Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 14
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 AGRIP GESTAFYRIRLESTRA G 1 Er raunhæft að stunda gagnreyndar tannlækningar í munn- og tanngervalækningum? Bjarni Elvar Pjetursson Tannlæknadeild HÍ bep@hi.is Daglega standa tannlæknar frammi fyrir því að taka ákvarðanir um meðferð sjúklinga. Þegar tekin er ákvörðun um smíði tanngervis í tannlaust bil, er algengast að tönnin sé annaðhvort smíðuð á stakan tannplanta eða sem brú með tvær stoðtennur sitt hvorum megin við bilið. Við gerð meðferðaráætlunar þarf að skoða áhættuþætti nánar. Tanngervi, hvort heldur eru smíðuð á tannplanta eða stoðtennur, eru undir miklu álagi og geta gefið sig við notkun í munni. Það geta verið minniháttar vandamál sem hægt er að lagfæra á einfaldan hátt, en einnig geta komið upp erfiðari og flóknari vandamál sem geta í versta falli valdið því að endurgera þarf tanngervið. Það er Ijóst að þrátt fyrir að meirihluti tanngerva standi sig vel undir þessu mikiu álagi, eru líffræðileg og tæknileg vandamál ekki óalgeng. Þegar tennur og tannplantar eru borin saman, hefur það sýnt sig að vandamálin hjá tannstuddum tanngervum eru frekar líffræðilegs eðlis, en vandamálin hjá tannplantastuddum tanngervum eru frekar tæknilegs eðlis. Þar sem engar slembirannsóknir hafa verið framkvæmdar í munn- og tanngervalækningum þar sem brýr á stoðtennur eru bornar saman við stakar krónur á einn tannplanta, hefur verið reynt að draga saman á kerfisbundinn hátt þær rannsóknir sem til eru. Þetta er gert í þeirri viðleitni að bera saman hefðbundnar brýr á stoðtennur við stakar tennur á tannplanta og til að meta umfang líffræðilegra og tæknilegra vandamála sem upp kunna að koma. í þessum fyrirlestri verður leitast við skýra niðurstöður þessara kerfisbundnu yfirlita og mismunandi áhættuþætti, sem tannlæknar og sjúklingar ættu að hafa í huga þegar gerðar eru meðferðaráætlanir fyrir sjúklinga. Leitast verður við að svara þeirri spurningu, hvort hægt sé að stunda gagnreyndar tannlækningar í munn- og tanngervalækningum. Höfum við nægar rannsóknir til að geta gert upp á milli mismunandi meðferðarmöguleika, svo sem tannstuddra, hefðbundinna tanngerva, hengiliðsbrúa, tanngerva sem studd eru bæði af tönnum og tannplöntum, stakra króna eða brúa á tannplanta, eða eiga tannlæknar einfaldlega að láta reynslu sína og hjartað ráða för? G 2 Kynhegðun unglinga í víðu samhengi Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ, kvcnnadeild Landspítala ssb@hi.is Kynheilbrigði unglinga er hverri þjóð mjög mikilvægt og þurfa forvarnir að byggjast á gagnreyndri þekkingu. í þessu erindi verður fjallað um rannsóknir á kynhegðun unglinga út frá þremur meginflokkum. Það eru rannsóknir á kynhegðun unglingsins, samskiptum hans við aðra og um áhrif samfélagsins á kynhegðun hans. Einstaklingsrannsóknir skoða meðal annars hvenær unglingar byrja að stunda kynlíf, fjölda rekkjunauta, ábyrga og óábyrga notkun getnaðarvarna. Slíkar rannsóknir lýsa oft áhættusamri kynhegðun. Samskiptarannsóknir og áhrif nánustu aðila í umhverfi unglingsins fjalla um samskipti hans við foreldra, jafningja og kærasta/kærustu. I þessum samskiptum getur ýmist falist áhætta eða stuðningur. Samfélagslegar rannsóknir fjalla meðal annars um áhrif fjölmiðla, skóla og þeirrar kynfræðslu sem þar er í boði en jafnframt um aðgengi og gæði kynheilbrigðisþjónustu. Þær hafa sýnt fram á þætti sem ýmist stuðla að eða draga úr kynheilbrigði unglinga. A Norðurlöndum og víða í Evrópu skortir rannsóknir á árangri kynfræðslu og mjög fáar rannsóknir eru til um árangur kynheilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið unnið að rannsóknum varðandi þunganir unglingsstúlkna bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem tíðni þeirra er há í þeim löndum. Þær rannsóknir sýna að það er margt í umhverfinu sem getur hindrað unga manneskju að lifa ábyrgu kynlífi eins og takmörkuð tengsl við foreldra, jafningjaþrýstingur, takmörkuð kynfræðsla og kynheilbrigðisþjónusta. Nokkrar landskannanir hafa verið gerðar hér á landi á kynhegðun unglinga. Tvær þeirra, frá árunum 1996 og 2009, skoðuðu eingöngu kynhegðun og kynheilbrigði ungs fólks og byggðust á slembiúrtaki úr Þjóðskrá alls 2500 einstaklingum í hvort sinn. Þær sýna með skýrum hætti fram á þarfir ungs fólks hér á landi fyrir kynheilbrigðisþjónustu og að gæði þjónustunnar skipta hvað mestu máli. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á hinum Norðurlöndunum. Island hefur um nokkurt skeið skorið sig úr hvað varðar kynhegðun unglinga. Þeir byrja fyrr að stunda kynlíf og eiga fleiri rekkjunauta en víða annars staðar, svo sem á hinum Norðurlöndunum. Afleiðingar þessarar áhættuhegðunar endurspeglast meðal annars í hærri tíðni ótímabærra þungana en til dæmis meðal annarra unglinga á Norðurlöndum. I erlendum rannsóknum sem og íslenskri rannsókn hefur komið fram að það er töluverð aukin áhætta fólgin í því að byrja snemma að stunda kynlíf. Til að snúa þróuninni við hér á landi og stuðla að kynheilbrigði unglinga er mikilvægt að byggja markvisst upp forvamir á þessu sviði en samhliða því er nauðsynlegt að mæla árangur þeirra. Aðgerðir þurfa að vera víðtækar og felast meðal annars í fræðslu til foreldra, markvissari kynfræðslu í skólum og þróun kynheilbrigðisþjónustu út frá þörfum ungs fólks en jafnframt þarf samfélagið að gefa skýr skiiaboð um kynheilbrigði. G 3 Fjársjóðsleit á hafsbotni - lyfjavirk efni úr íslenskum sjávarlífverum Sesselja Ómarsdóttir Lyfjafræðideild HÍ sesselo@hi.is Leitinni að nýjum lyfjum með sérhæfðari verkun og færri aukaverkunum heldur áfram þrátt fyrir stórstígar framfarir í lyfja- og læknisfræði. Ný lyf eru ýmist hönnuð og smíðuð með efnafræðilegum aðferðum, framleidd með líftækni eða fundin í náttúrunni. Náttúruefni og afleiður af þeim eru virku efnin í meira en þriðjungi allra lyfja á markaði og meira en tveir þriðju allra krabbameins- og sýkingarlyfja eru náttúruefni sem eiga rætur sínar að rekja til plantna, sjávardýra og örvera og stöðugt bætast ný í hópinn. Þetta kemur ekki á óvart sé haft í huga að lífverur, sérlega þær sem ekki geta flúið af hólmi, heyja stöðugan efnahernað sin á milli. Stríðið um að lifa af með vörn og sókn hefur J 14 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.