Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 74

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 74
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Biskupsval getur tekið fimm mánuði Framkvæmd biskupskosninga tekur a.m.k. 14 vikur ef vel gengur að senda út gögn og vinna kjörskrá. Tírninn getur þó teygst upp í að vera allt að fimm mánuðir, ef tvítaka þarf kosninguna og fullur kærufrestur er meðtalinn. Það sem er tímafrekast er að kjörskrá þarf að iiggja frammi í fjórar vikur áður en hægt er að hefja sjálfa kosning- una. Sjálf kosningin er einnig tímafrek þar sem senda þarf kjörseðla út í pósti og fá þá til baka með sömu aðferð. Þessi liður á ekki að taka meira en fjórar vikur en sá tímafrestur skal tilgreindur í áðurnefndum bréfum. Fái ekkert biskupsefni hreinan meirihluta í svokallaðri fyrri kosningu. verður biskupskjör að fara fram í annað sinn og eru allar líkur á að slíkt verði uppi á teningnum á næsta ári, þar sem kandídatarnir eru margir. Að sögn sr. Magnúsar Guðjónssonar, biskupsritara, er ekki ósennilegt að hefja þurfi undirbúning að kjörinu strax fyrir áramót, en ekki síðar en í byrjun næsta árs, ef tímasetning á biskupsskiptunum á að standast. Það eru um 155 ntanns sem kjósa biskup. Þeirra flestir eru allir þjónandi sóknar- prestar í íslensku þjóðkirkjunni, hér heima og erlendis, en þeir eru tæplega 130 talsins. Þá eru kjörmenn einnig sóttir í hóp leikmanna, en svo eru þeir nefndir sem sinna ýmsum trúnaðarstörfum innan kirkjunnar, án þess að vera vígðir prestar. Þetta eru leikmennirnir sem kjörnir eru til að sitja kirkjuþing hverju sinni, en það eru alls um tíu manns. Ennfremur er einn kjörmaður úr leikmannastétt fenginn úr hverju prófast- sdæmi og einn uppbótarmaður að auki fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi. Þetta eru 16 leikmenn. AIls eru því kjörmenn 150-155 rnanns. Val þessara kjörmanna er að mestu leyti sjálfvirkt hvað varðar prestana og þá guðfræðinga aðra, sem eru í starfi er veitir þeim kosningarrétt. Einnig er vitað með nokkurri vissu hvaða leikmenn koma frá hverju prófastsdæmi, þar sem þeir eru valdir til kosningaþátttökunnar á héraðsfundum til fjögurra ára í senn, auk varamanna sinna. Þó er það svo að fyrsta verkefni kjörnefndar er að ákveða kjörskrána og leggja hana fram á biskupsstofu. Þegar hún hefur legið frammi í fjórar vikur þarf að líða allt að tveggja vikna kærufrestur. Er þá talinn með áfrýjunarréttur kæranda til kirkjumálar- áðherra. Svipaður frestur er einniggefinn kjörinu sjálfu og endurtekinn í síðara kjöri ef enginn nær hreinum meirihluta í því fyrra. Þar sem biskupsskiptin eiga að fara fram á miðju næsta ári verður að hefja undirbún- inginn í síðasta lagi um áramótin ef menn ætla að eiga næsta biskup vísan í tæka tíð. Einnig er talið eðlilegt að gefa biskupsefnunum eins til tveggja mánaða aðlögunartíma í minnsta lagi. stoðarpresta í þéttbýli. Þetta mætti að sjálf- sögðu mikilli andspyrnu í dreifbýlli sveitum landsins og rigndi inn skeytum með tilmæl- um og ábendingum víða að, þegar fréttir bárust af kirkjuþingsmálinu. I þessu skipulagsfrumvarpi var einnig að finna tillögur um að á Islandi verði í framtíð- inni þrír biskupar en ekki bara einn. Vegna mikils þrýstings af hálfu kirkjumálaráðu- neytinu og ákveðinnar kirkjustefnu innan stjórnarráðsins, var fallið frá því að hafa í frumvarpinu kafla um þrjá