Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 55
MENNING Litli glaðlyndi maðurinn í ævintýra og spennumyndinni Willow. bana þegar hún missti píanó ofan á hausinn á honum. Því er það fyrir kaldhæðni örlaganna að fígúra að nafni Kalli kanína (Roger Rabb- it) fær hann til að hjálpa sér að komast að því hver sé að reyna að koma sökinni af morði yfir á hann. Auðvitað er Eddie ekki að hjálpa Roger af manngæsku einni saman, hann á ákveðinna hagsmuna að gæta. Á ferðalagi okkar um myndina kynnumst við ótrúlegum karakterum m.a. konunni hans Roger, Jessicu rabbit (Kathleen Turner talar fyrir hana), Judge Doom (Christopher Lloyd) og svo auðvitað öllum fígúrunum (Baby herman, Daffy og Donald Duck. Bugs Bunny og öllum þeim sem við þekkjum úr gömlu góðu teiknimyndunum.) Leikstjóranum Robert Aemeckis (Rom- ancing the Stone, Back to the Future), tekst ótrúlega vel að halda utan um þetta allt sam- an. Það er ekki auðvelt að láta leikarana leika við dauða hluti, slöngur, teygjur, vökvatæki, sem síðan átti eftir að teikna yfir, en í því stóðu nokkur hundruð leikarar í tvö ár samfleytt. Pessi bræðingur fígúra og fólks er hreint undur og ég efa að nokkur mynd eigi eftir að prófa það sem „Roger Rabbit'* gerir, það mætti segja að þetta sé svona „poppsúrreal- ismi“, einhvers konar afsprengi súrrealis- mans og að hér sé komið í kvikmyndirnar það sem Andy Warhol kom með í málaralist- ina. Margir hafa sakað „Roger Rabbit“ að vera mynd sem er ekki með neina „sál“, en því svarar leikstjórinn Zemeckis: „Eruð þið að meina að „Roger Rabbit" mynd verði virkilega frábær ef það væri sett meiri vitræn eða tilfinningaleg dýpt í hana? Ég gæti aðeins svarað: „Það er bara ekki sú kvik- mynd sem ég var að gera“. „Roger Rabbit“ tekst að vera kvikmynd sem endurvekur görnlu Hollywoodteikni- myndirnar og gerir það með hvelli, en hún er miklu meira en það—, þar sem hún gerist á þessum tíma (1947), vekur hún líka upp Hollywood lifandi fólksins, Hollywood sem fólk í dag man ekki eftir nema í „gömlu myndunum“. „Hver kom sökinni á Kalla kanínu“ er einstök mynd, frábær skemmtun, mynd með góðum leik bæði fígúra og fólks, mynd sem maður getur farið á aftur og aftur (þrátt fyrir töluverða handritsgalla), og alltaf tekið eftir einhverju nýju smáatriði. Pess má að lokum geta að snillingurinn Steven Spielberg og fyrirtæki hans Amblin framleiddu myndina ásamt Touchstone og að myndin er vinsælasta myndin í Banda- ríkjunum á þessu ári með yfir 147.000.000 $ í kassanum. Stjörnugjöf: ***1/2 Hanastél í höllinni Eftir að Kalli kanína hefur tryllt áhorfend- ur í Bíóhöllinni kemur sumarsmellurinn „Hanastél" (Cocktail) en hún skartar hinum síbrosandi eilífðarsjarmör Tom Cruise, sem fer víst hamförum sem barþjónn á uppleið. Meðleikari hans er ástralinn Bryan Brown og leikstjóri er einnig frá landinu neðra, en hann heitir Roger Donaldson og hafði áður m.a. leikstýrt Kevin Costner í No Way Out. Myndin var nokkuð vinsæl þar vestra í sumar, en hún mætti töluverðri andstöðu hjá ýmsum hagsmunahópum vegna þeirrar glamorímyndar sem hún dregur upp af Iífinu á barnum, sukki og sumbli (öfugt við „Bar- fly“). Dvergar í Bíóborginni Aðaljólamyndin hjá Bíóborginni er ævin- týra- og spennumyndin „Willow“ en þar ráða ríkjum álfar, dvergar, vondir og góðir kallar, risar, menn og forynjur. Þetta hana- stél hafa þeir George Lucas (Star wars, Rai- ders of the lost ark) og Ron Howard (Splash, Cocoon) útbúið fyrir okkur. Lucas á söguna sem sækir víst efniviðinn í Tolkien og Hringadróttinssögu (The Lord of the Rings), og Star Wars myndirnar. Val Kilmer (Top Secret, Top Gun) leikur aðal- hlutverkið, góða gæjann á hvíta hestinum, sem þarf að bjarga dvergunum, prinsess- unni, ríkinu og kála vonda kallinum (en þessi vondi er víst all rosalegur). Önnur hlutverk eru í höndum Joanne Whalley, Warwick Davies (Return og the Jedi) og Patrick Roach (Raiders of the Lost Ark). Myndin er að mestu tekin í hrikalegu landslagi Nýja-Sjálands þar sem kvikmynda- tökumenn þurftu að berjast við válynd veður og ýmislegt annað skemmtilegt. Kvikmynd- in er geysidýr, eins og Lucasar er venja, og kostaði hún yfir 40 milljónir dollara. Um tæknibrellur sér auðvitað ILM (Ind- ustrial Light and Magic) sem er fyrirtæki Lucasar og hefur séð um brellur í mörgum myndum, m.a. Return of the Jedi, Polter- geist, Indiana Jones and the Temple of Doom, Ghostbusters. Að sjálfsögðu er Willow í THX hljóði og gott betur því að við það er búið að bæta við svokölluðu SR-kerfi (Spectal Recordin), svo að áhorfendur eiga von á því rosalegasta í hljómburði í heiminum í dag. Mánagengillinn Michael Jackson Á eftir Willow mun Bíóborgin frumsýna mynd Michael Jackson „Moonwalker“ en hún erbyggð á lagi hans „Smooth Criminal“, sem var í síðustu breiðskífu kappans, BAD. Myndin er víst eitt allsherjar TÆKNIUND- UR og sagt er að það hafi tekið því sem samsvarar 7 mannárum að búa til tæknibrell- urnar. Nú, hljóðið skiptir ekki svo litlu máli hjá Jackson og því er hún auðvitað í THX og SR og hvað allt það nú heitir. Veisla fyrir augu og eyru, eða hvað? Tvær góðar myndir í Laugarásbíói Miðnæturhlaup með DeNiro Aðaljólamynd Laugarásbíós heitir víst „Miðnæturhlaup“ (Midnight Run) og er svokiilluð „buddy-buddy“ mynd, en hún hef- ur nokkra sérstöðu þar sem hún skartar eng- um öðrum en vini okkar og vandamanni Robert DeNiro (Taxi Driver, Godfather II, Raging Bull), en á móti leikur hinn bráð- skemmtilegi Charles Grodin. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.