Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 16
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 er þátttakandi í evrópskri rannsókn á fæðuofnæmi (Europrevall) og er verkefnið hluti þeirrar rannsóknar. Markmið: Að kanna algengi fæðuofnæmis, megineinkenni og algengustu fæðuofnæmisvalda. Bera á niðurstöður saman miili þátttökulanda. Efniviður og aðferðir: Árið 2007 voru 3300 einstaklingar af Reykjavíkur- svæðinu á aldrinum 20-54 ára valin af handahófi til að svara spumingum um fæðuofnæmi í póstlista. Niðurstöður: Alls svöruðu 2091 (63.3%) spurningalistanum þar af vom 51.9% konur. Sex hundmð áttatíu og níu (32.9%) sögðust verða illt af því að borða einhverja fæðu. Þar af voru 508 (73.7%) sem höfðu fengið þessi einkenni oftar en fjómm sinnum. Algengustu einkennin voru frá meltingarvegi (50%), húð (28%) og munni og koki (24%). Algengustu orsakavaldar voru mjólkurvörur 5.0%, fiskur 2.4%, skelfiskur 1.5%, kiwi 0.7%, egg 0.6% , hveiti 0.6% og hnetur 0.5% af öllum svarendum. Rúmlega 14% nefndu ekki ákveðna fæðu sem orsakavald heldur hluti eins og pizzu, feitan mat eða áfengi. Læknir hafði sagt 91 (4.3%) að viðkomandi hefði fæðuofnæmi. Ályktanir: Óþægindi af völdum fæðu eru algeng meðal fullorðinna íslendinga. Einkenni frá meltingarfærum og húð eru algengust. Flestir telja að mjólkurvörur eða sjávarfang valdi einkennum sínum. Ólíklegt er að bráðaofnæmi eigi þátt í nema litlum hluta þessara einkenna. V-26 Hver er afstaða foreldra á íslandi til bólusetninga barna? Emma Dögg Ágústsdóttir1, Ragnheiður Elísdóttir5, Sveinn Kjartansson2-5, Þórólfur Guðnason4, Haraldur Briem4, Asgeir Haraldsson1'2,5 ’Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins, 3Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dandlæknisembættinu, 5Landspítata asgeir®landspitali.is Inngangur: Bólusetningar eru ein arðbærasta og mikilvægasta heil- brigðisaðgerð sem til er og er árangurinn ótvíræður. Öðru hvoru koma upp efasemdaraddir sem kunna að valda áhyggjum foreldra eða hafa neikvæð áhrif á afstöðu foreldra til bólusetninga og þátttöku. Markmið: Meta afstöðu foreldra á íslandi til bólusetninga barna. Efni og aðferðir: Spumingalisti var lagður fyrir foreldra nýfæddra barna á helstu fæðingarstöðum landsins. Spumingarnar voru samdar með það að markmiði að meta afstöðu foreldra til bólusetninga og til heilbrigðiskerfisins. Listinn var lagður fyrir föður og móður hvort í sinu lagi. Niðurstöður: Alls tóku 845 einstaklingar þátt £ rannsókninni, 45% voru karlar og 55% konur. Nær allir þátttakendur (99%) telja bólusetningar veita vörn gegn sýkingum og 97% foreldra ætla að láta bólusetja barn sitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi. Meirihluti foreldra (63%) óttast ekki alvarlegar aukaverkanir bólusetninga, 26% eru óviss en 11% óttast aukaverkanir. Aðeins 38% foreldra telur bólusetningar ákjósanlegri en náttúrulegar sýkingar, 62% eru óvissir eða telja náttúrulegar sýkingar gera barnið hraustara en bólusetningar. Menntun, kyn og fjöldi barna em þeir þættir sem helst hafa marktæk áhrif á afstöðu foreldra til bólusetninga barna. Ályktun: Rannsóknin staðfestir að íslenskir foreldrar eru mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum á fyrsta og öðru aldursári og treysta gagnsemi bólusetninga. Ótti við aukaverkanir er ekki mikill. Þetta gefur von um að áfram megi halda alvarlegum smitsjúkdómum frá íslenskum bömum. Ávinningur af bólusetningum er ríkulegur og fjölþættur bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. V-27 