Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Síða 56

Frjáls verslun - 01.05.2013, Síða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 Eimskip: HVAð GERIR óskabarnið? ÖSSuR úT úR úrvalsvísiTölunni Þrátt fyrir að bréfin hafi hækkað um 25% frá skráningu í lok síðasta árs eru fjárfestar í Eimskipafé lagi Íslands ekkert að deyja úr hamingju, séu þeir á annað borð enn inni. Hlut höfum í Eimskip hefur fækk að um 40% á fyrstu þremur mán - uðum ársins en augljóst var að margir voru að losa um peninga til að geta tek - ið þátt í nýjum út boðum. Hugsanlega hafa þeir veðj að á réttan hest því bréf Eim skipafélagsins hafa ekki hækkað mikið síðan. Á sama tíma hefur Iceland- air skilað stöðugri hækkun en þessi félög eru gjarnan borin saman og heildarmark- aðsvirði var á líku róli í upp hafi árs. Þegar kemur að vaxtar möguleikum virð ast fjárfestar þó hafa meiri trú á samgöngum um loft en um sjó! Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar verið að minnka hlutdeild sína í Ice landair og auka við sig í Eimskipafélag- inu. Sjálfsagt verður það fyrst og fremst útskýrt með þeirri aðkomu sem þeir höfðu að Iceland air í upphafi endur- skráningar félagsins. Það hefur verið gagnrýnt að íslenska úrvalsvísital-an inniheldur enn bréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf. og vægi þess félags í vísitölunni er í kringum 22%. Ástæða gagnrýninnar er að viðskipti með hlutabréf félagsins í íslensku Kauphöllinni eru mjög lítil og er verðmyndum á hlutabréfum félagsins mjög óskilvirk. 13% lækk- un frá áramótum er síðan ekki til að kæta fjárfesta. Því er undarlegt að það virki svona mikið í úrvals- vísitölunni. Félagið er í raun skráð í Kauphöll- ina hér á landi gegn vilja sínum. Það var á sínum tíma einhliða skráð af Kauphöllinni og er slík uppsetn- ing ekki beint sú heppilegasta sem hægt er að hugsa sér. Um leið hefur Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins, gripið flest tækifæri til að gagnrýna þetta fyrirkomulag. Hinn 1. júlí sl. féll Össur hins vegar út úr úrvalsvísitölunni við breytingu á samsetningu hennar og er það skoðun Greiningar Íslandsbanka að það sé breyting til hins betra. Vita- skuld má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefur á fjárfestingu lífeyrissjóða sem gjarnan vilja binda fjárfestingu sína við aðallistafélög. Sömuleiðis eru vísitölusjóðir sem fjárfesta eftir slíkum leiðarvísum. Össur er um 76 milljarða króna virði og íslenskir fjárfestar eiga um 35% eða um 27 milljarða. Eigi að síður virðast báðir aðilar vera áhugalausir; Össur um íslensku fjárfestana og íslenskir fjárfestar um Össur. Félagið er líkast steinrunn- um risa hér á landi og á nýlegum fjárfestadegi (Capital Markets Day) í London sá aðeins einn greiningar- aðili hér á landi sér fært að senda mann. „Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar verið að minnka hlut deild sína í Icelandair og auka við sig í Eim­ skipafélaginu.“ gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Hlutabréfin í Eimskip hafa hækkað um 35% frá skráningu. Jón Sigurðsson, forstjóri össurar. „Viðskipti með hluta­ bréf Össurar í íslensku kauphöllinni hafa verið sáralítil.“ hvar eru spenn- andi félög? Það er einhvern veginn þannig að félög eru oft metin með tilliti til þess hvaða mögu leika þau hafa á skrán ingu í kauphöll. Vita- skuld er það ekki einhlítur vitnisburður en skráning er þó alltaf staðfesting á að félag hafi traustan fjárhag og skýra framtíðarsýn. En um leið vilja fjárfestar fá félög sem bjóða upp á ævintýri. Hver vill ekki vera á vettvangi þegar nýtt félag tekur flugið? Því ekki að fá í skráningu félög eins og Bláa lónið, Meniga, OZ, CCP, MP-banka, Gamma, Datamarket, Stjörnu-Odda, Marorku, LS retail og Car- bon Recycling? Svo fáein séu nefnd. Hvers vegna ekki að fá í skrán ingu félög eins og Bláa lónið, Meniga, OZ, CCP, MP ­ banka, Gamma, Datamarket, Stjörnu­Odda, Marorku, LS Re­ tail og Carbon Recycling? Borgartún 6 veislumidstodin.is S: 517-0102 HLUtAbRéFAmARkAðURiNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.