Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 40

Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 40
KYNNING40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Um 95% íslenskra fyrirtækja hafa 50 starfsmenn eða færri. Í fæstum þeirra eru sérstakir starfsmenn sem sjá um tölvukerfið og þess vegna hafa þau mörg hver ekki náð að nýta sér kosti skilvirkrar tölvuvæðingar til fulls líkt og mörg stærri fyrirtæki. Þessar staðreyndir eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að kröfur stjórnenda í litlum fyrirtækjum eru oft á tíðum ekki minni en í stærri fyrirtækjum, og í litlum fyrirtækjum er skilvirkni í raun forsenda þess að fyrirtækið geti vaxið og dafnað í harðri samkeppni. Gísli Már Ólafsson og Hallur Þór Sigurðarson hjá Microsoft segja Microsoft gera sér ljósa grein fyrir ofangreindum staðreyndum. Því hafi fyrirtækið m.a. sett á markað sérstaka útgáfu af eigin miðlarahugbúnaði sem kallist „Windows Small Busi ness Ser- ver“, sem er ætlað að uppfylla þarfir fyrirtækjanna í þessum efnum. Í honum hafi verið sameinaðar fjórar mismunandi vörur Microsoft sem gera litlum fyrirtækjum kleift að keyra á einum og sama netþjóninum, Windows Server, sem er sérsniðinn fyrir fyrirtæki með allt að 50 starfsmenn, póstmiðlarann Microsoft Exchange, gagnagrunnsforritið Microsoft SQL Server og eldvegginn Microsoft ISA Server. Öll kerfin hafa að sögn þeirra félaga verið aðlöguð hvert öðru sérstaklega til að þau starfi vel og hnökralaust saman á einum og sama netþjóninum. Auðvelt í notkun Grunnpakkanum fylgja notendaleyfi sem auka má við eftir þörfum, þó að hámarki 75 notendum. Það má því segja að kerfið geti vaxið jafnt og þétt með fyrirtækinu. Vaxi fyrirtækið enn frekar eða sameinist það öðru er hægt að fá sérstaka uppfærslu úr kerfinu yfir í stærri útgáfur þess, sem eru ætluð stærri fyrirtækjum. „Þar sem smærri fyrirtæki hafa sjaldnast sérstakan starfsmann til að sjá um tölvumál sín er mikilvægt að auðvelt sé að setja upp og viðhalda miðlaranum. Við hönnun og gerð Windows Small Business Server var aðaláherslan lögð á að búa til kerfi sem að mestu leyti sæi um sig sjálft og þar sem mannshöndin þyrfti að koma nærri væri sú aðkoma auðveld og fyrir- hafnarlaus,“ segir Gísli. Hann segir að öll algeng vinnsla á borð við þá að stofna nýja notendur og taka afrit sé þannig gert úr garði að ekki eigi að vera þörf á mikilli tölvukunnáttu til þess að vinna með kerfið. Aukin framleiðni Gísli bendir auk þess á að mikið hafi verið lagt upp úr því að smærri fyrirtæki fengju ekki einungis auðveldara kerfi til að sjá um, heldur einnig kerfi sem myndi auka framleiðni starfsmanna. Þess vegna hafi verið ákveðið að láta vinnuumhverfið SharePoint Services fylgja með Windows Small Business Server, en það gerir starfsmönnum fyrirtækja kleift að skiptast betur á upplýs- ingum en áður hefur þekkst. Gísli segir að mjög auðvelt sé að halda utan um fundi, verkefni og ýmsar aðrar upplýsingar á innraneti sem SharePoint Services haldi utan um og að auki geti notendur tengst tölvupósti og vinnutölvum sínum heiman frá sér. Þessi hagræðing er að sögn þeirra Gísla og Halls til þess fallin að auðvelda starfsmönnum vinnuna og auka framleiðni þeirra og getur til dæmis komið sér vel þegar starfsmenn verða af óviðráðanlegum ástæðum að vera heima hjá börnum sínum, t.d. vegna veikinda eða verkfalla. LAUSNIR FRÁ MICROSOFT Í smærri fyrirtækjum er skilvirkni forsenda árangurs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.