Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 56
Tímarit Máls og menningar sé snöggtum betri skóli í konungsdyggðum en lénsmanna-drápið. Þegar að er gáð, er þetta tvenna starf ekki ýkja fjarskylt. Það nægir að rifja upp Jóhann landlausa: Af staS til Englands, frændi! farðu á undan! fyrr en vér komum, skaltu hrista úr skjóðum ágjarnra klerka; fangelsuðu fé sleppirðu lausu; fita á friðar-rifjum skal fóðra þá sem sultur þjakar nú. (Jóhann landlausi, III, 3) IX Hverfum nú í síðasta sinn að líkingu Shakespeares af stiganum mikla. Ríkarður annar vex með gangi síns harmleiks. A lægri þrepunum er hann aðeins konungsnafn. Einungis á lokaþrepinu birtist hann sem stór nær- mynd í harmsögu. Hann hefur fengið mannsandlit sitt afmr. Sviðsmyndir Ríkarðs þriðja koma í öfugri þeirri röð. Þar er konungurinn, í fyrri helming leikritsins, sjálft hugvit Vélarinnar Miklu, önnur hönd sögunnar, makkía- vellskur þjóðhöfðingi. En Shakespeare er hyggnari en höfundur Þjóðhöfð- ingjans. Þegar Ríkarður gengur upp stigann mikla, verður hann sífellt minni og minni. Það er rétt eins og Vélin Mikla sé að gleypa hann í sig. Smám saman verður hann ekki annað en ein af hjóltönnum hennar. Hann er hætmr að vera böðull, nú er hann fórnardýr, fasmr í hjólunum. Ríkarður hafði verið að skapa sögu. I hans augum var allur heimurinn leirmoli sem hann fékk til að móta í höndum sér. Og nú er hann sjáifur leirmoli, sem einhver annar mótar. Eg hef alltaf dáðst að því í söguleikjun- um hvað Shakespeare er næmur á það augnablik þegar sagan hrindir hin- um alvalda drottnara inn í blindgötu; það augnablik þegar sá sem var að skapa söguna, eða hélt hann væri að því, verður ekki annað en efniviður hennar. Það augnablik þegar Vélin Mikla gerist ofjarl mannsins sem hefur sett hana af stað. I lokaþætti harmleiksins er Ríkarður þriðji ekki annað en nafn á flýj- andi kóngi. Leikurinn berst af einum vígvellinum á annan. Þeir elta hann. Hann flýr. Hann verður veikari og veikari. Þeir eru að ná honum. Nú reynir hann aðeins að forða lífinu. Hest! hest; mín konungs-krúna fyrir hest! (Ríkarður þriðji, V, 4) 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.