Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 129

Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 129
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 129 BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri SAMFOK Nafn: Bryndís Jónsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 14. desember 1965 Foreldrar: Friðgerður Benediktsdóttir hjúkrunarritari og Jón Ísaksson markaðsstjóri Maki: Egill Viðarsson verkfræðingur Börn: María Gyða, Hrefna Guðrún og Viðar Darri Menntun: B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands 1991, vinnur að MS-ritgerð í mannauðsstjórnun Bryndís Jónsdóttir: „Hestaveikin hefur haft áhrif á fyrirætlanir fjölskyldunnar þetta sumarið þar sem Landsmót hestamanna var blásið af og hestaferðir ekki inni í myndinni að svo stöddu.“ „SAMFOK eru samtök foreldra grunnskóla- barna í Reykjavík. Meginhlutverk samtak- anna er að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska, beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf og vera sameiginlegur málsvari foreldra gagn vart stjórnvöldum. SAMFOK á gott samstarf við foreldrafélög grunnskólanna og hefur útbúið upplýsingaefni sem nýtist þeim, meðal annars um foreldrastarf í skólum, skólaráð og foreldrarölt. Á hverju hausti höldum við námskeið fyrir stjórnir for- eldrafélaga, bekkjarfulltrúa og fulltrúa foreldra í skólaráðum. Þess utan hefur SAM FOK tekið þátt í og skipulagt ýmis sam starfsverkefni, málþing, ráðstefnur og fræðslu fundi. Starf framkvæmdastjóra SAMFOK er afar áhugavert og fjölbreytt. Ég er eini starfs maðurinn á skrifstofunni og sinni því mörgum ólíkum verkefnum, í nánu samstarfi við stjórn samtakanna. Ég sit í nokkrum starfs hópum á vegum borgarinnar sem full- trúi foreldra og er einnig áheyrnarfulltrúi for- eldra í Menntaráði Reykjavíkur. Þá sinni ég ráðgjöf til foreldra og býð fram stuðning við að leysa úr erfiðum málum.“  Bryndís er gift Agli Viðarssyni og saman eiga þau soninn Viðar Darra sem er á fjórða ári. Úr fyrra hjónabandi á Bryndís Maríu Gyðu, 17 ára, og Hrefnu Guðrúnu, 14 ára. „Við búum í Kópavoginum, uppi á Vatnsenda, þar sem fjölmörg tækifæri gefast til útivistar. Dýralífið á Vatnsendanum er fjölskrúðugt, út um stofugluggann hef ég séð hross, hunda, ketti og kanínur hlaupa hjá og í eitt skiptið skokkaði refur hinn rólegasti eftir göngustígnum neðan við húsið. Ég ólst upp í Seljahverfinu og á tvö yngri systkini. Að loknu grunnskólanámi fór ég í MR og útskrifaðist þaðan árið 1985 úr fornmáladeild. Eftir stúdentspróf fór ég á námskeið í útvarpsþáttagerð hjá BBC í London og starfaði síðan um tíma við dag- skrárgerð á Rás 2 og Ríkissjónvarpinu auk þess að skrifa um stutt skeið í tímaritin Mannlíf og Frjálsa verslun. Ég lauk prófi frá KHÍ 1991 með smíðar sem aðalvalgrein. Starfaði sem kennari í sex ár en hóf síðan störf hjá Námsgagnastofnun og síðar BHM áður en ég söðlaði um og hóf meistaranám í mannauðsstjórnun við HÍ árið 2007. Áhugamál númer eitt er hestamennska og deilir öll fjölskyldan þeim áhuga. Dæturnar hafa verið duglegar að keppa í hestaíþróttum en sá stutti er einkum í mokstrinum ennþá og stendur sig vel. Hesta mennskan og annað áhugamál, söngur, tengjast í Brokkkórnum sem saman stendur af hestamönnum og öðru áhuga fólki um útivist. Kórinn fer gjarnan í hestaferðir til að ljúka starfsárinu. Farið var á Löngufjörur í fyrra en fresta þurfti lokahófinu í ár fram á sumar vegna hesta- veikinnar. Hestaveikin hefur einnig haft áhrif á fyrirætlanir fjölskyldunnar þetta sumarið þar sem Landsmót hestamanna var blásið af og hestaferðir ekki inni í myndinni að svo stöddu. Þess í stað munum við fara í styttri ökuferðir út fyrir bæinn, meðal annars í Biskupstungurnar, en þar eiga tengda- foreldrar mínir sumarbústað og sælureit. Ég hef mikinn áhuga á hvers konar útivist og íþróttum, ekki síst fótbolta og blaki. Yngri dóttirin æfir fótbolta með Breiðabliki og í júlí verður farið með þrjú lið, samtals 44 stelpur, í hennar aldursflokki á USA CUP í Minneapolis. Öll fjölskyldan ætlar að fylgja henni þangað.“ Fólk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.