Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 44
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Efniviður og aðferðir: Allar ífarandi pneumókokkasýkingar á landinu öllu eru skráðar á sýklafræðideild Landspítalans. Úr þeim gögnum voru teknar upplýsingar um aldur og afdrif sjúklings (andlát), tegund sýkingar (heilahimnubólga/aðrar ífarandi) og hjúpgerð pneumókokkanna. Reiknað var nýgengið og hlutfall sjúklinga í mismunandi aldurshópum með hjúpgerðir tilheyrandi viðkomandi bóluefnum. Niðurstöður: Alls greindust 458 ífarandi pneumókokkasýkingar á landinu öllu síðastliðin 10 ár, árlegt nýgengi 16/100.000 alls, en 87/100.000 hjá <2 ára og 49/100.000 hjá sjúklingum >65 ára. Hjúpgerðir sem tilheyrðu PCV-10 og PCV-13 voru 74% og 86%. Fyrir heilahimnubólgu (alls 29 eða 6,3%) var hlutfallið 59% og 72%. A rannsóknartímabilinu lést 51 sjúklingur (11%) með ífarandi pneumókokkasýkingu og höfðu 67% og 80% þeirra hjúpgerðir sem tilheyrðu PCV-10 og PCV-13. Mun fleiri í yngsta aldurshópnum (<2 ára) höfðu hjúpgerðir sem er að finna í bóluefnunum, eða 85% í PCV-10 og 96% í PCV-13. Alyktanir: Mikilvægt er að fyrir liggi upplýsingar um algengi mismunandi hjúpgerða pneumókokka í ífarandi sýkingum áður en bólusetning hefst. A þann hátt er betur hægt að fylgjast með áhrifum og hagkvæmnisútreikningum í kjölfar bólusetningarinnar. V-114 ífarandi sýkingar af vöidum streptókokka af flokki B í fullorðnum á íslandi 1975-2009 Cecilia Elsa Línudóttir', Helga Erlendsdóttir1/ Magnús Gottfreðsson 'La'knadeild HÍ, 2sýklafræðideild Landspítala, 3smitsjúkdómadeild Landspítaia cell@hi.is Inngangur:. ífarandi sýkingar vegna streptókokka af flokki B (Group B streptococcus, GBS) í fullorðnum hafa aukist síðustu 3 áratugina og eru orðnar verulegt heilbrigðisvandamál. Markmið þessarar rannsóknar er að safna klínískum upplýsingum og lýsa klínískum auðkennum ífarandi GBS sýkinga í fullorðnum yfir 35 ára tímabili á íslandi. Efniviður og aðferðir: Fyrir lá listi yfir alla fullorðna sjúklinga (>16 ára) með ífarandi GBS sýkingar á landinu öllu á árunum 1975-2009, alls 128 sýkingar. Skráðar voru upplýsingarum einkenni, birtingarmyndir, heilsufar og undirliggjandi sjúkdóma. Alvarleiki sýkinganna var metinn með APACHEII. Niðurstöður: Konur voru alls 75, þar af 6 þungaðar, en karlar voru 53. Meðalaldur fullorðinna annarra en þungaðra kvenna var 65 ár og dánartíðnin 16% innan 30 daga frá greiningu. Við upphaf tímabilsins var nýgengið 0,62/100.000/ár en 3,38/100.000/ár við lok þess. Aukningin var mest meðal >65 ára. Alls voru GBS sýkingar í spítalalegu í 17 tilfellum (16.8%). Bakterían ræktaðist úr blóði £ 85% tilvika, úr liðvökva í 12% og mænuvökva í 2% tilvika. Algengustu birtingarmyndir voru húð- og mjúkvefjasýkingar (35%), lið- og beinsýkingar (16%) og blóðsýkingar án þekkts uppruna (12%). Alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar voru til staðar í öllum þeim 106 tilfellum þar sem upplýsingar um heilsufar lágu fyrir. Algengustu voru illkynja sjúkdómar (34%), hjartasjúkdómar (28%), taugasjúkdómar (23%) og sykursýki (19%). Alyktun: Mikil aukning hefur orðið á ífarandi sýkingum með GBS í fullorðnum síðustu 3 áratugina á íslandi. Ástæður þessarar aukningar eru ekki að fullu ljósar. Eldra fólk og einstaklingar með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru