Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.05.2013, Qupperneq 64
64 FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 5. Hvernig er stjórnin til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti? Ég held fyrst og fremst með því að vera nógu sjálfs­ gagn rýnin og meðvituð um að góðir stjórnarhættir eru enda laust ferli, sem verð ur aldrei fullkomnað, og vera sífellt tilbúin að horfa gagn­ rýn um augum á sjálfan sig, fyrri ákvarðanir, ferli, kerfi og hvaðeina sem viðkemur störf­ um stjórnar. Stjórnendur og stjórn í samvinnu leggja hart að sér við að fara endurtekið í gegn­ um alla áhættuþætti, ferli, kerfi, samskipti o.s.frv. til að tryggja góða stjórnarhætti í hvívetna. Til þess þarf ákveðna þrautseigju og ekki síst kjark til að setja sín störf undir mæliker opinberlega. Við erum afskaplega stolt af því að Stefnir varð fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að fá vottun sem fyrirmyndar fyrir­ tæki í stjórnarháttum. Okkur er hins vegar fullkomlega ljóst að það er ekki varanleg staða ef við erum ekki alltaf á tánum. Stefnir keppir á mark aði sem tekur sífelldum breytingum og stjórnarhættir þurfa sífellt að taka mið af því. 6. Af hverju er mikilvægt að vera til fyrirmyndar? Að vera til fyrirmyndar er Stefni lífsnauðsynlegt. Við erum stærsta sjóðstýringar­ fyrir tæki landsins, tilgangur okkar í virðiskeðjunni er að taka við, varðveita og ávaxta eftir bestu getu annarra manna fé. Okkur er treyst fyrir sparnaði fólks, sem er mikill ábyrgðarhlutur. Það traust er ekki byggt á neinum áþreifanlegum eignum, vörum eða byggingum sem við ráðum yfir, heldur einfaldlega á trú fólks á því að við séum í senn metnaðarfull, grandvör, heiðar leg og fagleg, þ.e.a.s. til fyrirmyndar í öllum skiln ingi þess orðs. Ef við stönd um ekki undir því er tilvistar grund­ völlur Stefnis einfaldlega ekki fyrir hendi. „Faglegir stjórnar­ hættir stjórn ar setja línuna fyrir alla aðra starfsemi fyrirtækisins, því eftir höfðinu dansa limirnir.“ 1. Af hverju eru góðir stjórnarhættir mikilvægir? Hér er gert ráð fyrir að skilgreining á stjórnar hátt um fyrirtækja lúti að þríhliða sam­ bandi milli hluthafa, stjórn ar og framkvæmda stjórn ar ásamt ytra umhverfi. Fullyrða má að innleiðing góðra stjórnarhátta er eitt af mörgum mikilvægum skrefum í átt að endurreisn íslensks viðskipta­ og efnahagslífs þar sem góðir stjórnarhættir tryggja gagnsæi og traust varðandi rekstur fyrirtækja. Góðir stjórnarhættir hafa þann tilgang að samræma vinnu innan fyrirtækja hvað þessa grundvallarþætti í stjórnun þeirra varðar. Markaðs­ aðilar og hluthafar geta þá gert ráð fyrir ákveðinni hegð un allra aðila innan félagsins. 2. Hvað þarf að gera til þess að efla góða stjórnarhætti á Íslandi? Fyrirtæki og stjórnendur þurfa að tileinka sér góða stjórn ar hætti. Svarið við þessari spurn ingu er fræðsla og er vísað til ágætra leiðbeininga um góða stjórnarhætti sem stjórn endur fyrirtækja ættu að tileinka sér: Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja gefnar út af Við­ skipta ráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, tilv. 2009 ISBN 978­9979­9916­2­5. 3. Hvert er hlutverk þinnar stjórnar? Stuðla að viðgangi félags­ ins, gæta hagsmuna hluthaf­ anna, hafa forystu ásamt fram­ kvæmdastjóra um að móta stefnu og setja markmið og bera ábyrgð á starfsemi félagsins. Einnig að veita forystu um gerð starfs áætlunar stjórnar og meta árangur reglulega. 4. Hvert er hlutverk þitt sem stjórnarformaður? Stjórnarformaður ber ábyrgð á starfsemi stjórnar, halda stjórnarmönnum upplýstum um málefni félagsins og veita forystu um gerð starfsáætlunar stjórnar. Stjórnarformaður ber einnig ábyrgð á samskiptum stjórnar við hluthafa og fram­ kvæmdastjórn og ytra umhverfi þar sem það á við. 5. Hvernig er stjórnin til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti? Stjórn Mannvits fékk utanað­ komandi ráðgjafa 2011/2012 til að greina stjórnarhætti fé­ lagsins og kanna fylgni við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sbr. tilvísun í lið 2 hér að ofan. Eftir að niðurstöður lágu fyrir í mars 2012 hefur verið unnið markvisst innan stjórna félagsins að því að upp­ fylla atriði sem betur máttu fara til að ná því markmiði að vera til fyrirmyndar í stjórnarháttum í öllum atriðum. 6. Af hverju er mikilvægt að vera til fyrirmyndar? Góðir stjórnarhættir taka við þar sem löggjöfinni sleppir og fela í sér auknar skyldur stjórn­ enda fyrirtækja á ýmsum sviðum og leggja grundvöll að trausti og gegnsæi í starfsemi félagsins og TRAUST er eitt af gildum Mannvits. Traust og gagnsæi í rekstri er nauðsynlegt fyrir allan framgang fyrirtækja. jón már Halldórsson, stjórnarformaður hjá verkfræðistofunni mannviti: mARKVISST sTarf Jón már Halldórsson, stjórnarformaður hjá verkfræðistofunni mannviti. góðiR StJóRNARHættiR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.