Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 52
MENNING Nafn rósarinnar. Leikmunir úr kvikmyndinni voru tii sýnis og vöktu mikta athygli. ítölsk menningarveisla Eftirmáli við alþjóðlegan bókamarkað í Frankfurt Það var sannkölluð veisla fyrir andann að reika um sali alþjóðlegu bókakaupstefnunn- ar, sem haldin var í Frankfurt í byrjun októ- ber. Þarna voru kynntar hátt á fjórða hundr- að þúsund bækur, þar af rúmlega hundrað þúsund, sem gengu á þrykk á þessu ári. Bók- vitringar, rithöfundar og útgefendur voru á sífelldu sveimi milli sýningarbása og hýreyg- ar meyjar buðu gestum að þefa af þessum andlegu kræsingum með því að stinga nefinu rnilli síðna. Allir helstu höfundar þýskrar tungu tefldu fram nýsmíðuðunt ritlistarverk- um á markaðnum. Giinther Grass sýndi í sér tunguna í samnefndri bók „Zunge zeigen“, sem er einskonar uppgjör skáldsins við drjúglanga dvöl þess með fátæklingum og heilögum kúm í Kalkútta á Indlandi. Marteinn Walser tjaldaði nýrri skáldsögu á kaupstefnunni og Christa Wolf kynnti les- endurn viðhorf sín til bókmennta og ýmissa málefna líðandi stundar í nýútkomnu greina- safni. Ljóðskáldið og rithöfundurinn Enzensberger átti þarna sömuleiðis nýja bók, þar sem hann tekur landa sína á beinið í lævísum ádeilugreinum einsog honum einum er lagið. En það voru ekki þeir þýsku sem vöktu mesta athygli á markaðnum að þessu sinni. Þyngdarpunktur sýningarinnar var kynning á ritlist og öðrum menningarafurð- um ítala. Það hefur verið fremur hljótt um þann andlega gróður sem vaxið hefur og dafnað undir ítalskri sól á síðustu árum. Mér er til efs, að bókfróðir menn í öðrum Evrópulöndum hafi til skamms tíma almennt verið með það á hreinu hversu mörgum önd- vegishöfundum ítalir hafa á að skipa. Að vísu þekkja bókaormar allra landa þann ítalska „gúrú“ Umbetro Eco, enda hef- ur hinn dulúðarfulli klausturreyfari Ecos „Nafn rósarinnar" haldið vöku fyrir hungr- uðum lestrarhestum um allan heim. Af öðr- um ítölskum höfundum sem nú eru á dögum og lesnir hafa verið í öðrum löndum má nefna nóbelsskáldið Alberto Moravia, en skáldsögur Moravias hafa borið hróður þessa ágæta höfundar víða. Ennfremur mætti nefna ítalska ljóðskáldið Pasolini, sem hefur ekki einungis getið sér orð fyrir snjall- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.