aðal áhættuhóparnir og dánartiðni er há. V-115 Ólík ræsing T frumna hefur áhrif á tjáningu viðtaka á yfirborði þeirra Þórdís Emma Stefánsdóttiru, Hekla Sigmundsdóttir1'3 ‘Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2lff-og umhverfisvísindadeild HÍ, 3læknadeild Hl heklas@landspitali.is Inngangur: Ákveðnar samsetningar viðtaka miðla ratvísi T frumna til vefja. Þessi ratvísi T frumna stjórnast af samskiptum sameinda á æðaþeli við viðtaka á T frumum. Meðal þeirra viðtaka sem miðla fari T frumna til húðar eru viðloðunarsameindin cutaneous-associated lymphocyte antigen (CLA) og efnatogsviðtakinn CCR4 sem stuðla að ratvísi frumnanna inn í neðri húðlög. Tjáning þessara viðtaka ákvarðast við ræsingu T frumnanna þar sem sýnifrumur (t.d. angafrumur) gegna lykilhlutverki. Angafrumur eru fáar í blóði og því algengt að T frumur í rækt séu ræstar gegnum T frumuviðtakann (með einstofna mótefnum gegn CD3 og CD28). Spurningar vöknuðu um það hvort ólík ræsing T frumna hefði áhrif á tjáningu viðtakanna. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman áhrif ólíkrar ræsingar á tjáningu ratvísisameinda á T frumum sem miðla fari þeirra til húðar. Aðferðir: Mey- (CD45RO-) T frumur voru einangraðar úr blóði. Átfrumur (mónócýtar) voru einangraðar úr blóði og þroskaðar í angafrumur í rækt í 7 daga með IL-4 og GM-CSF. LPS var bætt í hluta ræktanna á mismunandi tímapunktum. T frumur voru ræstar a) gegnum T frumuviðtakann með mótefnum gegn CD3 og CD28 eða b) með angafrumum á mismunandi þroskastigi í 6 daga. Tjáning viðtaka á yfirborði T frumnanna var metin með mótefnalitun og greiningu í frumuflæðisjá fyrir ræsingu og eftir 6 daga. Niðurstöður: T frumur sem voru ræstar með einstofna mótefnum sýndu mun meiri CCR4 tjáningu en T frumur ræstar með angafrumum. T frumur ræstar með angafrumum tjáðu hinsvegar meira CLA en T frumur ræstar með einstofna mótefnum. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að ólíkar aðferðir við ræsingu T frumna hafa mikil áhrif á tjáningu ýmissa viðtaka sem miðla ratvísi T frumna til húðar, m.a. CLA og CCR4 V-116 Nýtt storkupróf fyrir skömmtun á kóvar (k-vítamín antagónistum) blóðþynningarlyfi Brynja R. Guðmundsdóttir1, Alexía M. Bjömsdóttir1, Páll T. Önundarsonu 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2HÍ brynjarg@landspitali.is Inngangur: Við höfum fundið upp nýtt blóðstorkupróf, Fiix-proth- rombintíma (Fiix-PT), sem byggir á mælingu á samanlögðum áhrifum storkuþátta II og X en engra annarra storkuþátta á blóðstorknun (myndun fíbríns). PP prófið sem er notað núna mælir 3 k-vítamín háða storkuþætti, FVII, FX og FII. Helmingunartími þessara storkuþátta er mjög mismunandi (frá 4-72 klst.), og er helmingunartími FVII langstystur u.þ.b. 4-8 klst. Tilraunir okkar og annarra benda til þess að bæði FX og FII hafi mun meiri áhrif til blóðþynningar en FVII, en magn FVII er mjög óstöðugt, lækkar mjög auðveldlega og hækkar jafn hratt. Tilraunir benda til þess að áhrif FVII á núverandi INR mælingu gefi ranga vísbendingu um blóðþynningu. Markmið: Greiningarpróf þetta er ætlað til stýringar blóðþynn- ingarmeðferðar með K-vítamín antagónistum (VKA, kúmarínum), t.d. warfaríni. Unnt er að gefa niðurstöður Fiix-PT upp sem Fiix-INR. 44 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.