Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 31
LÆKNAblaðið 2014/100 159 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Á síðustu þremur áratugum hafa kröfur til læknakennslu tekið stöðugum breytingum. Það er eðlileg afleiðing af þeim öru og margvíslegu umhverfisbreytingum sem átt hafa sér stað í vestræn- um samfélögum nútímans. Á sama tíma og þekkingarsprenging hefur orðið í læknisfræði, hafa klassískir læknaskólar sýnt tregðu gagnvart því að „fórna“ einhverju af því sem kallast mætti hefð- bundin og nauðsynleg þekking. Slík endurskoðun er hins vegar nauðsynleg til þess að skila nýtískulegu námi og í grunninn þann- ig að nemandinn, síðar læknirinn, geti stundað símenntun á eigin ábyrgð. Þannig þarf kandídat við útskrift úr læknadeild helst að kunna og geta allt sem fyrirrennarar og lærifeður hans kunnu og gátu, en hafa auk þess náð að tileinka sér allt hið nýja sem fram hefur komið. Þá þurfa þeir að hafa náð valdi á tæknibreytingum nútímans, svo sem þeim sem felast í rafrænni sjúkraskrá. Á móti hafa komið til nýir og fjölbreyttari möguleikar til náms með til- komu ýmiss konar rafrænna miðla. Allt þetta gerir kröfu um breytta kennsluhætti í læknadeildum og skipulegt sjálfsnám nem- enda fyrr en ella. Þjóðfélagsbreytingar, lífsstílsbreytingar, líkams- ræktarbylgja, en líka offita og nýir lífsstílssjúkdómar, hafa auk þess kallað á breyttar áherslur. Það gerir líka meiri netvæðing þar sem sjúklingar geta aflað sér haldgóðrar þekkingar um sjúkdóma sína en á netinu spretta einnig upp sjálfmenntaðir „sérfræðingar“ sem birta staðlausa stafi án ábyrgðar. Það getur reynist lítilli læknadeild eins og þeirri íslensku erf- itt í framkvæmd að mæta umfangsmiklum breytingum vegna takmarkaðra fjárráða og kennslukrafta. Þær áskoranir hafa verið aðalverkefni deildarinnar á síðustu áratugum. Það sem þó hefur reynst framkvæmanlegt hefur náðst með tveimur veigamiklum breytingum á árunum 1987 og 2000 og einni minni (2004), auk annarra endurbóta og fínstillingar. Í dag er nám í læknadeild Háskóla Íslands 6 ára nám; 5 ára kjarnanám með tveimur valmisserum, á 3. ári og 6. ári. Námið hefst og því lýkur með tveimur umfangsmiklum prófum; inntöku- prófi fyrir upphaf náms og því lýkur með stöðluðu bandarísku prófi (Comprehensive Clinical Science Examination, CCSE). Námið byggist á áralöngum hefðum en efni og efnistök hafa verið aðlöguð nútímalæknisfræði og heilbrigðisþjónustu. Kennsla er fjölbreytt og nemandinn þjálfaður á skipulegan hátt til að mæta nútímakröfum til hans sem meðferðaraðila og fræðimanns, kennara og leiðtoga. Framgangsmat byggir á margs konar prófum, símati og sérstöku verkefnamati. Markmið læknakennslu - læknadeild HÍ 2014 Við útskrift skulu læknakandídatar búa yfir nýjustu þekkingu í læknisfræði, hafa tileinkað sér fagmannlega afstöðu til starfs síns og sjúklinga sinna og hafa öðlast færni til að hagnýta þekkingu sína til hagsbóta fyrir skjólstæðinga. Þeir skulu geta tekist á við frekari þjálfun sem læknar og/eða vísindamenn með skipulagðri leiðbeiningu og eftirliti og hafa ekki glatað neinum möguleikum hvað varðar val á framhaldsnámi. Aðdragandi breytingaskeiðs Á níunda áratugnum hófst alþjóðleg umræða um ýmsar leiðir sem gætu auðveldað læknadeildum að útskrifa „góða“ lækna. Raunar var í þessu sambandi boðað hérlendis til vinnufundar með ýmsum framámönnum í læknisfræði, fulltrúum ungra lækna, kennurum og fleirum. Þar var spurt „Hvað er góður læknir?“ Það varð að fella fundinn niður þar eð þar mættu einungis fulltrúar ungra lækna og þótt það hafi vissulega verið gagnlegt að hlusta á þeirra sjónarmið, þá hefði verið betra að fá skoðanir fleiri aðila á slíkum fundi! Í október og nóvember 1984 ritaði Ian C. Rondie frá Queen ś University of Belfast (Department of Physiology) vikulega greinar í Lancet um það sem hann kallaði „Clichés in Medical Education“ og í kjölfar þeirra urðu nokkrar umræður um þau sjónarmið sem hann setti fram. Í upphafi lýsti hann því vandamáli sem þá var þegar komið upp; að þótt hann og hans kollegar hefðu kennt læknanemum árum saman væru þeir ekki sérfræðingar í menntun eða kennslu. Þótt þeir gætu ekki endilega útskýrt fræðin með kennslufræðilegri rétthyggju, byggju þeir samt að hyggjuviti og reynslu og vissu hvað væri praktískt og hvað væri að virka! Hann hafði áhyggjur af því að umræðan sem þá var um læknakennslu gæti beinlínis verið skaðleg, enda ekki ljóst að hve miklu leyti tillögur til úrbóta væru settar fram til að bæta læknanám eða bara til að prófa og sanna kenningar í kennslufræðum. Klisjur eins og: - In an ideal world, medical education would be a totally integrated and multidisciplinary experience - Students should not be taught; it makes them mentally lazy. They should discover their own areas and ignorance and respond app- ropriately - Medical students are getting too clever to be good doctors: they sho- uld be selected for their common sense and compassion rather for their intelligence - Lessons are useless: no one remembers anything after the first twenty minutes Það er athyglisvert að enn þann dag í dag heyrir maður þessar sömu klisjur, gjarnan frá fólki sem er að koma nýtt inn á sviðið. Í umræðunni um hlutverk læknadeilda var lögð áhersla á ábyrgð nemenda á eigin námi – hlutverk læknadeilda jafnaðist á Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent – kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. NovoNordisk. A 10 BX 07. