Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 76

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Frekari fjárfestingar hérlendis líklegar „Það má alveg búast við frekari fjárfestingum á Íslandi af minni hálfu enda mikið af spenn- andi hlutum að gerast í íslensku efnahagslífi og ýmsir útrásarmögu- leikar sem öðrum hafa yfirsést. En sem stendur einbeiti ég mér að uppbyggingu 66°Norður. Ég er töluvert í byggingaframkvæmdum og fasteignaviðskiptum, en fasteignafyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki, en þar starfar m.a. tengdafaðir minn, Þórir Jónsson, og mágur, Birgir Þórisson. Þeir reka fyrirtækið sem gerir mér m.a. kleift að starfa hér í Bandaríkj- unum enda nauðsynlegt fyrir mig að hafa traust fólk með mér sem sér um daglegan rekstur og hefur sjálft hagsmuna að gæta. Hátún 6 B Nú eru að hefjast framkvæmdir við viðbyggingu á Hátúni 6 B sem er í minni eigu, og þar byggðar 20 íbúðir til viðbótar við þær 50 sem fyrir eru auk þess sem húsið verður endurbætt. Það stendur til að byggja ofan á Suðurlandsbraut 8 og 10 sem er í minni eigu og hugmyndir eru uppi um að tengja þær lóðir saman. Jarðakaup á Íslandi Jarðakaup mín á Íslandi voru frekar tilviljana- kennd en verðið á þeim var mjög hagstætt. Síðan hefur verð á jörðum á Íslandi hækkað mjög mikið. Þetta var því góð fjárfesting á sínum tíma. Það eru enn landsvæði á Íslandi sem eru algjörlega óuppgötvuð, og enn tækifæri í þessu landi fegurðarinnar. En það eru engar áætlanir uppi í dag um landakaup af minni hálfu. Stofnaði Domino´s á Íslandi ásamt fleirum Þó ég hafi starfað erlendis um tveggja áratuga skeið hef ég því alltaf verið í viðskiptum á Íslandi og sonur okkar hefur búið á Íslandi sl. 15 ár. Fyrir 12 árum keypti ég hlut í Stöð 2 sem var beintengt mínum kvikmyndaiðnaði hér í Ameríku, stofnaði Domino´s á Íslandi með Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum og Skúla Þorvaldssyni, svo ég hef alltaf verið viðloðandi viðskipti á Íslandi, þó það hafi komið í smáhrinum. Allra síðustu ár hef ég eytt meiri tíma á Íslandi, bæði með syni mínum og eins eigum við 10 ára dóttur sem gjarnan vill vera meira á Íslandi. En Ísland hefur auðvitað gjörbreyst á þeim 25 árum sem ég hef búið í Kaliforníu, ekki síst á sviði viðskipta og lista. Þar vil ég ekki síst nefna útrásina í bankageiranum. Ég er enn mikill Íslendingur í mér, er m.a. ræðismaður Íslendinga hér í Los Angeles.“ Kvikmyndataka á Íslandi Sigurjón er nú að framleiða kvikmynd um íslensku tónlistarölduna sem er í gangi, en hún er fyrst og fremst fyrir erlendan markað. En um leið er kvikmyndin kynning á Íslandi. Stutt- kvikmyndin „Everything in this country must“ hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár, en hún fjallar um átökin á Norður-Írlandi og er tekin í Belfast. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd Sigurjóns er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndin hefur verið sýnd á einum 8 kvikmyndahátíðum og verður sýnd á kvikmyndahátíð á Íslandi á komandi sumri. Í maíbyrjun hefjast tökur á kvikmyndinni „Last winter“ sem kosta mun um 500 milljónir króna. Hún gerist í Bandaríkjunum en verður að mestu tekin á Íslandi, en einnig á Spáni og í Frakklandi. Kemur víða við • Kvikmyndaframleiðandi í Kaliforníu. • Eigandi 66°Norður. • Stofnandi sjónvarpsstöðvarinnar BIG TV. • Eigandi fasteignafélags sem er í bygginga- framkvæmdum og fasteignaviðskiptum á Íslandi. • Á stórhýsið Hátún 6 B. • Byggingarnar Suðurlandsbraut 8 og 10 er í hans eigu. • Jarðakaup hans á Íslandi fyrir nokkrum árum vöktu mikla athygli. • Stofnaði Domino´s á Íslandi ásamt fleirum. • Átti í Stöð 2 og Norðurljósum til margra ára. • Eigandi Eiða á Héraði. • Stuttkvikmynd Sigurjóns „Everything in this country must“ hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. • Ræðismaður Íslendinga í Kaliforníu. NÝR & GLÆSILEGUR VERSLUNARBÆKLINGUR SHOP IN ICELAND 2005 Nú gefst verslunareigendum tækifæri á að auglýsa í þremur af útbreiddustu auglýsingamiðlum Heims hf. Atlanticu, sem er flugblað Icelandair, What’s on in Reykjavík, sem kemur út í hverjum mánuði frá febrúar til desember og SHOP - in iceland. Með því að greiða fast gjald á mánuði, krónur 25.000 + vsk. fást samtals 16 birtingar á ári í þessum auglýsingamiðlum sem hiklaust má telja að nái til yfirgnæfandi hluta erlendra ferðamanna á Íslandi. SHOP - in iceland 2005 Heilsíða í 50.000 eintök sem dreift verður um land allt m.a. á gististaði, flugvelli, upplýsingamiðstöðvar og rútubílastöðvar. ATLANTICA Auglýsing allt árið í Guide to Shopping-kafla blaðsins þar sem fjallað er um ‡mislegt sem tengist verslun á Íslandi, helstu verslunarsvæðin, endurgreiðslu virðisaukaskatts o.s.frv. Auglýsing í Atlanticu kemur fyrir augu meira en 1,4 milljón farþega Icelandair á hverju ári. WHAT’S ON IN REYKJAVÍK Auglýsing allt árið í Shopping-kafla blaðsins sem er eina ritið sem kemur út 11 sinnum á ári með upplýsingum um allt það helsta sem um er að vera á höfuðborgarsvæðinu. Ingvar Kristjánsson Sími 512 7547 Gsm 660 6712 ingvar@heimur.is Bettý Vilhelmsdóttir Sími 512 7545 Gsm 861 5420 betty@heimur.is STÆRÐIR AUGLÝSINGA TENGILIÐIR Shop in iceland. 100 mm x 210 mm Atlantica. 58 mm x 41,5 mm What´s on. 65 mm x 45 mm SHOP IN ICELAND 2005 �������������������������������������������������� �������������� � � ������������������������ ������������������������������������������������� � � � � � � � � � � � � � � ������������ ������������������� ���������������������������������� ���������������������� ������������������������������������ ������������������ ������������������������� ������������������������������� IN ICELAND 2005 SHOP Borgartúni 23 • 105 Reykjavík Sími 512 7575 • Fax 561 8646 www.heimur.is/world K V I K M Y N D A - O G F A T A F R A M L E I Ð A N D I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.