Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 76

Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í K Í N A nútímavæðingu Kína – sem á enn eftir að ná hámarki. Fræg eru svör Dengs Xiaopings þegar hann var spurður hvort sósíalíska kerfið hefði tapað eigindum sínum og hann svaraði að það væri sama hvort köttur væri svartur eða hvítur svo lengi sem hann veiddi mýs.“ – Hversu mikið vita Kínverjar almennt um Ísland og Íslendinga? „Það er erfitt um það að fullyrða enda býr hér í Kína þvílík mann ­ mergð, rúmlega 1,3 milljarðar manna, á landsvæði sem er gríðar lega stórt og spannar þrjú tímabelti. Kína er stærra en Evrópa saman lögð. Flestir þekkja nafnið, Bing Dao, sem hefur merkingu í kín verskri tungu og þýðir íseyjan. Líklega tengja það reyndar flestir nú efna­ hags hruni og náttúruhamförum. En það þykir um leið spennandi fyrirbæri; örríkið í norðri sem er fullkomin andstæða Kína, þessa aldagamla stórveldis. Kínverjar hafa lengi verið jákvæðir í garð okkar Íslendinga og hafa sýnt það með ýmsum hætti. Ég nefni t.d. útfærslu landhelginnar þar sem Kína studdi sjónarmið Íslands og var meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna kröfur og rétt Íslands, og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en það sætti tíðindum að Kína, sem á fast sæti í öryggisráðinu, lýsti þá opinberlega yfir stuðningi við framboð Íslands. Kínversk yfirvöld hafa jafnframt beitt sér innan Alþjóða gjaldeyris­ sjóðsins og sýnt vilja í verki, t.d. með gjaldeyrisskiptasamningi við Ísland sem nýlega var gengið frá. Heimsókn He Guoqiang, sem á sæti í miðstjórn kínverska komm­ únistaflokksins, til Íslands í júní sl. fékk mikla umfjöllun hér í Kína. Kínverjar hafa horft til þess hvernig Íslendingar þrátt fyrir smæð byggja upp samfélag með sterkum innviðum, og ekki síður nú hvernig tekist er á við áföll og uppbygging tekur mið af adstæðum. Kín verjar lögðu mikla áherslu á að af opinberri heimsókn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Kína gæti orðið nú í sumar og það er augljóst af undirbúningi af þeirra hálfu að mikið er lagt upp úr heimsókninni. – Kínverski forsetinn og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, virðast í góðum tengslum. Hversu þýðingarmikil eru þessi tengsl þjóðhöfðingjanna fyrir samskipti ríkjanna? „Þau eru afar þýðingarmikil. Forseti Íslands er vel kynntur í Kína og hefur ræktað vel samskiptin við ráðamenn hér, bæði núverandi forseta, Hu Jintao, og forvera hans, Jiang Zemin, og fleiri. Forseti Íslands hefur opnað hér margar dyr á undanförnum árum.“ – Samskipti ríkjanna eru mest á sviði viðskipta og menningar. Á hvaða sviðum eru viðskipti þjóðanna mest? „Á undanförnum árum hafa samskipti ríkjanna vaxið á mörgum sviðum en viðskiptahalli hefur alltaf verið mikill. Stærsti hluti milli ­ ríkjaviðskipta þjóðanna tveggja er innflutningur á margvíslegri kín­ verskri framleiðslu, þar sem hlutur iðnframleiðslu, tækjabúnaðar og háþróaðrar tækni fer vaxandi. Við fluttum inn vörur fyrir 22 milljarða króna frá Kína á síðasta ári. Útflutningur til Kína er lang t­ um minni, rétt um 10% af innflutningi. Lengst af var fiskverslun okkar svið og enn er stór hluti viðskipt­ anna vinnsla á tvífrystum fiski sem veiddur er víðs vegar um heim­ inn. Þar að auki eru mörg áhugaverð verkefni í gangi sem ganga út á að selja fiskafurðir sem e.t.v. mundu þykja óvenjulegar á markaði heima á Íslandi, þ.á m. sala á grásleppu og sæbjúgum. Lýsi er með umboðsmann í Kína og stóru íslensku fiskfyrirtækin eins og Icelandic Group hafa lengi verið með starfsemi hér. En fjölbreytnin eykst og fjölmörg fyrirtæki hafa sett stefnuna á Kína. Enda eru hér mikil sóknarfæri á öllum sviðum fyrir íslensk fyrirtæki, þekkingarfyrirtæki og tæknilausnir. Meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa þegar haslað sér völl á þeim sviðum nefni ég tvö, Össur, framleiðanda stoðtækja, og tölvuleikjafyrirtækið CCP, sem eru með öfluga starfsemi hér í Kína. Flestir þekkja nafnið, Bing Dao, sem hefur merkingu í kínverskri tungu og þýðir íseyjan. Líklega tengja það reyndar flestir nú efnahagshruni og náttúruhamförum. En það þykir um leið spennandi fyrirbæri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.