Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 57

Þjóðlíf - 01.12.1988, Blaðsíða 57
MENNING Með aðalhlutverk fer hinn bráðfyndni Bill Murray en leikstjórinn er Richard Donner (The Omen. Superman, Lethal Weapon). Hin myndin er hin frábæra kynlífskarakter- kómedía ..Bull Durham“. Sú mynd skartar hjartaknúsaranum Kevin Costner (The Un- touchables, No Way Out) og hjartaknúsunni Susan Sarandon (The Witches of Eastwick). Leikstjóri og handritshöfundur er Ron Shel- ton. Nirfilinn „Nirfillinn“ er aðaltrompið hjá Para- niount unt þessi jól, en myndin ku sækja aðalþema í „Jólasögu“ e. Charles Dickens. í myndinni leikur Bill Murray (Ghost- busters) forseta IBC sjónvarpsstöðvarinnar, en þann mann langar til að bjarga heiminum frá því sem honum finnst að verði bara enn önnur leiðinleg jól. En hann fær sína lexíu. eins og Ebenezer Scrooge hjá Dickens, því allt í einu upphefst mikill draugagangur allt í kringum hann. Aðrir leikarar í „Scrooged" eru Karen Allen (Raiders of the Lost Ark), John For- sythe, John Glover, Bob Golthwait (Police Academy II, III), Robert Mitchum (Soap), og fleiri. Eins og áður segir er leikstjóri Richard Donner, en hann á að baki ansi litríkan feril í kvikmyndagerð allt frá hryllingsmyndum (The Omen) og gamanmyndum (The Toy), til ævintýramynda (Ladyhawke) og þrillera (Lethal Weapon). Hann segir um Bill Murr- ay: „Murray leikur nútíma Scrooge, ein- hvern sem tekur ekkert alvarlega nema pen- inga og velgengni, þangað til fortíðin vitjar hans. Frank (Murray) sér jólin sem mögu- leika til að græða enn meiri peninga. Hlut- verkið er algjörlega skrifað með Bill Murray í huga.“ Framleiðandi er Art Linson (The Un- touchables) og handritshöfundar eru þeir Mitchell Glazer og Michael O’Donoghue en þeir eru þekktir fyrir að hafa skrifað þætti í „Saturday Night Live“. Ef ég þekki Bill Murray rétt, þá eigum við von á góðri skemmtun í Háskólabíó. Trúin á sálina, viskýið og langan forleik „Ég trúi á sálina, nijúkt kvenmannsbak, gott viský, langan forleik, og langa, hæga, djúpa, nijúka blauta kossa sem endast í þrjá daga.“ Par höfum við það. Lífsviðhorf einnar að- alsöguhetjunnar í kvikmyndinni „Bull Dur- ham“, sem leikinn er af Kevin Costner í sínu lang besta hlutverki til þessa. Sögusviðið er smábærinn Durham í einu af suðurríkjum Bandaríkjanna. Crash Davis (Costner) kemur í bæinn til að þjálfa/leika í hornaboltaliði bæjarins (The Durham Bulls), en lið þetta er eitt af minni liðunum í Bill Murrey í Nirflinum ásamt með kvendraug sem þar kemur við sögu. Glasnost í heimi kvikmyndanna, Bandarikjamenn og Sovétmenn berjast gegn sam- eiginlegum óvini. bandaríska hornaboltanum, skipað áhuga- mönnum sem hafa sér það helst til skemmt- unar að drekka fram á nætur í bæjarkránni. En svo er það hún Annie Savoy (Susan Sar- andon), sem dýrkar hornabolta. A hverju vori velur hún einn af spilurunum, til að kenna honum allt um lífið, ástina og uppá- haldsskáldin sín (Walt Whitman og Emily Dickinson). „Strákar hlusta á hvað sem er,“ segir hún „svo lengi sem þeir halda að það sé forleikur." Þetta vor hefur hún aðallega tvo í huga, Crash Davis hinn veraldarvana, og Ebby Calvin Laloosh. frábær kastari með greind- arvísitölu á við tóma kókflösku. Laloosh er leikinn frábærlega af Tim Robbins. Laloosh verður fyrir valinu og Annie hef- ur þjálfunina, en þar stangast hún á við þá þjálfun sem Crash vill gefa drengnum. Crash veit að þetta er síðasta ár hans sem spilara og hann vill koma drengnum áfram til „þeirra stóru“ og snúa síðan aftur sem þjálf- ari. Annie finnur að hún eldist og veit að þetta er líklega síðasti drengurinn sem hún mun hafa í „þjálfun" og því skapast spenna milli hennar og Crash sem endar.... Bull Durham er glettilega vel skrifuð, fyndin, raunsæ, skemmtileg. Handritið er eitt það besta sem komið hefur frá banda- rískum handritshöfundi um þó nokkurt skeið. Mannlýsingar, samtöl, persónur, allt er þetta vel skapað og rennur fullkomlega 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.