Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hans útþrá og ást á fjarlægum löndum og framandi þjóðum, er magnaðist um allan helming þegar hann kynntist verkum Kipl- ings, Conrads og Jacks Londons í Prince- ton háskólanum. Þessir sömu höfundar höfðu líka mótað upp að vissu marki lífs- viðhorf eins vinar hans, námuverkfræðings nokkurs, Stevens að nafni. Honum var tíð- rætt um þá dýru málma og miklu fjársjóði, sem væri enn víða að finna í jörðu og hann þóttist sannfærður um að fjöll Honduras í Mið-Ameríku hefðu enn miklar gnægðir gulls að geyma. Hann bað vin sinn, Eugene, að koma með sér og var það auðsótt mál. Eugene sagði upp stöðu sinni, bað föður sinn um farareyri og lagði af stað til bitabeltisins með félaga sínum. Skömmu fyrir brottförina kvæntist hann ungri stúlku, Kathleen Jenkins. Iiún ól 0’ Neill barn, á meðan hann dvaldist í Honduras. Ekki mun sambúð þeirra hjóna hafa verið snurðu- laus, því að þau skildu þremur árum síðar. Stevens og 0’ Neill sigldu frá New York í okt. 1909. í þá daga var Ilonduras enn svo lítt kannað land, að ekki voru til landa- bréf yfir stór svæði þess. Þótt þeir félagar fengjust ekki við landmælingar, þá ferðuð- ust þeir um slóðir, sem fáir hvítir menn höfðu áður troðið. Þeir brutust áfram með Indjánum og múlösnum til óbyggða, yfir fjöll og stórfljót, þangað til þeir völdu sér að lokum tjaldstað á bökkum djúprar, straumharðrar ár inni í þykkni frumskógar- ins, sex dagleiðir frá mannabyggðum og þar hófu þeir gullleitina. Þegar Eugene veiktist af mýrarköldu eftir 5 mánaða útilegu, var hann búinn að fá sig svo saddan á frumskógalífinu og gull- leitinni, að hann ákvað að leggja niður reku og haka og halda heimleiðis. Stevens þótti hvorki skynsamlegt né karlmannlegt að leggja árar í bát að svo stöddu, og varð einn eftir. Hann hélt heimleiðis til Bandaríkjanna vorið 1910. Hann hafði ekki fundið neitt gull, en hann kom samt ekki heim með létt- an mal, því að hann hafði öðlazt annað, sem var honum fullt eins verðmætt, þ. e. örngga þekkingu á eðli og einkennum frumskóga í hitabeltinu. An þeirrar þekk- ingar hefðu lýsingar hans á æði og örviln- un Jónasar keisara, sem magnast æ meira eftir því sem hann villist lengra inn í myrk- viði frumskógarins, aldrei orðið jafnsann- ar og ægilegar eins og raun ber vitni um. Enda þótt 0’ Neill væri orðinn fullveðja þegar hann kom heim til New York, var hann samt enn óráðinn í því hvaða lífs- starf hann ætlaði að leggja fyrir sig. Hon- um hugkvæmdist ekki annað ráð en að leita til föður síns og biðja liann að útvega sér atvinnu. O’Neill náði leikflokki hans í Saint Louis og var undir eins ráðinn sem aðstoðarmaður leiksviðsstjóra, en var það ekki nema að nafninu til, því að aðal- starf hans var að fylgjast með því, að dyra- vörðurinn á efri svölum hleypti engum ókeypis inn. Ilann fylgdi flokknum frá St. Louis til Boston, þar sem hann var gripinn svo hamslausri útþrá, að hann réði sig á norskt seglskip, sem var í förum á milli Boston og Buenos Aires. lfann hrósaði happi að fá þar skipsrúm, enda fannst hon- um síðar þeir, sem aldrei höfðu siglt með seglskipi, aldrei hafa í rauninni á sjó kom- ið. Siglingin til Buenos Aires tók tvo mán- uði. O’Neill þvoði þiljur, lærði að stanga kaðla og fella reiða, borðaði barðfisk og skonrok og tók slíku ástfóstri við hafið, að hann var í annarlegum rómantískum tengsl- um við það, það sem eftir var ævinnar. Hon- um þótti það blítt og óhemjulegt í senn. Það vakti þráláta löngun í brjósti hans eftir ein- liverju, sem ekki var unnt að höndla, og þess vegna var löngun hans því sterkari og rneira kveljandi. Það má líka með miklu sanni segja, að þessi tilfinning sé grunn- 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.