Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 24

Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 FORSÍÐUGREIN • ROBERT TCHENGUIZ stjórnendanna eru einstakir, þeir eru ungir, gæddir ríkri fyrirhyggju og mjög snöggir að bregðast við. „En hvernig er það?“ spyr Tchenguiz. „Heldurðu að Íslendingar geri sér almennt grein fyrir hvað þeir eiga hæfileikaríka viðskipta- menn? Ég efast um það. Það er með ólíkindum hvað þessi fyrirtæki hafa afrekað erlendis, hvað þau hafa verið fljót að ná fótfestu hér og vaxa hraðar en fyrirtækin sem fyrir eru.“ En er Tchenguiz að skoða önnur íslensk viðskiptatækifæri? „Best að hafa sem fæst orð um það!“ segir hann sposkur og bætir við að hann hafi hingað til ekki kynnt sér önnur íslensk fyrirtæki en þau sem starfa í London og hann hefur aldrei komið til Íslands. „Ef ég fjárfesti í öðrum íslenskum fyrirtækjum verður það vafalaust líka í samvinnu við Kaupþing – ég hef ekki tapað á viðskiptunum við þá hingað til!“ Exista er gott fyrirtæki Um stjórnarsetuna í Existu og áhuga sinn á því fyrirtæki segir Tchenguiz að ástæðan sé einföld. „Exista er einfaldlega frábært fyr- irtæki! Árangur bræðranna Lýðs og Ágústs er einstakur. Exista er það tryggingafyrirtæki í heimi sem vex hraðast og þeir hafa alla burði til að byggja það upp í mammútastærð. Bræðurnir eru ungir, ein- staklega skarpir í viðskiptum og starfa á mjög markvissan hátt. Ég vona sannarlega að ég eigi eftir að starfa með þeim að frekari upp- byggingu Existu.“ Tchenguiz hafði sjálfur komið að fjárfestingum í trygginga- fyrirtækjum, keypti í fyrra hlut í finnska fyrirtækinu Sampo sem hann seldi Existu nýlega með hagnaði upp á 300 milljónir evra að sögn finnska blaðsins Helsingin Sanomat. Hann staðfestir ekki hagnaðartölurnar, segir skellihlæjandi að hann hefði betur haldið hlutnum lengur því bréfin hafi hækkað síðan en hafnar að þessi sala hafi verið hluti af þeirri fléttu sem leiddi til að hann settist í stjórn Existu. „Mér var boðin stjórnarseta eftir að þessi sala á Sampo-bréfunum var gengin í gegn. Ég hef haft áhuga á Existu frá því ég heyrði fyrst af fyrirtækinu þó ég haldi mig venjulega frá skráðum fyrirtækjum. Hér geri ég þó undantekningu því það er gott tækifæri fyrir mig að eiga hlut í Existu og mér er heiður að taka sæti í stjórninni. Þarna er gott mannval og það er bæði áskorun og menntun fyrir mig að vera í þessum hópi. Það frábæra er að ég læri jafnmikið af þeim og ég get miðlað.“ En hver er þá styrkur Existu að mati Tchenguiz? Hann bendir á að tryggingastarfsemi Existu sé í sjálfu sér hefðbundin. „Hið snjalla er hins vegar hvernig þeir fjárfesta. Arðsemi fjárfestinga þeirra er ekkert síðri en hjá Warren Buffet nema bara að Buffet hefur verið að í áratugi en Exista aðeins í nokkur ár. Arðsemin er einfaldlega einstök – þeim tekst einhvern veginn alltaf að finna það rétta til að fjárfesta í.“ Tchenguiz er ekki í vafa um hver sé undirstaðan undir velgengni Existu, svarar hikstalaust að skýringin sé sérþekking á þeim sviðum sem er fjárfest í. „Þeir hafa rekstrarþekkingu á símageiranum, mat- vælaiðnaði og tryggingum, þekkja þessi svið út og inn, vita hvað er Fréttir af Tchenguiz í íslenskum fjölmiðlum ÚR MORGUNBLAÐINU 14. APRÍL 2007 Tchenguiz kominn með rúm 5% í Exista NÝIR hlutir í Exista að nafnverði um 522 milljónir hafa verið skráðir á aðallista kauphallar OMX á Íslandi. Þá var tilkynnt um viðskipti með hluti í Exista vegna kaupa félagsins á hlutum í finnska fjármálarisanum Sampo. Samkvæmt þeim samningi hefur félagið Glenalla Properties Ltd. eignast 5,09% hlut í Exista en það er á vegum auðkýfingsins Roberts Tchenguiz, sem nýverið tók sæti í stjórn Exista. Félagið er skráð á Bresku jómfrúareyjunum. Það er sagt í meirihlutaeigu Investic Trust á Guernsey, fyrir hönd Tchenguiz Family Trust og er Robert Tchenguiz einn af rétthöfum sjóðsins. Markaðsvirði hlutar Tchenguiz og félaga í Exista er um 14 milljarðar króna. ÚR MORGUNBLAÐINU 2. APRÍL, 2007 Tchenguiz eltist við La Tasca FASTEIGNAJÖFURINN breski, Robert Tchenguiz, heyr nú baráttu við Blackstone-fyrirtækið um veitingahúsakeðjuna La Tasca. Dótturfélag Blackstone, Tragus, hækkaði fyrir skömmu yfirtökutilboð sitt úr 185 pensum í 192 pens á hlut, en Tchenguiz hafði í millitíðinni boðið hluthöfum La Tasca 188 pens á hlut. Kaupþing fjármagnar yfirtökutilboð Tchenguiz. ÚR MORGUNBLAÐINU 17. OKTÓBER, 2005. KB banki meðal kaupenda í Somerfield KAUPÞING verður meðal kaupenda í Somerfield-verslunar- keðjunni en keðjan hefur tilkynnt að hún muni samþykkja kauptilboð Violet Acquisitions-fjárfestahópsins sem er undir stjórn fyrirtækjanna Apex og Barclays Capital, að því er fram kom á fréttavef Finincial Times á laugardaginn. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 1,1 milljarð punda, eða 197 pens fyrir hvern hlut í fyrirtækinu og kemur Kaupþing að fjár- mögnun tilboðsins. Ef af kaupunum verður mun Barclays eiga 25% hlut í fyr- irtækinu og Apax og auðkýfingurinn Robert Tchenguiz sinn hvorn 34% hlutinn. Kaupþing eignast svo afganginn, eða 7% hlut, ásamt stjórnendum Somerfield, þar á meðal kaupsýslu- manninum John Lovering, sem mun taka við stjórnarfor- mennsku í fyrirtækinu af John von Spreckelsen, að því er fram kemur í frétt FT. Þar segir enn fremur að Kaupþing eigi einnig nokkuð stóran hlut í fyrirtækinu óbeint í gegnum Tchenguiz. Viðræður um kaup á Somerfield hafa staðið yfir lengi, en samkeppnin um fyrirtækið hófst í febrúar síðastliðinn þegar Baugur Group lýsti yfir áhuga sínum á keðjunni. Baugur fékk síðar Apax, Barclays og Tchenguiz inn sem samstarfsaðila og sem kunnugt er dró Baugur sig svo úr fjárfestahópnum í kjölfar þess að forsvarsmenn fyrirtækisins voru ákærðir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.