Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 39

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 39
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Leila Hassan ritstjóri. Stöndum betur að vígi af því við höfum ekki tekið þátt í því að reyna að komast til valda í Verkamannaflokknum. eru að gera, enda má segja að það sé að skapa eitthvað nýtt, á meðan t.d. málaralist hvítra málara eða tónlist er orðin geld að mestu. Þróunin er einnig hraðari, enda er meiri nauðsyn fyrir lita listamenn að tjá sig í þjóðfélagi sem heldur þeim niðri. — í Bretlandi hefur verið til staðar sterk hreyfing sem barist hefur gegn kynþáttafor- dómum og fremstir í flokki í þeirri hreyfingu hafa verið margir hvítir menn og konur. Sú hreyfing á þó undir högg að sækja í dag, því það er nú einu sinni þannig að ef þú ert á móti einhverju án þess að vera með ein- hverju um leið, þá þreytist þú fljótt og barátt- an missir allt bit. í>ar við bætist að hið opin- bera hefur tekið upp þá stefnu að vera opin- berlega á móti kynþáttafordómum án þess þó að menn hafi gert sér það ljóst hvað það þýðir í raun og veru. Frjálslyndir hvítir menn hafa verið framarlega í baráttunni án þess þó að gera sér beina grein fyrir því að baráttan gegn kynþáttafordómum felur í sér svo margt annað en bara það að menn hætti að hatast við fólk vegna litarafts þess. — Þessi barátta hefur í raun skilað litlu því kynþáttafordómar hafa aukist í Bretlandi í seinni tíð. Það er þá fyrst og fremst vegna þess að stór hluti þjóðarinnar hefur orðið illa úti fjárhagslega undir stjórn Margretar Thatcher; atvinnuleysi hefur ekki verið jafn almennt síðan um 1930, á fimm árum hefur atvinnulausum fjölgað úr tveimur milljónum í um fimm milljónir og við þetta bætist að ríkið hefur dregið verulega saman seglin í almannaþjónustu. Það má segja að kyn- þáttafordómar hafi aukist í réttu hlutfalli við aukna spennu manna á milli. — Þessi efnahagskreppa hefur bitnað hvað mest á litum íbúum Bretlands, enda er þar um að ræða þjóðfélagshóp sem á að baki ekki nema um þrjátíu ára sögu og þessi kreppa kemur einmitt þegar þessi hópur er í þá mund að styrkja stöðu sína í þjóðfélaginu og gerir það að engu. — Nú er uppi þriðja kynslóð innflytjenda, telur þú að sú kynslóð telji sig vera hluta af bresku þjóðinni? — Já og nei. Innflytjendur dreymir ekki um að flytja aftur til baka, ástandi* ;r yfir- leitt verra þar en hér og þeir neyðast til að sætta sig við það að Bretland er heimaland þeirra. Svo eru aftur þeir sem líta á sig sem Breta fyrst og fremst. — Hvað með menntunarmál? — Menntunarmál í Bretlandi eru öll í rúst. Skólakerfið er löngu staðnað og það er langt síðan það hætti að geta gegnt því hlutverki að mennta alla þjóðfélagsþegna. Lausn Tha- tcher á því er að auka enn á stéttaskiptingu menntunar í landinu; viðhalda þeirri skipt- ingu sem byggir á sterkum einkaskólum fyrir útvalda og skólum fyrir fátæka, þar sem börnin læra vart að lesa. Skólakerfið hefur lengi byggst á því að halda stórum hluta þjóðarinnar ómenntuðum til að tryggja að það sé alltaf til nóg af ófaglærðum verka- mönnum, en nú verður það í meira mæli en áður hefur þekkst. — Það hefur mikið verið rætt um það hvort vænlegt sé í baráttunni fyrir rétti inn- flytjenda að reyna að komast til áhrifa innan Verkamannaflokksins. Telur þú að það sé málstað ykkar til framdráttar að á þingi séu litir þingmenn? — Nei, það skiptir í raun engu máli. Það eru að vísu litir þingmenn og þeir verða vís- ast ekki til skammar, en þeir verða heldur ekki til þess að hrista upp í kerfinu. Fólk sér það að litir íbúar Bretlands eru ekkert öðru- vísi en þeir hvítu, en það gleymir því að breskt þjóðfélag er lagskipt og að þegar litir eru að bera sig saman við hvíta þá vaknar sú spurning hvort menn eigi að bera sig saman við hástétt, miðstétt eða verkalýðsstétt. Flestir litir vilja komast í miðstétt, enda byggist menntakerfið á því að ala upp mið- stéttarfólk. í framhaldi af því er mikið rætt um það hvað fáum litum hefur tekist að kom- ast uppúr verkalýðsstétt í miðstétt en því er enginn gaumur gefinn að stór hluti verka- lýðsstéttarinnar er skipaður litu fólki, sem hefur staðið sig mjög vel þar og það gleymist hvernig miðstéttin er í dag. Verkamann- flokkurinn sækir mestallt sitt fylgi til mið- stéttarinnar og miðstéttin í dag er máttlaus og áhrifalítil. í fyrstu taldi fólk það mikinn ávinning fyrir lita að komast á þing, en Verkamannaflokkurinn er búinn að vera eins og staðan er í dag; hann er áhrifalaus í stjórn landsins og félögum fækkar stöðugt. Það er því engin ástæða fyrir lita að reyna að komast áfram í Verkamannaflokknum, því Verkamannaflokkurinn mun ekki komast neitt áfram eins og hann er í dag. — Race Today er því frekar beint gegn stéttaskiptingu íBretlandi en gegn kynþátta- fordómum. Ef þú byrjar daginn á því að berjast bara gegn kynþáttafordómum þá kemstu að því fyrir kvöldið að sú barátta tekur engan endi. í okkar augum snýst bar- áttan frekar um það að brjóta niður stétta- skiptinguna, því kynþáttavandamál verða ekki leyst til frambúðar nema með því að stéttaskiptingin verði úr sögunni. — Við hjá Race Today stöndum vel að vígi í þeirri baráttu því við tókum ekki þátt í því að reyna að komast til valda í Verkamanna- flokknum og stöndum því ekki uppi í dag vonsvikin og rúin baráttuþreki eins og þeir sem það gerðu. Við höfum alla tíð talið að það sé ekki nóg að berjast bara gegn kyn- þáttafordómum, það er svo margt annað sem verður að berjast gegn. Við gátum stað- ið álengdar og fylgst með mistökum annarra á meðan við höfðum óbundnar hendur til að styðja það sem við töldum vera þess virði að styðja. Við höfum komið okkur upp auglýs- ingastofu og hún aflar okkur fjár svo við erum ekki háð því að tímaritið standi undir sér og það gefur okkur enn frekara svigrúm. Á.Matt. 37

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.