Afmýlandi bólgusjúkdómar í miðtaugakerfi íslenskra barna og unglinga árin 1990-2009 Brynjar Þór Guðbjörnsson1, Ólafur Thorarensen1'2, Laufey Ýr Sigurðardóttir1-2, Hildur Einarsdóttir3 1 Læknadeild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, 3myndgreiningardeild Landspítala asgeir@landspitali.is Inngangur: Afmýlandi bólgusjúkdómar eru alvarlegir sjúkdómar í mið- taugakerfi bama. Árið 2007 setti International Pediatric Multiple Sclerosis Study Group saman flokkunarkerfi. Kerfið flokkar sjúkdómana í barna- MS, Clinically Isolated Syndrome (CIS), Neuromyelitis Optica (NMO) og Acute Disseminated Encephalomyelitis (ADEM). Radiologically Isolated Syndrome (RIS) tilheyrir ekki kerfinu en er afmýlandi ástand. Kerfið auðveldar rannsóknir á sjúkdómunum. Markmið: Meta nýgengi afmýlandi bólgusjúkdóma barna og unglinga á íslandi árin 1990-2009, skoða faraldsfræðilega þætti og leggja mat á meðferð og horfur. Aðferðir: Aftursæ faraldsfræðileg rannsókn. Fundnir voru sjúklingar <18 ára sem uppfylltu greiningarviðmið. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám. Segulómmyndir vom endurmetnar og ástand metið. Tölfræðileg marktækni var sett við p<0,05. Fengin voru viðeigandi leyfi. Niðurstöður: Sjúklingar voru 20, 11 drengir (aldursbil: 1,2-16,9 ár miðgildi:14,5) og níu stúlkur (aldursbil: 13,5-17,5 ár. miðgildi: 15,8). Nýgengi var 1,28/100.000 börn <18 ára. 13 greindust með CIS (7 kvk:6 kk), 2 voru með ADEM, RIS og MS, 1 með NMO. Fjöldi greininga var jafn milli ára að því frátöldu að 6 greindust árið 2009. Algengast var að sjúklingar greindust síðla vetrar. Hjá tveimur var fjölskyldusaga jákvæð. Fástofna (oligoclonal) bönd sáust í mænuvökva hjá fimm af sjö sjúklingum með MS. Afmýlandi skemmdir voru á segulómun hjá 15 af 16 sjúklingum þar sem slíkar myndir lágu fyrir. 14 sjúklingar eru einkennalausir í dag, sjö eru með MS. Ályktanir: Rannsóknin er mögulega einstök þar sem hún nær til heillar þjóðar. Nýgengi afmýlandi bólgusjúkdóma á íslandi er hærra en í nágrannalöndum. CIS er algengasta sjúkdómsgerðin. Líkur eru á að afmýlandi kast þróist út í MS en horfur sjúklinga eru oft góðar. V-28 Meðferð í Bláa lóninu er áhrifaríkari meðferð en einungis UVB Ijósameðferð gegn psoriasis Jenna Huld Eysteinsdóttir1'2'3'5, Jón Hjaltalín Ólafsson1'4'5, Bjöm Rúnar Lúðvíksson15, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3'4, Bárður Sigurgeirsson4 ‘Húð- og kynsjúkdómadeild, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3Bláa lóninu lækningalind, 4Húðlæknastöðinni, 5HÍ jennahuld@gmail.com Inngangur Rannsóknir gerðar á árunum 1992-1995 sýndu fram á að böðun í Bláa lóninu (BL) hafi góð áhrif á skellupsoriasis, og ef samsett með UVB ljósum þá e.t.v. betri áhrif en ljósameðferð ein sér. Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman klínísk og sálfélagsleg áhrif samsettrar meðferðar í Bláa lóninu á psoriasis í samanburði við hefðbundna UVB ljósameðferð. Efni og aðferðir 69 sjúklingum með psoriasis var handahófskennt raðað í þrjá meðferðarhópa: 1) Göngudeildarmeðferð í BL þrisvar í viku í 6 vikur (n=22); 2) 2ja vikna innlögn í BL ásamt 4ja vikna UVB ljósameðferð eftir útskrift (n=23); 3) UVB ljósameðferð þrisvar í viku í 6 vikur á göngudeild (n=24). Árangur meðferðarinnar var metinn með líkamsskoðunum, PASI- skori og ljósmyndun fyrir meðferð, eftir 1,2,4,6 og 10 vikur. Þátttakendur svöruðu lífsgæðaspumingalista fyrir meðferð og eftir 10 vikur. 16 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.