Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 17
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Niðurstöður PASI skor lækkaði að meðaltali niður í 75,4% af upphaflegu gildi eftir 6 vikna meðferð í BL göngudeildarhópnum og 80,4% x BL irmlagnarhópnum, miðað við 59% í UVB ljósameðferðarhópnum. Marktækt fleiri sjuklingar náðu meira en 75% (PASI 75) og 90% (PASI 90) árangri í báðum Bláa lóns hópxmum miðað við hópirm sem fékk einungis UVB ljós (p<0,05). Eftir 10 vikur voru enn marktækt fleiri sjúklingar í Bláa lóns hópunum sem héldu meira en 75% árangri (p<0,001) á PASI skori ásamt marktækt meiri lækkxm á skori lífsgæðaspumingalistans í báðum Bláa lóns hópxmum miðað við UVB ljósameðferðhópinn (p<0,001). Ályktun Meðferð í Bláa lóninu er mjög áhrifarík meðferð gegn psoriasis og áhrifaríkari en einungis UVB ljósameðferð. V-29 Meðferð í Bláa lóninu virðist hafa áhrif Th17 bólguviðbragð í blóði einstaklinga með psoriasis Jenna Huld Eysteinsdóttir1-2'3'5, Þór Friðriksson5, Bárður Sigurgeirsson4-Jón Hjaltalín Ólafsson14-5, Helgi Valdimarsson’, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3-4, Bjöm Rúnar Lúövíksson1-5 'Ónæmisfræðideild, :húö- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 3Bláa lóninu lækningalind, 4Húðlæknastöðinni, 5HÍ jerviahuld@gmail.com Inngangur Psoriasis er langvirmur bólgusjúkdómur í húð þar sem Thl og Thl7 T frumur eru taldar gegna veigamiklu hlutverki í meingerðinni, Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur meðferðar í Bláa lóninu gegn psoriasis og samband hermar á bólgusvar í blóði og húð í samanburði við hefðbxmdna UVB ljósameðferð. Efni og aðferðir Tuttugu og tveir psoriasissjúklingar fengu 6 vikna göngudeildarmeðferð í Bláa lóninu, 23 fengu 2ja vikna innlögn í BL ásamt 4ra vikna UVB ljósameðferð, og 24 fengu 6 vikna UVB ljósameðferð á göngudeild. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknað út og blóði safnað frá sjö þátttakendum í hverjum meðferðarhóp fyrir sig, fyrir meðferð og eftir 2ja og 6 vikna meðferð. Hlutfall T-frumna sem tjáðu CD4+/CD8+, IL-23 viðtakann (IL-23R) og CD45RO eða seyttu IL-17, IL-22, interferon-y (IFN-y) og tumor necrosis factor-a (TNF-a) eftir 16 klst. örvxm með anti-CD3 og anti-CD28 var metið með frumuflæðisjá. Niðurstöður Tíðni T-fruma með Thl7 ( Thl7: CD4+/IL-17+/IL-22+) og Tcl7 líka svipgerð (Tcl7: CD8+/IL-17+/IL-22+) lækkaði marktækt í kjölfar psoriasismeðferðar. Auk þess var um marktæka lækkun að ræða á tjáningu IL-23R meðal CD4+ og CD8+ T-minnisfruma (CD45RO+) í BL meðferðarhópunum en ekki í UVB ljósameðferðhópnum. Þessi bólguhamlandi áhrif í blóði sáust einnig við klíníska skoðun þar sem PASI skor lækkaði um 75,4% við BL göngudeildarmeðferð, 80,4% við innlögn í BL miðað við 59% við UVB ljósameðferð. Ályktun Við upphaf meðferðar virðast T-frumur í blóði einstaklinga með psoriasis einkennast af Thl7 og Tcl7 svipgerð. Meðferð í Bláa-lóninu hemur sértækt IL-17 miðlað bólgusvar Psoriasis. Mikilvægt er að kanna áhrif efna Bláa Lónsins sem hér eiga hlut að máli með ítarlegri hætti þar sem slíkar rarmsóknir gætu hugsanlega gagnast öðrum IL-17 miðluðum sjálfsofnæmissjúkdómum. V-30 Tíðni PD-1.3A stökkbreytingar hjá íslenskum sjúklingum með iktsýki Helga Kristjánsdóttir, Gerður