Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 33
EUGENE O’NEILL ur og treystir þér! Ó, hvernig gaztu gert pabba þetta? Hvernig gaztu það? christine: Þú myndir skilja það, ef þú værir kona manns, sem þú hatar. lavinia (skelfd — horjir á myndina aj jöð- ur sínum): Nei! Segðu þetta ekki frammi fyrir honum! Ég vil ekki hlusta á þig! christine: Þú skalt verða að hlusta á mig. Ég tala við þig sem kona við konu, ekki eins og móðir við dóttur! Hvorug okkar virðir þann skyldleika mikils hvort sem er! Þú hefur sagt, að ég væri auðvirðileg og blygðunarlaus! Jæja, ég vil að þú vitir, að mér hefur líka fundizt ég vera það í öll þessi tuttugu ár, sem ég hef gef- ið mig á vald manni, sem ... lavinia: Segðu ekki meir! Slepptu mér! Þú — þá hefur þú alltaf hatað pabba? christine: Nei. Ég elskaði hann einu sinni — áður en ég giftist honum — þótt ótrú- legt megi virðast! Hann var glæsilegur í einkennisbúningnum sínum! Hann var þögull, dulur í skapi og rómantískur! En hjónabandið breytti brátt ástúð hans í gagnkvæma úlfúð. lavinia: Og úlfúð þín hefur fylgt mér allt frá fæðingu! Ég hef alltaf þótzt vita, mamma — allt frá því ég var lítil — þeg- ar ég kom til þín með blíðu mína — varstu vön að hrinda mér frá þér! Ég hef alltaf fundið þessa úlfúð þína frá því ég man eftir mér. Ó, ég hata þig. Það er ekki nema rétt, að ég skuli hata þig! Það er ekki eingöngu afbrýðisemi, sem stjórnar orðum dótturinnar og gjörðum, heldur líka umhyggja hennar fyrir því að mannorð ættarinnar haldizt óflekkað. Kristín og Adam Brant brugga síðan Ezra Mannon fjörráð saman. Kristín frem- ur svo morðið viku síðar. Af ásettu ráði segir hún fyrst manni sínum allan sannleik- ann um ástamál þeirra Adams. Þessi ógna- fregn veldur því, að hann fær fyrir hjartað eins og hún vissi að hann átti vanda til, en í stað þess að rétta honum meðalið, sem hann biður um, gefur hún honum eitur. En áður en hann gefur upp andann, ryðst Vinnie inn í herbergi foreldra sinna og heyrir ásökunarorð föður síns á hendur móður sinni. Þegar Orin kemur heim tveimur dögum síðar hefst heiftug togstreita á milli mæðgnanna, því að báðar vilja þær beygja hann og láta hann lúta sínum vilja. Átök- in magnast og fer svo að lokum, að Orin snýst á sveif með systur sinni jafnskjótt og hann fær vitneskju um framhjáhald og tryggðarof móður sinnar. Orin myrðir frið- il móður sinnar ekki einungis til að koma fram hefndum fyrir föður sinn, heldur líka til að ryðja keppinaut úr vegi, því að í hjarta sínu ber hann óeðlilega ást til móð- ur sinnar. Er Kristín heyrir, að elskhugi hennar hefur verið myrtur, fremur hún sjálfsmorð og á því endar miðhluti þrí- leiksins. í stað refsinornanna, sem ofsækja Órestes fyrir móðurmorðið í gríska harm- leiknum, lætur 0’ Neill koma samvizkubit og sektarvitund, sem leiða Orin að lokum til hálfgerðrar sturlunar. Það væri ekki fjarri lagi að segja, að þetta sýkta sálar- ástand hans sé í rauninni ekki annað en refsiaðgerðir refsinorna í nútímabúningi. Orin sakar fyrst sjálfan sig fyrir sjálfs- morð móður sinnar og svo verður honum fljótt Ijóst, að tilfinningar þær, sem vakna nú í brjósti hans til Vinnie eru ekki síður syndsamlegar en þær, sem hann bar til móð- ur sinnar. Enda hefur systir hans, sem hafði reynt að verða kona föður síns og móðir Orins, fengið bæði svipmót og látbragð móðurinnar. Hún gengur ekki heldur þess dulin hvaða hug Orin ber til hennar. Vitn- eskja þeirra beggja um þetta ófremdar- ástand, sárar sektartilfinningar og örvilnun Orins valda því, að hann kýs heldur að stytta sér aldur, heldur en að verða að leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.