Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 42
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Endir bundinn á þungun í 18. til 20. viku meðgöngu vegna fósturgalla Álfheiður Árnadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, deildarstjóri á meðgöngudeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Álfheiður Árnadóttir meðgöngudeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000; netfang: alfheida@landspitali.is Lykilorð: meðgangci, fóstureyðing, fósturgreining. I þessari grein er stuttlega fjallaö um það ferli sem hefst þegar kona hefur ákveðið að binda endi á með- göngu við 18. til 20. viku þungunar vegna fósturgalla. Rakinn er gangur meðferðarinnar á kvennadeild og skömmu eftir útskrift þaðan. Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að binda endi á meðgönguna gefst konunni og stuðningsaðila hennar enn nokkur tími til að átta sig á hlutum og ákveða sjálf hvenær þeim finnst þau tilbúin að koma á meðgöngudeildina. Venjan er sú að konan og stuðn- ingsaðili hennar eru á einbýli með sér snyrtingu. Kon- an velur sjálf hvern hún hefur hjá sér sem getur verið með henni í gegnum allt ferlið. Reynt er að sjá til þess að sama ljósmóðirin annist konuna og það sé sem mest samfella í umönnun. Hún tekur á móti konunni við komu á deildina, sýnir henni og stuðningsaðila deildina, fer yfir ferli meðferðarinnar og gengur úr skugga um að allt sé ljóst og að konan hafi skilið upp- lýsingar frá læknum og ljósmæðrum og tekið ákvörð- un út frá eigin forsendum. Deildarlæknir tekur sjúkra- sögu og gerðar eru nauðsynlegar blóðrannsóknir. Meðferðin felst í því að gefnir eru stílar í leggöng (Cervagem®), en í þeim er prostaglandínefni sem mýkir leghálsinn og kemur af stað samdráttum. Stíl- arnir eru settir upp í leggöngin á bak við leghálsinn á þriggja tíma fresti samkvæmt mati á framgangi, þó aldrei oftar en sjö sinnum. Mikilvægt er að konan haldi kyrru fyrir í rúminu í um það bil 30 mínútur eftir að stfll hefur verið settur upp. Dugi ekki að nota prostaglandínstfla til að framkalla fæðingu, er notað oxýtócínlyf (Syntocinon®), sem einnig framkallar samdrætti í leginu. Það er gefið í æð með sídreypi. Samdrættir í legi sem líkjast slæmum tíðaverkjum geta komið einni til einni og hálfri klukkustund eftir að stíl hefur verið komið fyrir í leggöngunum. Mikil- vægt er að viðhafa góða verkjameðferð og í fyrstu eru gefnar verkjatöflur en síðan sterkari lyf eftir þörfum eins og petidín og fenergan eða Ketogen®. Mjög misjafnt er hve langan tíma fæðingin tekur og stund- um getur framganga fæðingarinnar dregist og staðið í 12-36 klukkustundir, en þetta er þó mjög einstak- Jingsbundið. I fyrstu getur konan neytt almennrar fæðu, síðan er venjulega skipt yfir í létt fæði og þegar nær dregur fæðingunni er konan fastandi með nær- ingu og vökva í æð. Konan fæðir á stofunni sem hún hefur dvalið á. Þegar fæðingin er afstaðin er læknir látinn vita. Ef fóstrið lítur vel út er foreldrum ráðlagt að hafa fóstrið hjá sér og kveðja það. Það hefur reynst vel. Oft á tíðum lætur fylgjan á sér standa sem er ekk- ert óeðlilegt. Ef hún skilar sér ekki sjálfkrafa eftir eina til eina og hálfa klukkustund er farið með kon- una á skurðstofu og fylgjan sótt. Miklu máli skiptir að fylgjast vel með brjóstunum eftir fæðinguna þar sem mjólkurmyndun getur hafist þrátt fyrir að fæðing eigi sér stað svo snemma í með- göngunni. Sé konan gengin með 16 vikur eða meira eru gefnar töflur með prólaktínhemjandi verkun (Dostinex®) fljótlega eftir fæðinguna, en ekki seinna en 48 klukkustundum eftir fæðingu. Konunni og fjöl- skyldu hennar er boðið viðtal við félagsráðgjafa þar sem konur, sem fæða eftir 18-22 vikna meðgöngu, eiga rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofi. Einnig er boðið viðtal við prest þar sem farið er yfir hvernig þau vilja ganga frá fóstrinu. Þar er um tvennt að velja: • í Fossvogskirkjugarði er vígður fósturreitur sem fóstur er sett í eftir að það hefur verið brennt. • Hægt að setja fóstrið í litla kistu eða fósturstokka og jarða sér eða hjá aðstandanda. Kallaðir eru til fleiri fagaðilar eftir ósk foreldra eins og hægt er hverju sinni. Konan útskrifast yfirleitt af deildinni 6-12 klukkustundum eftir fæðinguna, treysti hún sér til þess. Þetta er alltaf metið í samráði við hana og stuðningsaðila hennar. Ljósmóðirin, sem annaðist konuna og fjölskyldu hennar mest í ferlinu og tók á móti fóstrinu, hringir síðan í þau einni til tveimur vikum síðar og athugar hvernig þeim líði. Konurnar fá síðan tíma hjá fæðingarlækni um fjórum vikum eftir útskrift. Nlðurlag Ákvörðunin að fara í fóstureyðingu er öllum fjöl- skyldum mjög erfið. Að standa frammi fyrir því, að barnið sem von er á greinist með fósturgalla á 16.-20. viku meðgöngu er skelfileg staða. Eg held að þrátt fyrir að við ljósmæður á meðgöngudeildinni höfum mikla reynslu af því að vera með þessum konum og taka þált í þessu ferli með þeim, þá upplifum við alltaf hvað þetta er þeim erfitt og veldur þeim mikilli sorg. Enginn skilur það fullkomlega nema sá sem lendir í því sjálfur. Við heyrum fólk oft segja: „Það hvarflaði ekki að okkur að eiga eftir að lenda íþeirri aðstöðu að þurfa að ákveða að fara í fóstureyðingu. Ég/við höfum alltaf verið á móti fóstureyðingum og þurfa svo að taka þessa ákvörðun. “ Við ljósmæður, sem störfum með þessum konum og fjölskyldum þeirra, leggjum mikla áherslu á að þau gangi í gegnum þetta sorgarferli saman. Áfallið er 42 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.