Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.07.2008, Qupperneq 47
DAGBÓK I N F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 47 15. ágúst Warren Buffett fjárfestir í orku og samgöngum Warren Buffet, einn þekkt- asti fjárfestir heims, er vin- sælt fréttaefni. morgunblaðið sagði frá því þennan dag að hann hefði til- kynnt opinberlega umfangsmikil kaup í orku- og samgöngufyrir- tækjum í Bandaríkjunum. eignarhaldsfélag Warren Buffets, Berkeley Hathaway, átti í lok júní 3,2 milljónir hluta í orku- heildsalanum nrG energy. Þetta er nýtt félag í eignasafni hans. Buffet hefur einnig tvöfaldað hlut sinn í járnbrautarisanum union Pacific Group. Þá kom fram í frétt morgun- blaðsins að Berkeley Hathaway hefði fengið leyfi til að halda leyndri á þessum ársfjórðungi stærð hlutar síns í olíuhreins- unarfyrirtækinu ConocoPhilips. 19. ágúst sérkennileg umræða um fjárfestingu Björgólfs Kvikmyndir heilla. Það sýndi sú ótrúlega umræða sem varð um það hvort Björgólfur thor Björgólfsson ætti eftir að tapa á 500 milljóna króna fjárfest- ingu í bandarísku kvikmyndinni the Perfect Holiday. umfang fjárfestingarinnar var a.m.k. ekki af þeirri stærð að hún gæfi til- efni til svo mikilla vangavelta. Hvað þá þegar fréttin gekk út á Jón Ólafsson, einn kunn- asti athafnamaður lands- ins, var í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í morgunblaðinu þennan dag – en í viðtalinu ræðir Jón mjög opinskátt um trúmál og trú sína á Guð. Jón hefur verið í eldlínunni vegna sölu á vatni og hefur hann reist fullkomna vatns- verksmiðju í ölfusinu. en fyrir fjórum árum hóf Jón rekstur vatnsverksmiðju í Þorlákshöfn. Vatnið, sem selt er undir vörumerkinu icelandic Glacial, hefur fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga sem hágæðavara og það er nú þegar á markaði í Kanada, mexíkó, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Grikklandi og englandi. Jón segir í viðtalinu að vatn sé fljót- andi gull. Kolbrún spurði Jón að því hvers vegna hann hefði selt fjölmiðlaveldi sitt á Íslandi – en það var orðið mjög skuldsett. „Ég var búinn að fá nóg,“ svarar Jón. „Ég fann enga lífs- fyllingu. Þetta var eilíf barátta, stöðug átök og það var alltaf verið að leggja stein í götu fyr- irtækisins. Ég uppgötvaði ekki fyrr en hálfu ári síðar hvað ég var orðinn þrekaður. Ég sé ekki eftir að hafa snúið við blaðinu. Ég lifi betra lífi en áður, er ánægðari með sjálfan mig og allt sem er í kringum mig. Ég er að leita inn á við. Ég hef tekið mikinn þátt í veraldlegu amstri og nú vil ég eyða meiri tíma en fyrr í það andlega.“ Kolbrún: Ertu trúaður? „Ég bý að því að vera alinn upp í trú á Guð. Ég ólst upp hjá ömmu minni sem var dásamleg kona. Hún var mjög trúuð og ég segi stundum að hún hafi haft beint samband við almættið. Hún gat sagt fyrir hverjir væru að koma í heimsókn og rak mig oft til dyra til að opna fyrir þeim, en svo komu gestirnir ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna. Hún gat farið úr lík- amanum og í skoðunarferðir í aðra heima. Í æsku fór ég í sunnudagaskóla til séra Björns Jónssonar. Hann hafði frábæran talanda og sögurnar sem hann fór með úr Biblíunni urðu ljóslifandi fyrir mér. Ég, með mitt auðuga ímyndunarafl, var staddur mitt í atburðarás- inni. Þetta var eins og að fara í bíó. Ég hef séð og reynt að and- legur máttur er til og það er fallegt og gott að vita af því. Við erum öll hluti af almættinu. Ég er maður sem fer alltaf með bænirnar sínar. Lífið er dapurt án Guðs.“ Kolbrún: Margir sjá þig örugg- lega ekki sem trúaðan mann. „menn sjá það sem þeir vilja sjá. Þeir sem hafa sterkustu skoðanirnar á mér eru gjarnan þeir sem þekkja mig minnst.“ Kolbrún: Ekki segja mér að peningar og auður skipti þig ekki máli. „Ég hef mikinn metnað til þess að ná árangri í viðfangsefnum mínum og viðskiptum. Peningar eru drifkraftur í þeim efnum og skipta þar af leiðandi miklu máli. en það skiptir líka máli að láta gott af sér leiða og skila verðmætum til samfélagsins og samferðamanna eftir því sem unnt er. Vatnsævintýri okkar feðganna er að mínu viti líklegt til að geta í senn skilað okkur viðunandi hagnaði og skapað um leið ýmis tækifæri til að gera gagn bæði hérlendis og erlendis,“ segir Jón Ólafsson m.a. í þessu yfirgripsmikla við- tali morgunblaðsins við hann. 9. ágúst „LÍfið er dapurt Án guðs“ Jón Ólafsson. Warren Buffet. lj ó s m . m B l.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.