Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 19
INNLENT þaðan geti þurft á fjárhagslegri aðstoð að halda er komið er til nýrra heimkynna. En ekki man undirritaður eftir að hátt hafi verið talað um fátækt á íslandi í dag. Og í ljósi þess að ekki hefur þótt nauðsyn á í Gautaborg að grípa til aðgerða á grundvelli laga um áfeng- isvarnir eða barnavernd má ljóst vera að hér er ekki um að ræða óreglufólk. Einhver skýr- ing hlýtur þó að finnast á þessu. Skýrsluhöfundar athuguðu einnig fjöl- skyldugerð viðkomandi þjóða og ef til vill leynist svarið þar. Það kom þannig í ljós að meðal íslendinga var óvenju hátt hlutfall ein- stæðra mæðra. 25% þeirra íslensku barna er athugunin náði til bjuggu við þær heimilisað- stæður að enginn faðir var á heimilinu. Nú ber að vísu að hafa í huga að myndin getur verið eitthvað skekkt. A þessum tíma mun barn foreldra í óvígðri sambúð hafa verið skráð eins og aðeins móðirin væri á heimil- inu. Petta hefur í för með sér að allar Norð- urlandaþjóðirnar sýna hátt hlutfall einstæðra mæðra. í hversu ríkum mæli óvígð sambúð hefur tíðkast meðal íslendinga á þessum ár- urn er ekki vitað, en vafasamt er hvort rann- sóknir breyttu verulegu urn niðurstöður. Mikilvægast í þessu sambandi er að þó svo hinar norrænu þjóðirnar, sem og raunar fleiri þjóðir, sýni svipað hlutfall einstæðra mæðra leita þær miklu síður aðstoðar hins opinbera. Tíðindamaður Pjóðlífs hafði samband við annan höfund þessarar skýrslu, Ullu Alm- gren, og spurði hana meðal annars hvaða skýringu hún gæti gefið á þessari miklu sókn íslendinga í félagslega aðstoð. Kvað hún því fljótsvarað. Engin skýring! Auðvelt væri í flestum tilfellum að skýra aðstoðarþörf ann- arra innflytjendahópa er mikið leituðu eftir sliku. En með Islendingana væri málinu öðruvísi farið. Þar kæmi eitthvað til er hún kynni ekki að skýra. Stefán Ólafsson hefur bent á, í ritgerð sinni Lífskjör og landflótti, að svo virðist sem lífskjör séu helsti skýringarþáttur á sveiflum í brottflutningi íslendinga. Samneysla og al- menn velferðarþjónusta er mun minni á ís- landi en gengur og gerist á hinum Norður- löndunum. Það er því freistandi fyrir þá sem eiga undir högg að sækja að flytja sig þangað sem slík þjónusta er á hærra stigi. Kom það einnig í ljós í athugun Stefáns að íslendingar flytja í mjög ríkum mæli til Danmerkur og Svíþjóðar sem bæði eru þekkt fyrir þróað velferðarkerfi. Má raunar geta þess hér að íslendingar búsettir í Svíþjóð eru nú vel á fjórða þúsund. Hugsanleg skýring hvað varðar einstæðar mæður sérstaklega gæti legið á ástandi hús- næðis- og dagheimilismála á íslandi. Margir eiga erfitt hvað þau ntál varðar en fáir þó trúlega jafn erfitt og einstæðar mæður. Mætti því ímynda sér að hluti innflytjendahópsins í Gautaborg séu einstæðar mæður sem gefist hafi upp á ástandinu á íslandi og einfaldlega flúið land til að geta búið sér og afkvæmum sínurn þolanlegt líf. Að einhver aðstoð í upp- hafi reynist þá nauðsynleg getur ekki talist óeðlilegt. Sé þessi skýring rétt ætti mjög að hafa fjölgað í þessum hópi á þeim árum sem liðin eru frá því umrædd rannsókn var gerð. Mætti þá ef til vill orða lausn gátunnar svo að hátt hlutfall íslendinga meðal þeirra er fé- lagslega aðstoð þiggja í Gautaborg stafi af þeirri tilhneigingu íslenskra stjórnvalda að flytja út félagsleg vandamál í stað þess að leysa þau. Lundi 2.11.1988 Ingólfur V. Gíslason Skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa Nýstofnuð sanitök smáatvinnurekenda innan Verslunarráðs Islands hafa vakið athygli á nauð- syn þess að brevta skattareglum vegna hlutafjárkaupa. Núgildandi reglur hafa ekki gagnast smáfyrirtækjum til eflingar ciginfjárstöðu fyrirtækja eins og markmiðið var með reglunum. Smáfyrirtækin vekja athygli á skýrslu Enskilda Securities urn hlutabréfaviðskipti á íslandi, þar sem tekið var fram að nauðsynlegt væri að koma á frádráttarreglum til tekju- og eigna- skatts, sem næðu til smáfyrirtækja. I skýrslunni var m.a. lagt til að sérstakar frádráttarreglur gildi um kaup á útgáfu nýrra hlutabréfa í hlutafélögum. Heimilt verði að draga árlega frá tekjum allt að 500 þúsund krónur á einstakling og flytja frádráttarheimildir milli ára. Breytingar af þessum toga hafa verulega þýðingu fyrir smáfyrirtæki og vaxtarmöguleika þeirra. Þær eru ekki síst nauðsynlegar á þeim erfiðleikatímum sem íslensk fyrirtæki þurfa nú að þrauka af, segir í áliti smáfyrirtækjanna. — ó Óviðunandi ástand hjáMR — Það er kennt við algerlega óviðunandi aðstæður, segir í samþykkt á aðalfundi félags kennara við Menntaskólann í Reykjavík 20. október 1988. í september- hefti Þjóðlífs (9.tbl) var ítarleg úttekt á húsnæðisástandi hjá MR. Samþykkt aðalfundarins var svohljóð- andi: „Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík vekur athygli á því, að skólinn á nú við alvarlegan húsnæðisvanda að stríða. Skólinn er tvísetinn, þrengsli mik- il, og víða er kennt við algerlega óviðun- andi aðstæður. Má í því sambandi benda á nýlega úttekt Vinnueftirlits ríkisins á húsnæði skólans. Ekki eru horfur á því að nemendur verði færri í skólanum í náinni framtíð, og því er brýn nauðsyn á skjótum úrbótum. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík minnir á marggefin fyrirheit um úrlausn í húsnæðismálum skólans. Félagið skorar á ráðamenn að vinda þegar bráðan bug að því að sjá skólanum fyrir viðunandi húsnæði." Sýnishorn af Samkorti. Samkort og Þjóðlíf Áskrifendur Þjóðlífs geta greitt áskrift með Samkortum. Samkort eru ný tegund greiðslukorta sem samvinnuhreyfingin stendur að. Greiðslukortið gildir einungis innan lands og eru öll samvinnufyrirtæki og mörg önnur fyrirtæki meðal þeirra sem taka við greiðslum með samkorti. Þjóðlíf hefur einnig slegist í hóp þeirra fyrirtækja. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.