Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 67

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 67
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 67 „Það má segja að einhver teikn séu því á lofti um hægan bata í hagkerfinu sem vonandi er kominn til að vera.“ Ferskur fiskur verðmætasta afurðin Hver er verðmætasti varningurinn sem þið flytjið og hvert fer hann? „Það er frekar afstætt hvað sé verðmætast. Ég held þó að eng inn vafi leiki á því að verð ­ mætasta afurðin sem við flytjum er ferskur fiskur. Við fljúgum með allt upp í rúmlega 100 tonn á dag af ferskum flökum eða hnakka stykkjum á markaði í Evrópu og Ameríku. Þarna liggja gífur leg verðmæti fyrir þjóðar­ búið og ein af undirstöðum þess að við sjáum jákvæða breytingu á hagvexti sem svo aftur skilar sér í meiri innflutningi. Við flytjum auðvitað margt annað; mikið af hátæknivöru, lyfjum, fersku græn meti, tískuvöru og svo auð vitað varahlutum, allt vörur sem þola lítinn flutningstíma af ýmsum sökum. Við höfum tekið þátt í að aðstoða viðskiptavini okkar í að koma ýmsum varningi til landsins sem tilheyrir þeim Hollywoodkvik myndum sem gerðar hafa verið hér að undan­ förnu. Síðan flytjum við mikið af lifandi humri frá N­Ameríku til Evrópu að ógleymdum íslensk ­ um hestum sem seldir eru til erlendra hestaáhugamanna.“ leiguverkefnin eru mikilvæg Er mikið um leiguverkefni erlend­ is og hvaða þýðingu hafa slík verkefni? „Við höfum verið með allt að 30% starfseminnar í leiguverk­ efnum erlendis, þar sem við leigjum flugvélar með flugmönn­ um frá Icelandair í ýmis verkefni. Íslensku flugvirkjarnir okkar sjá þá einnig um flest viðhaldsverk­ efni sem tengjast þessum vélum. Þegar mest var vorum við með fjórar vélar bundnar í verkefnum en í kjölfar efnahags­ þrenginga í Evrópu ákváðum við að skera niður í þessum hluta rekstrarins í byrjun árs og skiluðum einni vél sem við vorum með á leigu til eigenda. Við sjá um stöðuna aðeins þróast upp á við aftur og vorum nýverið að ganga frá samningi um nýtt leiguverkefni þannig að staðan virðist vera að lagast. Þýðing þessara verkefna fyrir fyrirtækja­ samstæðuna Icelandair Group er mikil. Þessi verkefni eru t.d. flest á öfugu róli við sveiflurnar í rekstri Icelandair, systurfyrirtækis okkar, sem þýðir að við getum nýtt flugmenn sem þeir væru ann ars með verkefnalausa, m.ö.o. skapa þessi verkefni okkar at vinnu fyrir fjölda starfsmanna í fyrirtækja­ samstæðunni. Auk þess skapa þau auðvitað tekjur fyrir Icelandair Cargo og falla vel að rekstri frak­ tvéla okkar. Stærri floti af fraktvél­ um hjálpar okk ur að halda uppi áreiðanlegri þjón ustu fyrir okkar helstu afurð sem er fraktflutningar til og frá Íslandi.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.