Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 18
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR með geðræna kvilla samanborið við að meðaltali tæplega 16% barna almennt (3,17). Hjá börnum með Downs heilkenni eru ýmsar ofvirkni- og hegðunar- raskanir algengastar. Geðræn vandamál hjá fólki með Downs heilkenni aukast með aldrinum og eru hærri hjá þeim sem eru vistaðir á stofnunum. Fólki með Downs heilkenni er þó síður hætt við geðrænum kvillum en öðrum þroskaheftum þar sem ýmsar far- aldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt 30-50% tíðni geðrænna sjúkdóma. Undantekning frá þessu er þunglyndi sem greinist oftar í fullorðnu fólki með Downs heilkenni en hjá öðrum með sambærilegan þroska (1,5). Öldrun og lífslíkur: Hjá fólki með Downs heilkenni gætir áhrifa aldurs óvenju snemma í ýmsum líffærum, til dæmis í húð og augum. Sjónskerðing á fullorðins- árum vegna skýs á augasteini byrjar fyrr og er algeng- ari en hjá öðrum. Fólk með Downs heilkenni er lík- legra en aðrir til að fá Alzheimerssjúkdóm og flest þeirra eru með vefjafræðilegar breytingar sjúkdóms- ins í heila (beta-amyloid plaques og tangles) þegar um fertugt (18). Um er að ræða heilabilun sem veldur skerðingu á almennri færni auk minnistaps sem 15- 40% fólks með Downs heilkenni þjáist af þegar aldurinn færist yfir samanborið við 9% fólks almennt á aldrinum 75-84 ára (3,19). Einkennin geta verið óljós og mismunagreining erfið, sérstaklega hjá mjög þroskaheftu fólki. Einkennin koma oftast fram upp úr sextugu en geta birst strax upp úr fertugu (18). Nú er talið að tvö gen á litningi 21 tengist beint Alz- heimerssjúkdómnum (stuðli að framleiðslu á amyl- oid precursor proteine og superoxide dismutasa), valdi próteinútfellingum í heila sem síðan eru orsök klínískra einkenna sjúkdómsins (5). Lífslíkur fólks með Downs heilkenni hafa aukist mikið á seinustu áratugum og á 20. öldinni fimmföld- uðust þær. Um 1930 voru meðallífslíkur níu ár en nú má búast við að meira en helmingur fólks með Downs heilkenni nái sextugsaldri (20). Skipta þar miklu framfarir í greiningu og meðferð meðfæddra galla á líffærum og meðferð sýkinga. Samfara þessu hafa lífsgæðin aukist, stofnanavist heyrir sögunni til, markviss þjálfun hefst strax í frumbernsku og er ráð- lagt að fólk með Downs heilkenni taki sem virkastan þátt í venjulegu fjölskyldulífi. Með vandaðri kennslu og námsmarkmiðum við hæfi hvers og eins má oft þjálfa upp ýmsa grunnfærni í skólanámi og sjálfs- hjálp. Þrátt fyrir framfarir í þjálfun og kennslu þurfa flestir einhvern stuðning í daglegu lífi. Downs heilkenni á íslandi við aldamót Á seinasta áratugi greindist 51 barn með þrístæðu 21 við litningaprófun hér á íslandi og á sama tímabili greindust 44 fóstur með þennan galla (munnlegar upplýsingar frá Jóhanni Heiðari Jóhannssyni). Á þessu árabili fæddust 43.560 lifandi börn á landinu og því lætur nærri að nýgengi Downs heilkennis á ís- landi nú í byrjun 21. aldar sé 1:850. Athuganir sýna að það hefur haldist nánast óbreytt á undanförnum ára- tugum enda hefur einungis mæðrum 35 ára eða eldri og konum í öðrum áhættuhópum verið boðin leit að litningagöllum með legvatnsprófi (21,22). Hins vegar er vitað að rúmlega 80% barna með Downs heil- kenni eru fædd af mæðrum yngri en 35 ára (3). Af 50 þessara barna með Downs heilkenni sem fæddust á seinasta áratugi eru 30 (60%) með með- fædda hjartagalla, þar af eru rúm 60% með alvarlega galla sem þarfnast meðferðar (óbirtar niðurstöður Solveigar Sigurðardóttur). Til samanburðar er rétt að nefna að 1,7% af öllum lifandi fæddum börnum á ís- landi á árunum 1990-1999 voru með meðfædda hjartagalla (12). Hjartaskurðaðgerðir hafa þegar ver- ið gerðar á 16 þessara barna með Downs heilkenni, þar af 12 erlendis. Slíkum ferðum fylgir mikið álag, ekki bara fyrir barnið sjálft og foreldra þess heldur einnig systkini og aðra nákomna ættingja. Þrjú börn hafa greinst með flogaveiki, tvö eru með verulegt leiðniheyrnartap, önnur tvö eru sjónskert vegna meðfædds skýs á augasteinum og eitt barn hefur greinst með bráðahvítblæði (12, óbirtar niðurstöður Solveigar Sigurðardóttur). Fósturgreining Til umræðu er að bjóða öllum mæðrum á íslandi, óháð aldri, skimun fyrir litningagöllum í 11.-13. viku meðgöngu. Um er að ræða ómskoðun á fóstrinu þar sem hnakkaþykkt þess er mæld auk mælingar á líf- efnavísum í blóði móður. I kjölfar þessa eru reiknað- ar út líkurnar á að fóstrið sé með litningagalla. Séu líkur auknar gefst kostur á litningarannsókn á fóstur- frumum (23,24). Foreldrum gefst kostur á að binda endi á meðgönguna í kjölfar greiningar á Downs heil- kenni, öðrum litningagöllum eða alvarlegum, með- fæddum göllum af öðrum orsökum. Ekki eru allir á eitt sáttir um réttmæti slíkrar greiningar. Ef lífvæn- legur fósturgalli greinist snemma, til dæmis Downs heilkenni, gefst foreldrum gott ráðrúm til að undir- búa sig og alla fjölskylduna fyrir fæðingu fatlaðs barns. Þau geta ráðfært sig við aðra foreldra sem eiga börn með sama heilkenni, tilfinningalegt áfall eftir fæðinguna verður líklega minna en ella og læknar og hjúkrunarfólk geta strax brugðist rétt við líkamlegum vandamálum. Eg tel að þessi atriði vegi þungt í um- ræðunni um réttmæti og siðfræði við greiningu á fóst- urgöllum snemma á meðgöngu. Heimildir 1. Pueschel SM, Pueschel JK. Biomedical concerns in persons with Down syndrome. Paul H. Baltimore: Brookes Publishing Company; 1992. 2. Haddow JE. Antenatal screening for Down's syndrome: Where are we and where next [commentary]? Lancet 1998; 352: 336-7. 3. Dykens EM, Hodapp RM, Finucane BM. Genetics and mental retardation syndromes. A new look at behavior and inter- ventions. Baltimore: Paul H. Brookes Publishing Company; 2000: 59-97. 18 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.