Gröndal, Kristján Erlendsson, Gunnar Tómasson, Kristján Steinsson Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og gigtardeild Landspítala helgak@landspitali.is Inngangur: Rarmsóknir okkar hafa sýnt fram á tengsl PD-1.3A stökkbreytingar í PDCDl geninu við sjálfsofnæmissjúkdóminn rauða úlfa (SLE). PDCDl genið skráir fyrir ónæmisviðtakanum PD-1, sem er tjáður á ræstum T og B eitilfrumum. PD-1 er talinn gegna mikilvægu hlutverki £ viðhaldi útvefjaþols með bælingu á ræsingu T og B fruma sem þekkja og svara sjálfsameindum. Ræsing slíkra sjálfnæmra T og B fruma getur leitt til sjálfsofnæmissjúkdóma, þar sem ónæmissvarið sem beinist gegn eigin sameindum. PD-1.3A breytir bindistað DNA bindipróteins (RUNXl), sem stýrir tjáningu PDCDl gensins. PD-1.3A getur því leitt til minnkaðrar tjáningar PDCDl gensins og minrtkaðrar tjáningar á PD-1 viðtakanum. Rarmsóknir á pdcdl-/- genabreyttum músum hafa sýnt fram á mikilvægi PD-1 £ viðhaldi sjálfsþols, en mýsnar fá einkenni sjálfsofnæmissjúkdóma sem lfkjast iktsýki (RA) og rauðum úlfum. Markmið: Að karma tfðni PD-1.3A hjá þremur hópum, RA sjúklingum, ættingjum þeirra og viðmiðunarhópi. Að karma hvort munur er á tíðni PD-1.3A hjá CCP jákvæðum og neikvæðum RA sjúklingum, en cyclic citrullinated peptide (CCP) gegnir mikilvægu hlutverki £ meingerð iktsýki. Efniviður: Islenskar fjölskyldur þar sem iktsýki er ættlæg: 261 RA sjúklingur og 242 fyrsta stigs ættingjar. Heilbrigður viðmiðunarhópar (n=263). Aðferðir: Arfgerðagreining PD-1.3 A/G: PCR og RFLP (PStl skerðienslm). Mæling á mótefnum gegn CCP með ELISA. Niðurstöður: Tíðni PD-1.3A er 32% hjá RA sjúklingum og 23% hjá ættingjum og marktækt hækkuð f báðum hópum samanborið við 10% tlðni hjá viðmiðunarhóp(p = 0.0016 og 0.0093). Munur á milli RA sjúklinga og ættingja er ekki marktækur. CCP mótefni mældust hjá 47% RA sjúklinga. Ekki er marktækur munur á tíðni PD-1.3A allels hjá CCP jákvæðum og neikvæðum RA sjúklingum. V-31 Svefnleysi meðal kæfisvefnssjúklinga og heilbrigðra viðmiða Erla Bjömsdóttir', Christer Janson3 *, Þórarinn Gíslason12 *, Jón Friðrik Sigurðsson1-4, Allan I. Pack5, Bryndís Benediktsdóttir1'2 ‘Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, 3Háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, 4geðsviði Landspítala, 5háskólanum í Pennsylvaníu erlabjo@gmail.com Inngangur: Kæfisvefn og svefnleysi eru algeng vandamál sem fylgjast gjaman að. Samband þeirra er flókið og óljóst en líklegt er að þessir sjúkdómar hafi neikvæð áhrif hvor á annan. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum og samanburðarhópi úr almexmu þýði. Að auki var skoðað algengi þess að vera £ áhættu fyrir kæfisvefni hjá einstaklingum úr almennu þýði. Aðferðir: 824 kæfisvefnssjúklingar og 762 einstaklingar 40 ára úr almennu þýði gengust undir læknisskoðun og svöruðu stöðluðum spurningalistum um heilsu og svefnvenjur. Einstaklingum úr almennu þýði var skipt £ tvo hópa byggt á áhættustuðli fyrir kæfisvefn (MAP index) sem byggir á einkermum kæfisvefns (hrotur og öndxmarstopp), kyni, aldri og lfkamsþyngdarstuðli. Þriðjimgur (33.3%) einstaklinga úr almermu þýði var £ áhættuhópi vegna kæfisvefns. Svefnleysi var metið LÆKNAblaðiö 2011/97 17

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.