Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 22

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 22
22 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 umsJón: svava JónsdóTTir Ásmundur Helgason segir að íslensk fyrir tæki sem eru að reyna að ná til yngri mark hópa standi frammi fyrir ákveðinni áskorun þar sem sjón varpsáhorf þeirra hópa fari minnk andi hröðum skrefum með tilkomu netsins og aðgangi að sjónvarpsefni og kvikmyndum á netinu. „Þau þurfa að leita annarra leiða til að ná til ungs fólks held ­ ur en eingöngu í hefðbundnu miðl unum eins og sjónvarpi og dagblöðum. Sem dæmi um miðla þar sem hægt er að ná í ungt fólk á Íslandi eru blöð eins og Monitor sem eru stíluð inn á yngri markhópana. Þessi blöð ná þó engan veginn til allra og því er áskorunin að ná, nota og finna sérhæfðari miðla sem þó eru þeim annmörkum háðir að ná til afmarkaðri hópa. Þá má ekki gleyma útvarpsstöðvum sem höfða til yngri hópanna. Einn möguleiki sem sífellt meira er notaður er að nota myndbönd eða leiknar sjón varps auglýsingar á undan mynd skeiðum á netinu þar sem auglýsingin birtist um leið og notandinn ætlar að horfa á mynd skeiðið. Áskorunin er kannski fólgin í því að nota netið sem allra best. Þess vegna þurfa auglýsend­ ur að spyrja sig hvernig þeir geti notað Facebook betur til þess að ná til sinna hópa, hvernig þeir geti notað póstlista betur og hvernig þeir geti nýtt auglýsinga miðla á netinu.“ Ragnar Árnason segir að þótt annað sé fullyrt sé alls ekki svo að kreppunni sé lokið. „Þótt mestu bjartsýnisspár um hag vöxt gangi eftir og hann verði upp undir 3% á árinu mun lands framleiðsla á árinu engu að síður verða um 5% lægri en hún var árið 2008 og um 3% lægri en 2007. Það vantar því 3­5% upp á að þjóðin sé að framleiða jafnmikil verðmæti og hún gerði 2007 og 2008. Allar þessar tölur eru samkvæmt útgefnu efni Hag ­ stofu Íslands. Helsta ástæðan fyrir því að kreppan hefur dregist á langinn og hagvöxtur er tiltölulega lítill er efnahagsstefna ríkisstjórnarinn­ ar. Hún hefur sem kunnugt er flest gert til að hindra hagvöxt í landinu; hækkað skatta, haldið uppi viðamiklum gjaldeyrishöft­ um, aukið ríkisútgjöld og lagt fjötra og byrðar á grunnatvinnu­ vegina. Aðrar skuggahliðar þessarar efnahagsstefnu eru nú að koma fram. Vaxtakostnaður af erlendum lánum þjóðarinnar nemur háu hlutfalli af landsfram­ leiðslunni. Til að unnt sé að bæta lífskjör heimilanna – en láta mun nærri að þau séu nú svipuð og þau voru 2003­4 – þarf að greiða rösklega niður höfuðstól hinna er­ lendu lána. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að hafa ríflegan afgang af vöru­ og þjónustujöfn­ uði við útlönd og skapa þannig gjaldeyri til að greiða lánin. Á árunum 2009 til 2010 var þessi viðskiptajöfnuður nálægt því sem til þurfti eða um 150 milljarðar króna á núgildandi verðlagi. Frá árinu 2011 hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina í þessu efni og þó sérstaklega síðustu þrjá ársfjórðunga. Fari svo fram sem horfir mun téður viðskiptajöfnuður ekki einu sinni duga til að greiða vextina af hin­ um erlendu lánum á árinu 2012. Þar með hefur stefnan verið tekin beint inn í nýja lánsfjárkreppu með tilheyrandi gengisfellingum og kjaraskerðingum.“ Ný lánsfjárkreppa? Nota netið til að ná til markhópa Fari svo fram sem horfir mun téður viðskipta jöfn uður ekki einu sinni duga til að greiða vextina af hin um erlendu lánum á árinu 2012. skoðun ragnar árnason – prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL ásmundur HElgason – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.