Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 25
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Niðurstöður: Við útskrift af spítalanum var 61% sjúklinga lifandi, aðeins 6 sjúklingar (5%) með skerta heilastarfsemi og enginn meðvitundarlaus. Svipaða útkomu mátti sjá 6 mánuðum síðar. Meðalaldur var 61 ár (20-89 ára), 80% voru karlmenn, meðaltími frá stoppi að blóðflæði var 18 mín (0-60) og 83% voru með hjartasjúkdóma sem líklega ástæðu fyrir hjartastoppi. Ef upphafstaktur var rafleysa og ekki var vitni að hjartastoppi lifði enginn (n=7). Vitni að hjartastoppi og stuðanlegur taktur jók líkur á lifun (76% og 42%, P <0,001) og góðri heilastarfsemi (73% og 34%, P <0,001) við útskrift. Ályktanir: Miðað við rannsókn á sambærilegum sjúklingahóp, áður en kælimeðferð hófst, þá hefur lifun aukist úr 28% í 61%. Lifun hér er sambærileg við aðrar rannsóknir. Af þeim sjúklingum sem lifðu af er stór meirihluti með óskerta vitræna getu og enginn meðvitundarlaus. Góðar horfur eru hjá þeim sem leggjast inn á gjörgæslu og hafa stuðanlegan fyrsta takt en lélegar hjá þeim sem hafa rafleysu. Tafía 1. Árangur kælingar eftir hjartastopp flokkaður eftir upphafstakti. Stuðanlegur taktur (VT/VF): púlslaus sleglahraðtaktur/sleglatif. N Aldur Vitni að Góð Lifun (%) (Median) hjartastoppi heilastarfsemi við við útskrift útskrift -Stuðanlegur taktur 77 62(20-89) 83% 71% 75% (VT/VF) (68%) -Rafvirkni án 16 62 (44-89) 69% 43% 57% dæluvirkni (Pulseless (14%) electrical activity) -Rafleysa (Asystole) 21 59 (21-79) 67% 14% 19% (18%) (n=3) V-55 Sjálfsprottin flysjun í kransæð unglingsstúlku. - Sjúkratilfelli Girish Hirklear1, Oddur Ólafsson1, Valentínus Þ. Valdimarsson2, Hildur Tómasdóttir2, Gylfi Óskarsson5, Hróðmar Helgason5, Sigurður E. Sigurðsson1, Kristján Eyjólfsson4, Tómas Guðbjartsson3-6 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3 *hjarta- og lungnaskurðdeild, 4hjartadeild Landspítala, 5Bamaspítala Hringsins, 6læknadeild HÍ girish@fsa.is Inngangur: Kransæðastífla er afar sjaldséð hjá unglingum. Lýst er sjálfkrafa flysjun í kransæð sem olli hjartabilun og hjartastoppi hjá áður hraustum unglingi. Tilfelli: Komið var með 12 ára stúlku á FSA eftir skyndileg uppköst og andnauð á sundæfingu. Lungnamynd sýndi íferðir og hjarta- línurit og hjartaómun bentu ekki til kransæðastíflu. Lék grunur á svelgjulungnabólgu. Stuttu síðar fór hún í hjartastopp og var flutt með sjúkraflugi á Landspítala. Við komu þangað hafði hjartahnoði verið beitt með hléum í rúmar 2 klst. og alvarlegt lost til staðar. Á meðan á hjartahnoði stóð var ECMO-slöngum komið fyrir í hæ. náraslagæð og hálsbláæð. BÞ hækkaði við ECMO-meðferðina en vegna hjartalínuritsbreytinga og hækkun á hjartaensímum var gerð kransæðaþræðing. Þar sást flysjun með 90% þrengingu á LAD og var æðin opnuð með stoðneti. Við tók fjöllíffærabilun og þurfti að opna fell á hægri kálfavöðvum (fasciotomia) vegna skertrar blóðrásar. Samdráttur hjarta hélst mikið skertur (EF 8-10%) og 5 dögum frá innlögn var hún flutt til Gautaborgar til undirbúnings hugsanlegrar hjartaígræðslu. Þar batnaði samdráttur hjartans af sjálfu sér (EF 30%) og var ECMO-meðferð hætt 2 dögum síðar. Hún var flutt aftur á LSH og útskrifaðist 6 vikum frá upphafi veikinda. í dag, tæpum 3 mánuðum síðar, er samdráttur hjartans nánast eðlilegur (EF 45%). Hún er byrjuð í skóla en er áfram í endurhæfingu. Ályktun: Kransæðastífla getur