrir skömmu með einni af skær- ari stjörnum djasspíanóleiksins í heiminum, Japananum Makoto Ozone, sem hefur vakið hvað mesta athygli fyrir að leika með víbra- fónmeistaranum Gary Burton. „Þetta atvikaðist þannig," segir Skúli, „að kunningi minn, japanskur víbrafónleikari sem er við nám í Berklee, samdi tríómúsík fyrir víbrafón. píanó og bassa og fékk mig til að koma fram með honum og Ozone á tón- leikum sem haldnir voru í skólanum. Það eru allar líkur á að ég eigi eftir að spila með þeim aftur seinna í vetur." Skúli hefur líka starfað með öðrum nem- endum við Berklee í hljómsveit sem hefur Skúli Sverrisson. Spilaði á Sunfest-hátíðinni í Flórída. (Mynd Sigurður Þorri) spilað talsvert utan skólans. „Þessi sveit er mestmegnis á djassrokk línunni og fórum við t.d. til Flórída á síðasta ári og spiluðum á Sunfest djasshátíðinni. Auk þess ferðuðumst við til Colorado og lékum þar um tíma á skíðahóteli. Þá hef ég líka leikið með sveit á hóteli í Florida og hafði býsna gaman af. Það er mikið af hljómsveitum starfandi í tengslum við skólann en svo þegar menn útskrifast þá hverfa þeir á braut og reyna 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.