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Innihaldslýsing: Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Victoza er ætlað til meðferðar áÁbendingar: fullorðnum með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri: Í samsettri meðferð með metformíni eða súlfónýlúrealyfi hjá sjúklingum með ófullnægjandi stjórn á blóðsykri þrátt fyrir stærsta þolanlegan skammt af metformíni eða súlfónýlúrea einu sér, eða í samsettri meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi eða metformíni og tíazólidíndíóni hjá sjúklingum sem hafa ófullnægjandi stjórn á blóðsykri þrátt fyrir tveggja lyfja meðferð. Til að auka þolSkammtar og lyfjagjöf: Skammtar: meltingarfæra er upphafsskammturinn 0,6 mg af liraglútíði á sólarhring. Eftir a.m.k. viku á að auka skammtinn í 1,2 mg. Búast má við því að sumir sjúklingar hafi ávinning af því að auka skammtinn úr 1,2 mg í 1,8 mg og með hliðsjón af klínískri svörun má auka skammtinn í 1,8 mg eftir a.m.k. eina viku til að bæta blóðsykurstjórnun enn frekar. Ekki er mælt með sólarhringsskömmtum sem eru stærri en 1,8 mg. Victoza má bæta við metformín meðferð sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og tíazólidíndíóni. Halda má áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og tíazólidíndíóni. Victoza má bæta við meðferð með súlfónýlúrealyfi sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi. Þegar Victoza er bætt við meðferð með súlfónýlúrealyfi má íhuga að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun. Ekki er nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð Victoza. Við upphaf samsettrar meðferðar með Victoza og súlfónýlúrealyfi gæti á hinn bóginn reynst nauðsynlegt að sjúklingur fylgdist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð súlfónýlúrealyfsins. Ekki er þörfSérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar (>65 ára): á skammtaaðlögun vegna aldurs. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá sjúklingum sem eru 75 ára. : Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá≥ Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 60 90 ml/mín.).- Mjög takmörkuð reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 30 59 ml/mín.) og engin reynsla er af meðferð hjá- sjúklingum með verulega skerðingu á nýnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Sem stendur er ekki hægt að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða verulega skerðingu á nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi. Reynsla af meðferð hjáSjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, á hvaða stigi sem er, er of takmörkuð til að hægt sé að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með væga, miðlungsmikla eða verulega skerðingu á lifrarstarfsemi. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun VictozaBörn: hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Ekki má gefa Victoza í bláæð eða í vöðva. Victoza á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, óháð máltíðum og það má gefa undir húð á kvið, læri eða upphandlegg. Skipta má um stungustað og tímasetningu án þess að aðlaga skammta. Hins vegar er mælt með því að gefa Victoza inndælingu á u.þ.b. sama tíma dags þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverjuFrábendingar: hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Umboðsaðili á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur í mars 2013. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningastærð(ir):Tveir pennar í pakka. Hver penni inniheldur 3 ml lausn með 6mg/ml. Hver penni er því 15 skammtar miðað við 1,2 mg/skammt eða 10 skammtar miðað við 1,8mg/skammt. Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): Verð (samþykkt hámarksverð, febrúarR. 2014): 6 mg/ml, 3ml x 2 pennar. Kr. 21.750,- Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: O. Sjá nánari upplýsingar á vef Lyfjaafgreiðslunefndar www.lgn.is Heimildir: 1. 2.DSAM, type 2-diabetes - et metabolisk syndrom, Klinisk vejledning for almen praksis, 2012 Pratley RE et al. One year of Liraglutide treatment offers sustained and more effective glycaemic control and weight reduction compared with sitagliptin, both in combination with metformin, in patients with type 2 diabetes: a randomised, parallel-group, open-label trial. Int J Clin Pract 2011; 65(4):397-407 Inngrip snemma í sjúkdómsferlinu með árangursríkri blóðsykurstjórn getur bætt fleiri góðum árum við lífið1 Victoza einu sinni á dag samhliða töflumeðferð leiðir til:® marktækrar lækkunar á HbA1c2 marktæks þyngdartaps2 IS /L R / 0 6 1 3 /0 1 6 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.