Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 36
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 mældur með ELISA aðferð eftir 48 klst. örvun og hlutfallslegt magn nituroxíð synthasa, cýklóoxygenasa og annarra próteina með Western biot aðferð eftir 3 klst. örvun. Niðurstöður: Mónócýtar örvaðir í návist fjölsykra úr C.g. og N.c. seyttu marktækt minna af IL-6 og IL-12p40 en mónócýtar örvaðir án fjölsykra. Fjölsykrurnar höfðu ekki áhrif á prostaglandinseytun eða hlutfallslegt magn COX-2 próteins en fjölsykrur úr N.c. minnkuðu hlutfallslegt magn PI3K class III próteins. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að fjölsykrur úr fléttunni C.g. og cýanóbakteríunni N.c. geti temprað ónæmissvar, hugsanlega með því að hafa áhrif á PI3K boðleiðina, þar sem minni seytun á IL-6 og IL-12 dregur úr Thl7 og Thl ónæmissvörum. V-90 Fjölsykrubóluefni (23-gilt) gegn pneumókokkum eyðir fjölsykrusértæku mótefnasvari sem myndast við frum- eða endurbólusetningu nýburamúsa með 7-gildu prótíntengdu fjölsykrubóluefni Hreinn Benónísson1'2, Stefanía P. Bjamarson1'2, Brenda C. Adarna', Ingileif Jónsdóttir1'2'3 'Ónæmisfræði Landspitala, 2læknadeild, HÍ, 3íslenskri erfðagreiningu hreinnb@landspitali.is Inngangur: Við höfum sýnt að endurbólusetning með hreinni pneumókokkafjölsykru (PPS) af gerð 1 skerðir PPS-sértækt mótefnasvar og mótefnaseytandi frumur sem hafa myndast við frumbólusetningu með prótíntengdu fjölsykrubóluefni (PCV) í nýburamúsum. Markmið: Meta hvort frumbólusetning með 23-gildu fjölsykrubólefni (PPS-23) skerðir ónæmissvör nýburaburamúsa við endurbólusetningu með PCV og hvort endurbólusetning með PPS-23 minnkar ónæmissvör sem myndast við endurbólusetningu með PCV. Efni og aðferðir: Nýburamýs (1 vikna) voru frumbólusettar undir húð með !4 mannaskammti af PCV-7 (Prevenar), 1/5 skammti PPS-23 (Pneumovax) eða saltvatni og endurbólusettar 16 dögum síðar með PCV- 7, PPS-23 eða saltvatni. Blóðsýni voru tekin á viku 2, 3, 4, 5, 6 og 15 eftir fyrstu bólusetningu. Magn IgG mótefna sértækra gegn sex fjölsykrum PCV-7 voru mæld með ELISA. Niðurstöður: Nýburamýs frumbólusettar með PCV höfðu lægra IgG magn sértækt fyrir allar fjölsykrur (nema fjölsykru 14) þegar endurbólusett var með PPS en þegar endurbólusett var með PCV. Mýs frumbólusettar sem nýburar með PPS-23 og endurbólusettar 2 vikum síðar með PCV höfðu lægra IgG magn sértækt fyrir 5 af 7 hjúpgerðum PCV sex vikum eftir fyrstu bólusetningu m.v. IgG magn músa sem voru frumbólusettar með PCV eða saltvatni. Mýs frumbólusettar með PPS- 23 sem nýburar höfðu hærra IgG sértækt fyrir fjölsykrurnar 6B og 9V eftir endurbólusetningu með PCV en mýs endurbólusettar með PPS, en magnið var sambærilegt fyrir 4,14,18C og 19F. Ályktun: PPS-23 endurbólusetning olli skertu ónæmisvari gegn flestum fjölsykrum PCV í nýburamúsum frumbólusettum með PCV og áður var sýnt fyrir fjölsykru 1. Frumbólusetning nýburamúsa með PPS-23 olli skertu ónæmissvari gegn flestum fjölsykrum PCV, sem PCV náði að yfirvinna fyrir 2 af 7 fjölsykrum (14 og 9V). V-91 Myndun útbreidds og slímhúðarónæmisminnis gegn prótínum meningókokka B Maren Henneken1, Mariagrazia Pizza2, Ingileif Jónsdóttir1-3'4 