Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2007, Page 31

Ægir - 01.10.2007, Page 31
31 Bókaútgáfan Völuspá á Akur- eyri hefur sent frá sér bókina „Þættir úr þróun íslenskra fiskiskipa“ eftir Hjálmar R. Bárðarson þar sem hann, eins og nafn bókarinnar gefur til kynna, gerir grein fyrir ýmsu er varðar íslenska skipasögu. Í bókinni gerir Hjálmar fyrst og fremst grein fyrir minni gerðum íslenskra fiskiskipa, skipum á bilinu 15-400 brúttórúmlestir. Tímabilið sem bókin tekur til er að stærstum hluta frá 1954 til 1985 eða í þrjátíu ár. Í fyrsta lagi tímabil- ið 1954 til 1970, þegar Hjám- ar gegndi starfi skipaskoð- unarstjóra og í öðru lagi tíma- bilið 1970 til 1985 þegar Hjálmar var siglingamála- stjóri. Ægir hefur fengið leyfi höfundar og útgáfunnar til þess að birta hér nokkrar glefsur úr bókinni og sömu- leiðis nokkrar myndir sem þar eru. Í lok síðari heimsstyrjaldar voru smíðaðir allnokkrir sléttsúðaðir tréfiskibátar á vegum íslenskra stjórnvalda í Svíþjóð, sem kallaðir voru Svíþjóðarbátarnir. Þetta reynd- ust prýðilega góð skip við ís- lenskar aðstæður, einkanlega þó til línu- og netaveiða, en einnig til síldveiða í hringnót. Síðan fóru að koma til landsins einstaka stálfiskiskip, til að byrja með fyrst og fremst frá Noregi, en síðan frá Svíþjóð, Hollandi og V-Þýska- landi. Fyrsta stálskipið sem var smíðað á Íslandi var drátt- arbáturinn Magni, sem smí- ðaur var í Stálsmiðjunni í Reykjavík fyrir Reykjavík- urhöfn og afhent árið 1955. Stálskipasmíði fór hægt af stað en eftir því sem frá leið voru á tímabili smíðuð mörg stálskip víða um land. Smíði N Ý B Ó K Hjálmar R. Bárðarson með nýja bók­ um þróun íslensk­ra fisk­isk­ipa: Tímabil mikilla breytinga í skipasögunni Emma VE 219 var fyrsta plankabyggða (sléttsúðaða) fiskiskip sem smíðað var á Íslandi. Emma var sjósett árið 1919. Ljósmyndari ók­unnur. Hr. C.P. Srivastava, framkvæmdastjóri International Maritime Organization í Lond- on, afhendir Hjálmari R. Bárðarsyni Aþjóðasiglingamálaverðlaunin fyrir árið 1983. Íhaldssemi og vantrú á nýjungar „Þegar litið er yfir þróun íslenskrar fiskiskipasmíði, þá virðist stundum gæta nokkurrar íhaldssemi og vantrúar á nýjungar. Það tók nokkurn tíma að hverfa frá veiðum á opnum árabát- um frá verstöðvum á útnesjum. Fyrstu þilfarsbátarnir voru yfirbyggðir skarsúðaðir bátar, reyndar boðhækkaðir og nokkru stærri en flestir opnu bátarnir. Þegar skarsúðu þil- farsbátarnir voru orðnir allstórir, voru loks eftir að fyrsta plankabyggða sléttsúðaða tréskipið M.S. Emma hafði verið sjósett árið 1919, smíðuð fleiri slík þilskip með söguðum böndum. Þessi gerð tréskipa var að lokum smíðuð allt að 200 brúttórúmlestir að stærð, sem er mun stærra tréskip en hentugt er vegna styrkleika og skorts á hæfilega stórvöxnu eikarefni. Þá var erlendis farið að smíða fiskiskip vegna þesws að mun auðveldara er a ná meiri langskips styrkleika í stálskipum en í tréskipum og auðveldara að gera þilfarshús vatnsþétt. Togarar voru hinsvegar þá orðið smíðaðir úr stáli vegna stærðarinnar. Skúturnar, tréskipin sem keypt voru til landsins í lok 19. aldar, voru þó áður gerðar út í Bretlandi til togveiða áður en gufuvélin kom til sögunnar.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.