Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 42

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Startup Reykjavík var stofnað árið 2012 að frumkvæði Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Innovits – Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs og Arion banka. reykjavík og frumkvöðlar Startup K ynningarnar vöktu athygli og aðdáun enda voru þær vel undir búnar. Á sjö mínútum tókst frumkvöðlunum að segja frá tækifærinu, mark að ­ inum, viðskiptamódelinu, fjármagns þörf ­ inni, stefnumótuninni, svara helstu spurn ­ ingum fjárfesta. Einungis tíu vikum áður voru flestar þessara viðskipta hug mynda á frumstigum og kynn ingarnar á þeim voru mjög tak markaðar. En á tíu vikum unnu fyrir tækin saman í Startup Reykja vík­pró ­ gramminu og fleiri en fimm tíu leið bein ­ endum til þess að hanna, prófa og gera við skiptahugmyndina að veruleika. Startup Reykjavík var stofnað árið 2012 að frumkvæði Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Innovits – Nýsköpunar­ og frumkvöðlaseturs og Arion banka. Startup Reykjavik er tíu vikna fyrirtækjahraðall þar sem markmiðið er að flýta uppbyggingu sprotafyrirtækja og gera fyrirtæki fjárfest ­ ingarhæf. Um 180 fyrirtæki sóttu um þátt ­ töku en einungis tíu voru valin. Þetta var próftilraun en gerður hefur verið samn ingur á milli Klaks, Innovits og Arion banka til þriggja ára um að byggja upp þetta verkefni. Leiðbeinendurnir sem tóku þátt í verk ­ efninu voru þrenns konar: fjárfestar, sér fræð ingar í vaxtarferli fyrirtækja og sér fræðingar í upplýsingatækni. Fimmtíu einstaklingar tóku þátt sem leiðbeinendur, sem annars vegar hittu öll fyrirtækin og veittu ráð út frá sínum þekkingarsviðum og hins vegar leiðbeinendur sem völdu ákveðin fyrirtæki sem þeir studdu í gegnum ferlið. Frumkvöðlarnir voru sammála því að ráðin, tengslanetið og stuðningurinn sem þeir fengu í gegnum leiðbeinendakerfið væri ómetanlegur. Lista yfir leiðbeinendur Startup Reykjavík má finna á heimasíðu verkefnisins (www.startupreykjavik.com). Þau tíu fyrirtæki sem tóku þátt í Startup Reykjavík hafa flest hver vakið mikla at­ hygli og hafa fjölmiðlar tekið þátt í að segja frá þeim áhugaverðu hugmyndum sem er grundvöllur þeirra. When Gone varð til í kjölfar þess að frum ­ kvöðullinn lá fyrir dauðanum og vildi skilja eftir skilaboð til ungra barna sinna. Þegar hann náði sér af veikindunum sór hann að gefa öðrum tækifæri að skrá minningar sínar sem væru svo sendar vinum og ættingjum eftir andlát við­ komandi. Designing Reality ætlar að gera öllum kleift að búa til þrívíddarmódel úr ljós­ myndum og birta á miðlum eins og Facebook. Live Shuttle gerir notendum kleift að senda ljósmyndir og vídeó út til vina sinna og annarra í rauntíma. Cloud Engineering sem nýlega vann til alþjóðlegra verðlauna á Arctic 15, býður upp á tækni þar sem hægt er að fylgjast með t.d. verðupplýsingum keppinauta á netinu. Eski Tech er að hanna búnað og viðmót sem gerir lyfjagjöf til eldri borgara skil­ virkari. StartupVille er að búa til leik sem gerir fjárfestum mögulegt að fjárfesta í alvörusprotafyrirtækjum fyrir leikja pen ­ inga en skapar markað og tengsl á milli fjárfesta og frumkvöðla. Mymxlog eru búnir að hanna verk­ og mannauðsstjórnunarkerfi fyrir flug vél­ virkja og tengda aðila. Heilsufar er að hanna kerfi sem gerir fólki kleift að fylgjast með og hugsa um eigin heilsu. Guitarparty er orðið leiðandi í að safna lögum og hljómum á netinu og kenna fólki að spila þessi lög á hljóðfæri. Streamtags er að þróa hugbúnað sem gerir áhorfendum kvikmynda kleift að finna upplýsingar um efni sem birtist í mynd inni á einfaldan og skemmtilegan hátt. Áhugasamir fjárfestar geta fengið að sjá upptöku af kynningum þessara fyrirtækja frá því á Reykjavík Startup Investor Day með því hafa samband við Klak, Innovit eða Arion banka (t.d. eythor@klak.is). Það eru allir sammála um að Startup Reykjavík hafi heppnast einstaklega vel og það leikur enginn vafi á að þetta verkefni verður endurtekið á næsta ári. Verkefnið sýndi og sannaði jafnframt að með til ­ tölulega ódýrum og einföldum hætti, ef menn gera hlutina rétt, er hægt að búa til nýja og glæsilega fjárfestingakosti á Íslandi, flott sprotafyrirtæki sem eiga eftir að marka spor í viðskiptasögu Íslands. Tíu stofnendur sprota­ fyrirtækja stóðu á sviði í Arion banka og kynntu viðskiptahugmyndir sínar 17. ágúst síðastliðinn á fjárfestadegi Startup Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.