Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 32

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 32
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Olga og Hans Rottberger meö dóttur sína Annie í Svíþjóð 1944, en þangað flúðu hjónin undan nasistum frá Danmörku. íslendingar vísuðu hjónunum úr landi ásamt tveimur ungbörnum eins og segir frá í viðtalinu við Olgu. Myndin birtist í bók Þórs Whitehead, „Stríð fyrir ströndum". „Við fórum til íslands haustið 1935. Eigin- maður minn fór af stað strax um haustið, en þar eð ég var ólétt af fyrsta barni okkar, beið ég fram yfir fæðingu þess. Vildi ekki hætta á það að leggja upp í þetta erfiða ferðalag þannig á mig komin. Barnið fæddist síðan þann 10. október 1935. Staða okkar í Þýskalandi hafði smám sam- an versnað frá valdatöku nasista. Við bjugg- um á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í vesturhluta Berlínar. Nollendorfstrasse 25 var heimilis- fang okkar. Húsið stendur enn. I Berlín rak eiginmaður minn útvarpsbúð. Þetta var ein fyrsta útvarpsbúðin, sem sett var á laggirnar í borginni. Én þegar að valdatöku nasista kom, þá tóku þeir auðvitað í sínar hendur yfirstjórn útvarpsmála eins og annarra hluta. Allir þeir sem ráku útvarpsbúðir uröu að láta skrásetja sig sérstaklega. Þegar menn kom- ust að því að við vorum Gyðingar, fengum við ekki lengur að selja ýmsar vinsælar og eftirsóttar vörur í versluninni. Samt sem áður reyndi eiginmaður minn að halda áfram að útvega sér og selja vörurnar. Skömmu síðar var hann kallaður fyrir lögreglu og yfir- heyrður en meira var ekki gert í málinu fyrst í stað. Víst er að einhver hafði sagt til hans, líklega samkeppnisaðili. Misþyrmt af nasistum Skömmu síðar var eiginmaður minn aftur kallaður fyrir lögreglu og að því loknu hnepptur í varðhald. Versluninni var lokað. „Fyrst þér eruð júði, þá er best að við tryggjum að þér haldið kjafti," sagði lög- regluforinginn við hann og eiginmaður minn var hnepptur í svokallað gæsluvarðhald eða „Schutzhaft'1 í tvær vikur. Ég mátti ekki heimsækja hann í fangelsið og frétti ekkert af honum fyrr en hann kom aftur. Þá var hann gjörbreyttur maður. Hann sagði mér það aldrei, en ég tel víst að hann hafi orðið að þola misþyrmingar, jafnvel pyntingar í fangelsinu. Hann bar það utan á sér, sem hann hafði þolað. Hann sagði við mig: „Ollie, ég get ekki verið hérna lengur. Ég verð að fara burtu.“ Allir vissu að við vorum Gyðingar, fólkið í húsinu, allir. Eiginmaður minn fór síðan af stað til íslands um miðjan september 1935, en ég beið fram í desember. Hann ákvað að fara til íslands einfaldlega af því að hann vildi komast sem lengst í burtu frá Þýskalandi. Hann hafði einhvern veginn frétt af því að Island tæki enn á móti útlendingum. Móðir Olgu Helene Mann ásamt dóttur- dóttur sinni Evu Rottberger á Öldugötu einhvern tíma um veturinn 1937—38. Hún vildi vera náiægt syni sínum og dóttur, sem orðið höfðu að flýja nasismann í Þýskalandi. Allt fram á vorið 1940 voru embættismenn að ráðgera að hrekja þá sem enn voru á íslandi úr fjölskyldunni úr landi. Það var svo þáttur í örlagasögu þessarar fjölskyldu er Helene Mann lést í stríðslok á íslandi án þess að hafa hitt Olgu dóttur sína og börnin frá því þau voru hrakin frá íslandi 1938. Enginn hjálpaði mér. . . Tíunda desember 1935 fór ég með lest frá Berlín til Hamborgar, með tveggja mánaða gamla dóttur mína á handleggnum. Ég man það enn að lestarvagninn var troðfullur. All- ir forðuðust mig; enginn sagði við mig eitt einasta orð. Yfirleitt er fólk í lestarvögnum hjálplegt við konur með smábörn, en þarna lyfti enginn hendi mér til hjálpar. Fólkið vildi ekki sjá mig. Þetta var hrollkaldur dagur en ég fékk herbergi hjá samtökum Gyðinga í borginni meðan ég var að bíða eftir skipinu Goðafossi til íslands. Síðan var haldið af stað og þetta var hræðileg ferð. Ég var skelfilega sjóveik á leiðinni. Ég hafði haft áhyggjur af barninu; óttaðist að það gæti þjáðst á leiðinni og hafði samband við lækni vegna þess. Hann sagði mér, að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af barninu; hjá svo litlum börnum væri jafnvæg- isskynið í eyrunum ekki fullþroskað. Sjálf gæti ég hins vegar búist við hinu versta eins og kóm á daginn. Síðan kom ég til Reykjavíkur tveimur dög- um fyrir jól 1935. Eiginmaður minn hafði fengið herbergi hjá Hjálpræðishernum. Þetta var lítið herbergi og í fremur vondu ásigkomulagi. Barnið okkar svaf alltaf í 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.