Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 118

Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 yrir einum 16 árum settist Guðrún Ingibjörg Gunn- arsdóttir að í Orlando í Flórída með eigin manni sínum, Bill Jenkins. Hún kynntist blaða mönnunum Önnu Bjarnason og Atla Steinarssyni sem höfðu um tíma sinnt þar ferðaþjónustu en þegar þau sneru heim til Íslands ákvað hún að taka við þjónustunni við Íslendinga sem komu til Orlando. Nú rekur hún www. floridafri.com og www.ingatravel.com” www.ingatravel.com sem er í samstarfi við bandaríska ferðaskrifstofu. „Mikið hefur dregið úr heimsóknum Íslendinga hingað eftir banka hrunið,“ segir Guðrún aðspurð um ástandið í ferða- málunum vestra, „enda er gengi dollarans mjög hátt og það hlýtur að hafa áhrif. Þetta breyttist þó ekki strax eftir hrunið heima en hægðist smátt og smátt. Fólk var ekki eins ákaft og áður þegar það pantaði jafnvel eitt til tvö ár fram í tímann.“ Siglingarnar vinsælar Guðrún segist aðallega selja Íslendingum siglingar um Karíbahafið. Mikið hefur verið um að saumaklúbbar, skipsáhafnir, fjöl skyldur og aðrir hópar vilji fara í slíkar ferðir sem og hjón ein eða fleiri saman. Hún mælir með ferðum með Carnival-skipafélaginu en skip þess sigla frá Canaveral-höfða. Það er þægilegt fyrir Íslend inga sem koma fljúgandi til Orlando því þangað er aðeins tæpur klukkutíma akstur. „Icelandair hefur komið til Sanford á laugardagskvöldum og Carnival-siglingin byrjar á sunnudögum svo það hefur smellpassað að koma kvöldinu áður. Auk þess er skipafélagið með glænýtt skip, sem ég hef sjálf siglt með og veit því vel hvað ég er að bjóða upp á.“ Fleiri skipafélög eru með ferðir frá sömu höfn og bjóðast fólki fjölbreyttar og mislangar ferðir og sumar jafnvel sérstaklega hugsaðar fyrir barnafólk, eins og Disney-skipin sem sigla þaðan líka. Farnar eru vikuferðir til Bahamaeyja, St. Martin og Mexíkó og lengri ferðir til Panama, Karíbahafsins og Mexíkó, sem er vinsælast meðal Íslendinga þótt eymdin sé þar mikil að sögn Guðrúnar. Svo býður Guðrún upp á siglingar í Miðjarðarhafinu, sem flestar eru frá Ítalíu eða Spáni. „Frábært er að kynnast mörgum löndum í sömu ferð og njóta fyrsta flokks þjónustu um borð í skipinu.“ Fjölbreytt húsnæði í boði Íslendingar sem heimsækja Flórída eru oft að leita sér að leiguhúsnæði og segist Guðrún aðallega hafa milligöngu um að leigja húsnæði í eigu Breta. Reyndar hefur kreppan haft áhrif á þá líka og margir þeirra hafa jafnvel misst húsin sín. Þessi liður í ferðaþjónustunni hvarf eiginlega alveg strax eftir hrunið á Íslandi og telur hún ástæðuna vera gengi dollarans. Það sé dýrt í íslenskum krónum að leigja stór og fín hús með sundlaug. Vikuleiga fyrir hús með fjórum svefnherbergjum, sundlaug, heitum potti og leikherbergi er 1.100- 1.200 dollarar á viku, eða 150 til 160 þúsund krónur, en þetta er kannski ekki svo mikið þegar öllu er á botninn hvolft ef kostnaðurinn deilist á marga. Verðið fer eftir staðsetningu og árstíma. Ódýrast er í Ventura-hverfinu sem margir Íslendingar þekkja vel. Auk þess að útvega húsnæði og skipaferðir hefur Guðrún gert nokkuð af því að aka ferðamönnum frá flugvelli til hótels en gerir minna af því nú en áður vegna þess hvað þetta getur verið seint á kvöldin. Hún keyrir hins vegar fólk gjarnan í skipin og sækir. Einnig hefur hún farið sem fararstjóri með Íslendinga í siglingarnar. Eins og málin standa í dag er líklegt að Guðrún fari að selja pakkaferðir frá Bandaríkjunum til Íslands. „Þótt dregið hafi úr viðskiptum við Íslendinga er engin lægð í ferðalögum annarra og sést það best á því að skipin eru bókuð langt fram í tímann og enga ferð að fá með stuttum fyrirvara. Ég held að breskir ferðamenn séu fjölmennastir, enda koma stórar flugvélar frá Bretlandi tvisvar, þrisvar á dag. Síðan eru Þjóðverjar og Svíar fjölmennir.“ Heimasíður Guðrúnar eru www. floridafri.com og www.ingatravel.com. Skyggnir höfuðstöðvar, Borgartúni 37 , sími 516 1000 Akureyri, Skipagötu 18 , sími 516 1370 Neskaupstað, Nesgötu 4, sími 516 1380 Egilsstöðum, Miðási 1, sími 516 1380 Rent A Prent er umhverfisvæn og hagkvæm prentlausn sem dregur úr pappírsnotkun, lækkar rekstrarkostnað og eykur öryggi. Skyggnir útvegar prentara, rekstrarvörur og sér um innleiðingu og viðhald. Því er hvorki fjárhagsleg skuldbinding á vélbúnaði né rekstrarvöru heldur greiðir þú aðeins fyrir hvert prentað eintak. Með aðgangsstýrðum prenturum er komið í veg fyrir að gögn liggi á glámbekk um leið og dregið er úr óþarfa pappírsnotkun. Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um Rent A Prent. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Upplýsingatækni og samskiptalausnir Rent A Prent – Umhverfisvæn lausn frá Skyggni Lækkaðu prentkostnaðinn 25% lækkun prentkostnaðar Enginn stofnkostnaður Aukið öryggi GUÐRÚN INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Í ORLANDO: FJÖLBREYTT HÚSNÆÐI Í BOÐI Fyrir einum 16 árum settist Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir að í Orlando í Flórída með eiginmanni sínum, Bill Jenkins. Nú rekur hún www.floridafri.com og www.ingatravel.com Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir er Vesturbæingur, dóttir Gunnars Hvammdals Sigurðssonar veður- fræðings og Ástu Magnúsdóttur í Reykjavík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.