greinst hjá hraustum unglingum. Aðeins einu sinni áður hefur sjálfsprottinni flysjun verið lýst hjá unglingi, en þar þurfti hvorki að beita ECMO-meðferð né stoðneti. V-56 Áhættuþættir og afdrif sjúklinga sem fá rauðkornaþykkni eftir kransæðaskurðaðgerðir Kári Hreinsson1, Daði Jónsson2, Sólveig Helgadóttir2, Njáll Vikar Smárason4, Gísli H. Sigurðsson11, Martin Ingi Sigurðsson2, Sveinn Guðmundsson14, Tómas Guðbjartsson2-4 'Svæfinga og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3Blóðbanka Landspítala, 4læknadeild HI karih@landspitali.is Inngangur: Rannsaka áhættuþætti blóðgjafar og afdrif sjúklinga sem fá rauðkornaþykkni (RKÞ) eftir kransæðaskurðaðgerð. Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn á 392 sjúklingum sem gengust undir kransæðaskurðaðgerð á íslandi 2004-2006. Sjúklingum var skipt í tvo hópa; 264 sem fengu rauðkornaþykkni (RKÞ-hóp) og viðmiðunarhóp (V-hóp) sem í voru 128 sjúklingar sem ekki fengu blóðgjöf. Hóparnir voru bornir saman m.t.t. magns blæðingar, RKÞ-gjafa, fylgikvilla og skurðdauða (<30 daga). Aðfallsgreining var notuð til þess að meta forspárþætti RKÞ-gjafar. Niðurstöður: Sjúklingar í RKÞ-hópi voru 4,8 árum eldri og hlutfall kvenna hærra (24,6% sbr. 3,1%, p<0,001). Áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir, einnig EuroSCORE og hlutfall aðgerða á sláandi hjarta (OPCAB). Blóðrauði fyrir aðgerð var marktækt lægri hjá RKÞ hópi (139 sbr. 150 g/L). Hærra hlutfall sjúklinga sem tóku asetýlsalisýlsýru <5 daga fyrir aðgerð fengu rauðkornaþykkni, en munurinn var ekki marktækur (p=0,07). Fylgikvillar voru sambærilegir í hópnum fyrir utan gáttatif og fjölkerfabilun sem voru algengari í RKÞ-hópi (p=0,04). Ekki var munur á skurðdauða (0 sbr. 2,3% p=0,09). Blæðing <24 klst. frá aðgerð var 1036 og 641 ml í RKÞ- og V-hópi (p<0,0001) og 11 sjúklingar f RKÞ-hópi gengust undir enduraðgerð vegna blæðingar. Að meðaltali voru gefnar 3,9 ein af RKÞ (bil 1-31) og sjúkrahússdvöl í þeim hópi var 1 degi lengri. Sjálfstæðir áhættuþættir RBK-gjafar voru kvenkyn (OR 6,43, p=0,002), asetýlsalisýlsýrunotkun fyrir aðgerð (OR 1,95, p=0,04), hærri aldur (OR 1,06, p=0,001) og lengri aðgerðartími (OR 1,01, p=0,003). Hærri líkamsþyngdarstuðull (0,88, p=0,004) og hár blóðrauði fyrir aðgerð (OR 0,93, p<0,0001) voru verndandi þættir. Ályktun: Kvenkyn, asetýlsalisýlsýrunotkun og hærri aldur voru sjálf- stæðir áhættuþættir RKÞ-gjafar. Tíðni fylgikvilla var hærri í RKÞ- hópnum en ekki reyndist munur á skurðdauða. V-57 Bráðaaðgerð og saga um hækkaðan blóðþrýsting eru sjálfstæðir áhættuþættir á bráðum nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð Sólveig Helgadóttir1-4, Ólafur Skúli Indriðason2, Gísli H. Sigurðsson3-4, Martin Ingi Sigurðsson4, Hannes Sigurjónsson4, Tómas Guðbjartsson1-4 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2nýmadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 4læknadeild HI soh2@hi.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur fylgikvilli hjartaaðgerða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhættuþætt bráðs nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn er náði til sjúklinga sem gengust undir kransæðaaðgerð á Landspítala 2002-2006. Nýrnaskaði var skilgreindur skv. RIFLE-skilmerkjum og fjölbreytugreining notuð til að skilgreina áhættuþætti bráðs nýrnaskaða. LÆKNAblaðið 2011/97 25

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.