Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 32

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 32
ERLENT „KALDA STRIÐINU ER LOKIÐ" Ásgeir Hannes á þmgmannaráðstefnu Nató ásamt fulltrúum frá Austur-Evrópu ÓSKAR GUÐMUNDSSON — Á þessari ráðstefnu fann maður greinilega fyrir því að kalda stríðinu er lokið, sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, sem er nýkominn af þingmannaráð- stefnu Natóríkjanna, en hún var haldin í Lundúnum á dögunum. Þar var Ásgeir Hannes m.a. samskipa mönnum eins og Alexander Dubcek forseta tékkneska þingsins. Við spurðum þingmanninn um ráðstefnuna: — Á þinginu var rætt um breytt hlut- verk Nató í framtíðinni. Umræðan snérist um það á nokkuð opinskáan hátt að leita að nýju hlutverki Nató eftir að bandalagið hefur misst glæpinn, -kommúnisminn hruninn. — í ræðu minni á fundinum tók ég fyrir það tvöfalda siðgæði sem felst í því að selja öllum sem hafa vilja vopn og síðan falla þessi vopn í hendur óvinanna eftir ýmsum leiðum. Á þetta rækjust menn í Persaflóadeilunni, þar sem Natóþjóðirnar standa við alvæpni frammi fyrir hersveit- um búnum nýtísku natóvopnum, vopn- um sem seld voru íranskeisara á sínum tíma og Kuvaitstjórn, en írakar hafa tekið herskildi svo dæmi séu nefnd. Þess vegna lagði ég til að komið yrði á reglum um vopnasölu Natóríkjanna. Bandaríkja- menn og fleiri tóku vel í þessi viðhorf. Þarna var sú stefna ítrekuð að Nató hefði ekki verksvið utan svæðisins. Þannig verður Nató ekki beitt við Persaflóa held- ur eru herirnir þar á vegum viðkomandi ríkja. — Ástandið í Austur- Evrópu var rætt ítarlega og þá sérstaklega óttinn við mikla fólksflutninga eftir að landamæri hafa verið opnuð. Þetta var rætt í efnahags- nefnd þingsins, sem ég sat í. Vestur-Þjóð- verjarnir sögðu að meðal stærstu vanda- mála væri skorturinn á eðlilegu frum- kvæði þeirra austan megin. Þeir hefðu vanist við að framkvæma eftir fyrirskip- unum og miðstýringu og kynnu einfald- lega ekki á vinnulag eins og það þekkist vestan megin. Þó vandamál séu sértæk í hverju Austur-Evrópuríki þá eru gífurleg vandamál sameiginleg; óhugnanleg um- hverftsmengun, vanþróuð peningakerfi, innra kerfið er í molum, liðónýtt dreif- ingakerfi, alltof stórt ríkiskerfi með til- heyrandi herjum, lögreglu og skrifræði, miklar erlendar skuldir og víða matar- skortur. Menn óttast að þetta leiði til að nýfengið lýðræði fái ekki að njóta sín og ástandið leiði til átaka á milli ríkjanna bæði innbyrðis og út á við — og meiri háttar þjóðflutninga vestur á bóginn. — Þróunarbanki Evrópu er meðal þess sem á að koma í veg fyrir hörmulegar af- leiðingar af þessum toga sem ég var að rekja. Bankinn er hins vegar ekki í stakk búinn til að taka á vandanum eins og þyrfti, það er talað um að vanti þúsundir milljarða íslenskra króna, stjarnfræðilegar upphæðir í viðbót. Það er litið á það bein- línis sem eitt brýnasta hagsmunamál Natóþjóða að lýðræði fái að þróast í Aust- ur-Evrópu og fólk fái notið velferðar. — Það sýnir best breytingarnar að á þinginu tóku þátt fulltrúar frá Austur- Þýskalandi og áheyrnarfulltrúar frá flest- um Austur-Evrópuþjóðum með Alexan- der Dubcek í broddi fylkingar. Síðan voru þarna áheyrnarfulltrúar bæði frá Jap- an og Ástralíu. Þessir fulltrúar gerðu grein fyrir ástandinu í sínum löndum og tóku þátt í umræðunum. — Það var einnig dálítið pælt í því að Natóþjóðum yrði fjölgað en mörg Austur- Evrópuríkjanna hafa áhuga á inngöngu í bandalagið, samtímis því að hlutverki þess verði breytt. Þess vegna gæti Nató orðið friðar- og umhverfisverndarbanda- lag allra Evrópuríkja fyrr en varir. — Á þessu þingi fann maður svo greinilega að kalda strfðinu er lokið. En ráðstefnan var haldin í skugga Saddan Husseins. Kannski má segja að búið sé að færa víglínuna til úr miðri Evrópu og aust- ur í Persaflóa. Bandaríkjamennirnir voru Evrópusinnaðir og opnir fyrir öllu. Þarna hitti ég ungan mann á uppleið fyrir vestan, Joe Kennedy, son Roberts heitins. Það er gaman að lifa þessa tíma og manni finnst á svona ráðstefnu að allir séu í einum flokki, — Borgaraflokki heimsins, sagði Ásgeir Hannes Eiríksson þingmaður Reykvík- inga að lokum. 0 32 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.