Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 22

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 22
ERLENT Fylingdale stöðin er orðin bitbein stórvelda, því Sovétmenn óttast að endurnýjun hennar verði hluti af geimvarnaáætlun Reagans. í þau níu ár sem hún hefur setið að völdum hefur hún hafnað algjörlega öllum hugmynd- um um einhliða afvopnun eða einhliða til- slökun þótt friðarhreyfingunni, sem setti siíkt á oddinn, yxi um tíma mjög fiskur um hrygg. Jafnt og þétt hefur Thatcher aukið kjarnorkuvopnastyrk Breta, — nú síðast með Trident kjarnorkukafbátaáætluninni en hún felur í sér áttföldun á kjarnorkuvopna- styrk breska hersins. A síðustu árum hefur hún samt átt innileg samskipti við Gorbasjof leiðtoga Sovétríkjanna. I raun var það hún sem sló upptakt þeirrar hljómkviðu friðar sem látið hefur í eyrum að undanförnu þegar hún árið 1984 sagði eftir stuttan fund með Gorbasjof að við hann væri líklegast hægt að eiga viðskipti. Hið huglæga og oft mótsagnakennda ógn- arjafnvægi er því enn við lýði og eru birtinga- myndir þess margvíslegar. Á Bretlandi eru tíu njósna- og samskiptastöðvar sem þjóna þeim tilgangi að fylgjast með óvininum í austri og það hvarflar ekki að mörgum að þær þurfi að leggja niður þó svo Reagan og Gorbasjof lyfti glösum bæði haust og vor og einkar hlýtt sé á milli Thatchers og Gorba- sjofs. í Saxa Vord á Hjaltlandseyjum, Buchan í Skotlandi og Neatishcad í Englandi eru ratsjárstöðvar áþekkar þeim sem eru á íslandi. í West Murkle í Norður Skotlandi, rétt hjá Dounrey kjarnorkuverinu umdeilda, er kafbátafjarskiptastöð og frá Edroll í Skot- Bretlandi. landi er fylgst með umferð skipa á Norðurs- jó. í Chicksands og Menthwill Hill eru hlust- unar- og njósnastöðvar sem fylgjast grannt með fjarskiptum (símum, telexum, póstföx- um og símskeytum) austantjalds og í Morwenstow er sambærileg njósnastöð sem fylgist með vestrænum alþjóðafjarskiptum. (Þar er því t.d. unnt að hlera símtöl til og frá íslandi.) Þessar njósnastöðvar eru allar í Englandi. I Swavesy í Englandi og Mormond Hill í Skotlandi eru fjarskiptasendar og -móttakarar. Eldflaugaviðvörunarstöðin í Fylingdale (Ballistic Missile Early Warning Station, BMEWS) í Yorkshire í Englandi er að mörgu leyti frábrugðin hinum stöðvunum. Hún er ein af þremur stöðvum sem mynda eldflaugaviðvörunarkerfi Vesturlanda. Hin- ar tvær stöðvarnar eru í Thule á Grænlandi og Clear í Alaska. Ratsjár þessara stöðva greina eldflaugar í allt að 5000 km fjarlægð. Sé kjarnorkueldflaug skotið upp frá Rúss- landi þá getur stöðin í Fylingdale fundið út nákvæmlega hvaðan henni hefur verið skot- ið og hvert skotmark hennar er. Yfirmaður stöðvarinnar hefur 60 sekúndur til þess að skera úr um hvort þessi eldflaug er raunveru- leg. Telji hann að svo sé kemur hann skila- boðum samstundis áleiðis til forseta Banda- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.