Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 26
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Niðurstöður: Af 720 sjúklingum greindust 112 (15,5%) með bráðan nýrnaskaða; 70 féllu í RISK flokk, 22 í INJURY og 16 í FAILURE flokk. Af þeim fengu 14 (12,5%) skilunarmeðferð í framhaldinu. Sjúklingar með bráðan nýmaskaða vom 3,9 árum eldri, með lægri gaukulsíunarhraða (71 á móti 78 mL/mín/1,73 m2, p<0,001) og útstreymisbrot (EF) (49 á móti 53%, p=0,02) en hærra EuroSCORE (7,1 á móti 4,4, p<0,001), auk þess sem fleiri féllu í NYHA flokk III-IV fyrir aðgerð. Háþrýstingur var algengari í hópnum með bráðan nýrnaskaða (71% á móti 60%, p<0,001) en ekki reyndist marktækur munur á öðrum þekktum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, umfangi kransæðasjúkdóms eða hlutfalli aðgerða á sláandi hjarta. í hópnum með bráðan nýmaskaða vom fleiri bráðaaðgerðir (13% á móti 2%, p<0,001) og tími á hjarta- og lungnavél var lengri (100 á móti 83 mín., p<0,001). Sjúklingar með bráðan nýrnaskaða lágu 8 dögum lengur á sjúkrahúsi og höfðu sexfalt hærri dánartíðni <30 daga (11,1% á móti 1,8%, p<0,001). í fjölþáttagreiningu reyndust bráðaaðgerð (OR 5,97), háþrýstingur (OR 1,78) og hátt EuroSCORE (OR 1,16) sjálfstæðir áhættuþættir fyrir bráðum nýrnaskaða. Alyktanir: Sjötti hver sjúklingur hlaut bráðan nýrnaskaða eftir kransæðaaðgerð og var sjúkrahúslega þeirra lengri og dánartíðni umtalsvert hærri. Sjúklingar sem fara í bráðaaðgerð og hafa sögu um háþrýsting eru í sérstakri áhættu að fá bráðan nýrnaskaða. V-58 Áhættuþættir enduraðgerða vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir Njáll Vikar Smárason1, Martin Ingi Sigurðsson1, Kári Hreinsson3, Þórarinn Arnórsson2, Tómas Guðbjartsson1-2 ‘Læknadeild Hí, 2hjarta-og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsiudeild Landspítala nvsl@hUs Inngangur: Enduraðgerð vegna blæðingar er alvarlegur fylgikvilli kransæðahjáveituaðgerða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhættuþætti enduraðgerða og afdrif þessara sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 42 sjúklinga sem gengust undir enduraðgerð (EA-hópur) á Landspítala árin 2002-2006 og 168 sjúklinga í viðmiðunarhópi (V-hópur, 4 sjúklingar fyrir hvert tilfelli). Hópamir voru bornir saman, m.t.t. lyfjanotkunar fyrir aðgerð, fylgikvilla og skurðdauða. Fjölbreytugreining var notuð til að skilgreina áhættuþætti enduraðgerðar Niðurstöður: Tíðni enduraðgerða var 5,4% (42/778). Hópamir voru sambærilegir m.t.t. aldurs, kyns, líkamsþyngdarstuðuls, EuroSCORE og hlutfalls aðgerða á sláandi hjarta. í EA-hópi höfðu fleiri áður gengist undir kransæðahjáveituaðgerð eða höfðu sögu um nýrnabilun (p<0,05). Þriðjungur sjúklinga í báðum hópum tóku acetýlsalisýlsýru 5 daga fyrir aðgerð en marktækt fleiri í EA-hópi klópídógrel og/eða warfarín (p<0,01). Tíðni alvarlegra fylgikvilla og magn blóðgjafa var hærra í EA- hópi og legutími 6 dögum lengri (p<0,02). Dánartíðni var einnig hærri, eða 11,9% samanborið við 3,6% í V-hópi (p<0,05). I fjölbreytugreiningu reyndust warfarín 5 daga fyrir aðgerð, NYHA-flokkun IV, reykingar og langur tangartími sjálfstæðir áhættuþættir enduraðgerðar. Notkun statína (OR 0,15, p=0,001) og acetýlsalisýlsýru (OR 0,17, p=0,01) voru hins vegar vemdandi. Ályktun: Rúm 5% sjúklinga gengust undir enduraðgerð vegna blæðingar og var legutími og dánartíðni þeirra umtalsvert hærri. Notkun warfaríns fyrir aðgerð og reykingar auka líkur á enduraðgerð. Á óvart kom að sjúklingar á statínum og sérstaklega acetýlsalisýlsýru fóru sjaldnar