Þjóðlíf - 01.12.1988, Side 52

Þjóðlíf - 01.12.1988, Side 52
MENNING Nafn rósarinnar. Leikmunir úr kvikmyndinni voru tii sýnis og vöktu mikta athygli. ítölsk menningarveisla Eftirmáli við alþjóðlegan bókamarkað í Frankfurt Það var sannkölluð veisla fyrir andann að reika um sali alþjóðlegu bókakaupstefnunn- ar, sem haldin var í Frankfurt í byrjun októ- ber. Þarna voru kynntar hátt á fjórða hundr- að þúsund bækur, þar af rúmlega hundrað þúsund, sem gengu á þrykk á þessu ári. Bók- vitringar, rithöfundar og útgefendur voru á sífelldu sveimi milli sýningarbása og hýreyg- ar meyjar buðu gestum að þefa af þessum andlegu kræsingum með því að stinga nefinu rnilli síðna. Allir helstu höfundar þýskrar tungu tefldu fram nýsmíðuðunt ritlistarverk- um á markaðnum. Giinther Grass sýndi í sér tunguna í samnefndri bók „Zunge zeigen“, sem er einskonar uppgjör skáldsins við drjúglanga dvöl þess með fátæklingum og heilögum kúm í Kalkútta á Indlandi. Marteinn Walser tjaldaði nýrri skáldsögu á kaupstefnunni og Christa Wolf kynnti les- endurn viðhorf sín til bókmennta og ýmissa málefna líðandi stundar í nýútkomnu greina- safni. Ljóðskáldið og rithöfundurinn Enzensberger átti þarna sömuleiðis nýja bók, þar sem hann tekur landa sína á beinið í lævísum ádeilugreinum einsog honum einum er lagið. En það voru ekki þeir þýsku sem vöktu mesta athygli á markaðnum að þessu sinni. Þyngdarpunktur sýningarinnar var kynning á ritlist og öðrum menningarafurð- um ítala. Það hefur verið fremur hljótt um þann andlega gróður sem vaxið hefur og dafnað undir ítalskri sól á síðustu árum. Mér er til efs, að bókfróðir menn í öðrum Evrópulöndum hafi til skamms tíma almennt verið með það á hreinu hversu mörgum önd- vegishöfundum ítalir hafa á að skipa. Að vísu þekkja bókaormar allra landa þann ítalska „gúrú“ Umbetro Eco, enda hef- ur hinn dulúðarfulli klausturreyfari Ecos „Nafn rósarinnar" haldið vöku fyrir hungr- uðum lestrarhestum um allan heim. Af öðr- um ítölskum höfundum sem nú eru á dögum og lesnir hafa verið í öðrum löndum má nefna nóbelsskáldið Alberto Moravia, en skáldsögur Moravias hafa borið hróður þessa ágæta höfundar víða. Ennfremur mætti nefna ítalska ljóðskáldið Pasolini, sem hefur ekki einungis getið sér orð fyrir snjall- 52

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.