Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 22

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 22
ERLENT Fylingdale stöðin er orðin bitbein stórvelda, því Sovétmenn óttast að endurnýjun hennar verði hluti af geimvarnaáætlun Reagans. í þau níu ár sem hún hefur setið að völdum hefur hún hafnað algjörlega öllum hugmynd- um um einhliða afvopnun eða einhliða til- slökun þótt friðarhreyfingunni, sem setti siíkt á oddinn, yxi um tíma mjög fiskur um hrygg. Jafnt og þétt hefur Thatcher aukið kjarnorkuvopnastyrk Breta, — nú síðast með Trident kjarnorkukafbátaáætluninni en hún felur í sér áttföldun á kjarnorkuvopna- styrk breska hersins. A síðustu árum hefur hún samt átt innileg samskipti við Gorbasjof leiðtoga Sovétríkjanna. I raun var það hún sem sló upptakt þeirrar hljómkviðu friðar sem látið hefur í eyrum að undanförnu þegar hún árið 1984 sagði eftir stuttan fund með Gorbasjof að við hann væri líklegast hægt að eiga viðskipti. Hið huglæga og oft mótsagnakennda ógn- arjafnvægi er því enn við lýði og eru birtinga- myndir þess margvíslegar. Á Bretlandi eru tíu njósna- og samskiptastöðvar sem þjóna þeim tilgangi að fylgjast með óvininum í austri og það hvarflar ekki að mörgum að þær þurfi að leggja niður þó svo Reagan og Gorbasjof lyfti glösum bæði haust og vor og einkar hlýtt sé á milli Thatchers og Gorba- sjofs. í Saxa Vord á Hjaltlandseyjum, Buchan í Skotlandi og Neatishcad í Englandi eru ratsjárstöðvar áþekkar þeim sem eru á íslandi. í West Murkle í Norður Skotlandi, rétt hjá Dounrey kjarnorkuverinu umdeilda, er kafbátafjarskiptastöð og frá Edroll í Skot- Bretlandi. landi er fylgst með umferð skipa á Norðurs- jó. í Chicksands og Menthwill Hill eru hlust- unar- og njósnastöðvar sem fylgjast grannt með fjarskiptum (símum, telexum, póstföx- um og símskeytum) austantjalds og í Morwenstow er sambærileg njósnastöð sem fylgist með vestrænum alþjóðafjarskiptum. (Þar er því t.d. unnt að hlera símtöl til og frá íslandi.) Þessar njósnastöðvar eru allar í Englandi. I Swavesy í Englandi og Mormond Hill í Skotlandi eru fjarskiptasendar og -móttakarar. Eldflaugaviðvörunarstöðin í Fylingdale (Ballistic Missile Early Warning Station, BMEWS) í Yorkshire í Englandi er að mörgu leyti frábrugðin hinum stöðvunum. Hún er ein af þremur stöðvum sem mynda eldflaugaviðvörunarkerfi Vesturlanda. Hin- ar tvær stöðvarnar eru í Thule á Grænlandi og Clear í Alaska. Ratsjár þessara stöðva greina eldflaugar í allt að 5000 km fjarlægð. Sé kjarnorkueldflaug skotið upp frá Rúss- landi þá getur stöðin í Fylingdale fundið út nákvæmlega hvaðan henni hefur verið skot- ið og hvert skotmark hennar er. Yfirmaður stöðvarinnar hefur 60 sekúndur til þess að skera úr um hvort þessi eldflaug er raunveru- leg. Telji hann að svo sé kemur hann skila- boðum samstundis áleiðis til forseta Banda- 22

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.