biskupa. Var það að nafninu til gert vegna þess að of mikill kostnaður var talinn fylgja þremur biskup- um. Niðurstaðan varð þó sú, að ráðuneytið féllst á að efla mjög hina fornu biskupsstóla á Hólum og í Skálholti. Þessari eflingu fylgir auðvitað ekki minni kostnaður en ef þar yrðu einfaldlega settir biskupar. Útkoman er enn sem komið er þannig samsett að fáir geta eindregið fellt sig við hana. Einnig er gengið þvert á einfaldar skipulagshugmyndir, með því að gera ráð fyrir að vígslubiskupar á hin- um fornu biskupsstólum með auknum em- bættisskyldum eigi jafnframt að vera sóknar- prestar á staðnum. Þeir menn sem í þetta framtíðarstarf ráðast eiga þá að gegna störf- um á tveimur stjórnsýslustigum hið minnsta. Það er líkt því að forseti lýðveldisins yrði jafnframt gerður að oddvita í Bessastaða- hreppi. Biskupskjör og kristin trú þjóðarinnar Á sama tíma og verið er að velja næsta biskup yfir Islandi, er því um leið verið að takast á um framtíðarmótun skipulags í þjóðkirkjunni. Það eru því ekki lítil umbrot sem eiga sér stað um þessar mundir þótt þau fari að mestu hljótt á opinberum vettvangi. Ekki er auðvelt enn sem komið er að skipa biskupsefnunum í andstæða flokka hvað varðar þessar nýju tillögur. Þó er það svo að bæði Ólafur Skúlason og Sigurður Sigurðs- son hafa átt drjúgan þátt í því að móta þær og sá síðarnefndi átti sæti í samninganefnd þeirri sem glímdi við ráðherravaldið urn frumvarp þetta. Ólafur átti sæti á kirkjuþingi sem vígslubiskup og einnig átti hann drjúgan þátt í að móta skipulagstillögurnar fyrir kirkjuþing. Jón Bjarman er kirkjuþingsmað- ur, en sat ekki í áðurnefndri skipulagsnefnd. Hann átti hins vegar sæti í svokallaðri starfs- háttanefnd kirkjunnar sem hóf störf á sjöunda áratugnum og hefur skilað inn fjölda breytingatillagna. Heimir Steinsson og Björn Björnsson standa að nokkru leyti utan við þessar form- legu breytingartillögur. Heimir hefur þó lagt sitt til málanna út frá skilningi sínurn á þjóð- kirkjunni og gerði það meðal annars á mál- fundi Prestafélags Suðurlands sem getið er um hér framar. Hann hefur og átt sinn þátt í störfum áðurnefndar starfsháttanefndar. Björn hefur á sinn hátt þegar lagt mikið til málanna í formi ítarlegrar könnunar á trúarviðhorfum íslendinga, sem hann vann að í samvinnu við dr. Pétur Pétursson, bisk- upsson. I þessari könnun dr. Björns kemurfram að Islendingar eru ekki eins vel upplýstir um kristna trú eins og kirkjan hefur kennt í trúarjátningum sínum og veigamiklum kirkjusamþykktum í gegnum aldirnar. Þar kemur til dæmis frarn að verulegur hluti þjóðarinnar býr við óskilgreindar guðshug- myndir en aðeins um 14% hennar hefur tekið það boðunaratriði kirkjunnar trúanlegt að Jesús Kristur reis upp frá dauðum og steig upp til himna. Þetta eru sláandi niðurstöður fyrir hvern þann sem huga vill að framtíð þjóðkirkjunnar og hlýtur að segja væntanleg- um biskupi nokkuð fyrir verkum. Hans bíða því ekki einvörðungu úrlausnarverkefni á sviði skipulagsmála heldur og verkefni er lúta að viðhaldi kristinnar trúar í landinu. Þeim er því verulegur vandi á höndum, þess- um rúmlega 150 kjörmönnum sem ganga til atkvæða á næsta ári og ábyrgð þeirra gagn- vart komandi kynslóðum er mikil í ljósi þess mikla vanda sem lagður er á æðsta embættis- mann þjóðkirkjunnar, biskup Islands. Kristján Björnsson 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.