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Novatris Vaccines, Siena, Ítalíu, 3læknadeild HÍ, 4íslenskri erfðagreiningu marenh@Iandspitali.is Inngangur: Meningókokkar eru ein aðalorsök heilahimnubólgu og blóðsýkingar um víða veröld. Hjúpgerðir B og C eru algengar í Evrópu. Bóluefni sem er í þróun gegn meningókokkum B (MenB) byggir á prótínum sem voru skilgreind með svokallaðri "reverse vaccinology" aðferð. í þessari rannsókn metum við náttúrulega myndun útbreidds ónæmisminnis og í slímhúðum gegn prótínum sem eru í bóluefninu. Sértæk B- og T-frumusvör í blóði og slímhúðareitlum voru mæld gegn 4 stökum prótínum; GNA 2132, GNA1870, GNA2091, GNA1994 og 2 prótíntvenndum, GNA1870-2091 og GNA2132-1030. Aðferðir: Eitilfrumur úr blóði og nefkoks- og/eða hálseitlum 37 barna og unglinga sem undirgengust eitlatöku hafa verið prófaðar. Eitilfrumurnar voru örvaðar með MenB prótínunum og T-frumusvörun metin með mælingu á boðefnunum IL-2, IL-4, IL-5, IL-17 og IFN-y í frumuræktarfloti með ELISA. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna T-frumusvörun hjá öllum 37 sem voru prófaðir, bæði í blóði og eitilvefjum, og flestir svöruðu öllum prótínunum. Svörunin var einkum af Thlgerð, hátt IFN-y og 11-2, en lágt IL-4 og 11-5. Magn IFN-y frá T-frumum í blóði og eitilvefjum var breytilegt milli MenB prótína, hæsta IFN-y svörunin mældist gegn próteintvenndinni GNA2132-1030, hærra en gegn stökum GNA2132 og GNA1030 prótínum og næsthæst gegn GNA1994 í blóði og GNA1870 í vefjum. 11-2 gaf svipaðar niðurstöður. Ályktun: Fyrstu niðurstöður sýna að náttúrlegt ónæmisminni gegn MenB prótínum sem eru í bóluefni sem verið er að þróa er til staðar £ blóði og slímhúðum. Rannsóknin mun auka skilning á náttúrulegu ónæmi gegn prótínum í nýjum bóluefnum meningókokka B. V-92 Meningókokkafjölsykrur af gerð C (MenC-PS) bæla ónæmisvar í nýburamúsum með því að reka MenC-PS sértækar B minnisfrumur i stýrðan frumudauða Siggeir F. Brynjólfsson1'2, Maren Henneken1, Stefanía P. Bjamarson1'2, Etena Mori3, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 'Landspítala, 2HÍ, 3Novartis Vaccines srl, Siena, Italíu, 4íslenskri erfðagreiningu siggeir@landspitali.is Inngangur: Áhrif endurbólusetningar með MenC-PS fjölsykrum á ónæmissvör nýburamúsa, sem höfðu verið frumbólusettar með prótíntendgum MenC-PS (MenC-CRM197) voru könnuð, svo og lifun MenC-PS sértækra B frumna i milta og beinmerg. Efni og aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar) voru frumbólusettar með tveim skömmtum af MenC-CRM197 + CpG1826 og endurbólusettar með MenC-CRM197, MenC-PS eða saltvatni. Þær fengu BrdU í kvið í 12 klst eða 5 daga og var síðan fargað. MenC-PS sértækar frumur i milta og beinmerg voru flúrskinslitaðar og rannsakaðar i flæðifrumusjá. Magn og sækni MenC-PS sértækra IgG mótefna í sermi var mælt (ELISA), svo og bakteríudrápsvirkni (SBA). Niðurstöður: Mýs sem voru endurbólusettar með MenC-PS höfðu lægra magn og sækni MenC-PS sértækra IgG mótefna og lægra SBA en mýs endurbólusettar með MenC-CRM)97. Fimm dögum eftir endurbólusetningu með MenC-PS höfðu mýsnar lægri tíðni af BrdU jákvæðum (þ.e. nýmynduðum) MenC-PS sértækum B frumum 36 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.