í enduraðgerð. Acetýlsalisýlsýra virðist því ekki auka áhættu á alvarlegum blæðingum sem krefjast enduraðgerðar. V-59 Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006: Langtíma fylgikvillar og lifun Sindri Aron Viktorsson1, Inga Lára Ingvarsdóttir1, Kári Hreinsson3, Martin Ingi Sigurðsson1, Ragnar Danielsen1-3, Tómas Guðbjartsson1-4 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjartadeild Landspítala sav2@hi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna langtíma- árangur ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 156 sjúklingum (aldur 71,7 ár, 64,7% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006. Skráðir voru langtíma fylgikvillar og irmlagnir tengdar aðgerðinni fram til 1. apríl 2010 og stuðst við sjúkrakrár og stofunótur sérfræðinga. Eirtnig var farið yfir hjartaómanir við eftirfylgd, reiknuð út heildarlifun og hún borin saman við meðallifun Islendinga af sama aldri og kyni. Niðurstöður: Gerviloku var komið fyrir hjá 29 sjúklingum en lífrænni loku hjá 127. EuroSCORE fyrir aðgerð var 9,6%, hámarks þrýstingsfall (AP) yfir lokuna 74,1 mmHg og útfallsbrot vinstri slegils (EF) 57%. Hálfu ári frá aðgerð mældist þrýstingsfallandi yfir nýju lokuna 19,8 mmHg (bil 2,5-38). Ómskoðun eftir útskrift vantaði hjá 24% sjúklinga. Á eftirlitstímanum var rúmur fjórðungur sjúklinga lagður inn vegna vandamála sem tengdust lokunni; þar af fjórir oftar en einu sinni. Tíðni endurinnlagna var 6,0 innlagnir/100 sjúklingaár. Algengustu ástæður endurinnlagna voru hjartabilun (1,7/100 sjúklingaár), blóðsegarek (1,6/100), blæðing (1,6/100), hjartaþelsbólga (0,7/100) og hjartadrep (0,4/100). Eins og fimm ára lifun eftir aðgerð var 90% og 82%. Langtíma lifun reyndist sambærileg við lifun íslendinga af sama aldri og kyni. Ályktun: Tíðni langtímafylgikvilla eftir ósæðarlokuskipti hér á landi er tiltölulega lág og lifun góð borið saman við erlendar rannsóknir. Of snemmt er að segja til um endingu lífrænu lokanna. V-60 Árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá öldruðum Martin Ingi Sigurðsson1,2, Sólveig Helgadóttir2, Inga Lára Ingvarsdóttir2, Sin'dri Aron Viktorsson1'2, Tómas Guöbjartsson1-2 ‘Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala mis@hi.is Inngangur: Mikilvægt er að þekkja til árangurs opinna hjartaaðgerða hjá sífellt stækkandi hópi eldri sjúklinga á fslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rarmsókn á 876 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu- (n=720) og/eða ósæðarlokuskipti á Landspítala 2002-2006. Kannaðir voru fylgikvillar, skurðdauði (<30 d.) og liftrn sjúklinga eldri en 75 ára (n=221,25,2%) og þeir bornir saman við yngri sjúklinga (n=655). Lifun eldri sjúklinga var einnig borin saman við lifun viðmiðunarhóps. Niðurstöður: Eldri sjúklingar höfðu hærri tfðni gáttatifs (57% sbr. 37%, p<0,001), heilablóðfalls (5% sbr. 1%, p=0,009), nýrnaskaða (25% sbr. 12%, p=0,002) og skurðdauða (9% sbr. 2%, p<0,001) eftir kransæðahjáveituaðgerð, samanborið við yngri sjúklinga. Eftir ósæðarlokuskipti höfðu eldri sjúklingar hærri tíðni lungnabólgu (24% sbr. 6%, p=0,003), gáttatifs (90% sbr. 71%, p=0,006), bráðs andnauðarheilkennis (ARDS) (19% sbr. 7%, p=0,04), hjartadreps (21% sbr. 8%, p=0,05) og skurðdauða (11% sbr. 2%, p=0,04), samanborið við yngri hópinn. Legutími á gjörgæslu (6 sbr. 3 dagar, p=0,01) og heildarlegutími var einnig lengri hjá eldri hópnum. Sjálfstæðir áhættuþættir skurðdauða hjá eldri sjúklingum voru aldur (OR 1,24) 26 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.