Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 43
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Ákvörðunin. © Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. mikið fyrir alla í fjölskyldunni. Fyrir nokkrum árum var litið svo á að hlutverk barnsföðurins væri að vera alltaf sterkari aðilinn, vera sá sem styddi konuna í gegnum þetta fyrst á eftir og næstu mánuði. Þegar konan fór svo að jafna sig eftir einhverja mánuði fengu karlarnir hins vegar sjokkið og áttu mjög erfiða tíma. Þetta reyndi oft mjög á sambúðina/hjónabandið. Fræðsla fyrir fjölskylduna nú á tímum miðar við það að þau styðji hvort annað frá upphafi og fari saman í gegnum sorgarferlið. Það hefur reynst miklu betur. Rannsókn sem gerð var í Noregi 1996 (1) sýnir að sorgarferlið er alveg jafn erfitt konunni hvort sem hún fer í fóstureyðingu vegna fósturgalla í 16.-18. viku meðgöngu eða missir fóstur á meðgöngu af öðrum ástæðum. Þær niðurstöður eru í samræmi við reynslu okkar hér á deildinni. Fyrir okkur sem önnumst þessar konur og fjölskyldur þeirra er mikilvægast að styðja þau sem best í gegnum þetta ferli eins og þau óska eftir og á þeirra forsendum. Heimild 1. Salvesen KÁ, Öyen L, Schmidt N, Malt UF, Eik-Nes SH. Com- parision of long-term psychological responses of women after pregnancy termination due to fetal anomalies and after peri- natal loss. Ultrasound Obstet Gynecol 1997; 9: 80-5. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 43

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.