Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 13
INNLENT Smábátar og skip færa björgina heim. Flestir eru þeirrar skoðunar að hefð- bundnar veiðar verði áfram undirstaðan, þó svo breytingar verði á fiskvinnslu og markaðsmálum. lendingar muni í auknum mæli vinna meira úr framleiðslunni og búa þannig til verðmæt- ari vörur en nú er gert. Nú þegar hefur dreg- ið mikið úr frystingu fisks í blokkir og sjálf- sagt mun draga enn frekar úr henni. Ég tel að við við verðum að vera mjög vel vakandi fyrir þeim möguleika að fullvinna fiskinn í neytendapakkningar. En eins og staðan er í dag þá getum við engan veginn keppt við erlenda aðila um verð á hráefni til slíkrar framleiðslu og þar af leiðandi ekki heldur um verð fullunninnar vöru. — Ef fiskvinnslunni á íslandi væru tryggð eðlileg rekstrarskilyrði þá er ég fullviss um það að við gætum í náinni framtíð tryggt okkur mun fleiri markaði út um allan heirn. Við þurfum hinsvegar að huga vel að upp- byggingunni og gefa okkur góðan tíma til að framkvæma markaðskannanir. Það hefur allt of lítil rækt verið lögð við sölumálin og ég tel mjög mikilvægt að við förum að vinna í fullri alvöru að þeim málum. Við bókstaf- lega verðum að aðlaga okkur að þörfum kaupendanna, sagði Páll Jónsson að lokum í samtali sínu við Þjóðlíf. Kristján Ari. Bjartsýnn frystingar Viðtal við Jón Pál Halldórsson, framkvæmdastjóra hraðfrysti- hússins Norðurtanga hf á ísa- firði. „Ég er bjartsýnn á franitíð hefðbundinnar frystingar á sjávarafurðum á íslandi. Ég tel að frystingin eigi eftir að þróast og vaxa á sama hátt og hún hefur gert síðastliðna hálfa öld og að til komi frekari uppbygging og end- urbætur á þeim frystihúsum sem til staðar eru“, segir Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði. — Það er ekkert sem bendir til þess að hér verði einhver breyting á. Ég tel að sú skoðun sem fjölmiðlar hafa haldið á lofti, um að frystingin sé orðin tímaskekkja sé byggð á mikilli vanþekkingu. Frystingin hefur verið að þróast í þessu landi í liðlega hálfa öld og það hafa orðið stöðugar framfarir á öllu þessu tímabili. — I dag er mikið talað um ferskfiskút- flutning. í raun eru menn þá að ræða um útflutning á allt að 10 til 20 daga gömlum, ófrystum fiski, svokölluðum ísfiski. í mínum huga er nýr og ferskur fiskur ekki meira en tveggja daga gamall. Frystingin er ein besta aðferðin til að varðveita ferskleika fisksins og er mun betur til þess fallin heldur en ísun. — Raunverulega ferskur fiskur verður að mínu mati ekki fluttur út nema með flugvél- um, þannig að hann komist á markað ekki eldri en eins til tveggja daga gamall. Hitt er bara ísvarinn fiskur og það er gömul og þekkt aðferð til að verja fisk skemmdum. — Það er alveg Ijóst að dagar frystingar- innar eru ekki taldir og ég er mjög bjartsýnn á framtíðina. í dag eru 55 útgerðarstaðir á íslandi og ég tel að þeir eigi allir rétt á að lifa áfram með tilheyrandi fiskverkun. s.s. sölt- un eða frystingu. En hvaða augum lítur Jón Páll á þá fryst- ingu sem á sér stað um borð í skipunum? A sjófrystingin framtíð fyrir sér? — Það hefur átt sér stað nokkuð ör þróun í þessa átt á undanförnum árum, en það er engan veginn útséð unt hvort það sé einhver framtíð í þessu. — Það er alls ekki sjálfgefið að sjófrystur fiskur seljist betur en landfrystur. Það er engin regla sem gildir í því sambandi. En að öllu jöfnu ætti sjófrystur fiskur að vera gæða- á framtíð meiri en sá landfrysti, en þá þyrftu þessi frystiskip að vera mun stærri og hafa meiri möguleika, eins og t.d. stóru erlendu verksmiðjuskipin. Þá fyrst væri ef til vill hægt að alhæfa eitthvað um mun á þessum aðferð- um. — Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þessar tvær tegundir frystingar geti starfað hiið við hlið. Þau íslensku skip sem nú stunda sjó- frystingu hafa ekki sömu framleiðslumögu- leika og við í landi. Ég sé þannig ekki fyrir mér að sjófrystingin komi til með að rýra hlut frystihúsanna. Þróunin í frystingunni hefur í auknum mæli færst inn á brautir alls kyns sérvinnslu á sjávarafurðum, vinnslu sem ekki verður unnin nema í landi. I hverju felast möguleikarnir til nýsköpun- ar í fiskvinnslunni að þínu mati? — A síðastliðnum árum hefur gífurleg nýsköpun átt sér stað í allri fiskvinnslu í landi. Ég tel að neikvæð umræða í landinu að undanförnu um fiskvinnsluna sé byggð á sorglegri vanþekkingu á því sem er verið að gera í_þessari atvinnugrein. — Ég tel að sérvinnslan á sjávarafurðum, þar sem fiskverkunarfyrirtæki einbeita sér að vinnslu á tilteknum fisktegundum, komi tvímælalaust til með að aukast á næstu árum og að samhliða því muni okkur ganga mun betur á erlendum mörkuðum með fiskinn sem úrvals hráefnisvöru. Telurðu að framtíð íslenskrar fiskvinnslu felist í fullvinnslu sjávarafurða í neytenda- umbúðir fyrir erlenda markaði? — Það tel ég af og frá. Til dæmis standa Bretar og Bandaríkjamenn ntun betur að vígi en við varðandi þetta vinnslustig. Að auki kemur það til að kaupendurfullunninna fiskafurða vilja hafa með þeim daglegt eftir- lit og vegna þess hve vöruflokkarnir eru margir þá verður framleiðslan að þróast við hliðina á markaðinum. Allar hugmyndir um að færa þessa framleiðslu hingað heim frá Bandaríkjunum og Bretlandi eru óraunhæf- ar og geta því aldrei orðið að veruleika. Fisk- vinnslan á íslandi mun fyrst og fremst byggj- ast á hráefnisvinnslu og á frystum flökum, en ekki fullnaðarvinnslu inn á neytendamark- aði erlendis. Við erum of langt frá mörkuð- unum til að slíkt sé framkvæmanlegt og við getum heldur ekki keppt við erlenda aðila um hráefnisverðið, sagði Jón Páll Halldórs- son að lokum. Kristján Ari. J 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.